6 - 1

Jæja, kommon ... sex karlar og ein kona.

Meira pylsuteitið.

Ekki það að ég aðhyllist kynjakvóta, en er þetta ekki aðeins of mikið? Ég hefði í hið allra minnsta vilja sjá Guðfinnu Bjarnadóttur í þessum hópi - hún hefði verið mjög fín í menntamálaráðherrann.

Svo verð ég nú líka að segja að þetta er ekki beinlínis frumlegt né djarft hjá Sjálfstæðisflokknum - þarna var komið kjörið tækifæri til að stokka rækilega upp og hleypa ungu blóði að, ekki bara Guðlaugi. Sumir af þessum gömlu jöxlum hefðu alveg mátt hverfa til annarra starfa - nefni þó engin nöfn. Nægi bara að nefna að nægur rökstuðningur var fyrir því að rífa út einn tiltekinn jaxl.

Og já, ég er fúll út í 'minn' flokk fyrir að hafa fallist á að leyfa Sjálfstæðisflokknum að halda öllum sínum feitu stólum. Lá þeim virkilega svona mikið á að komast í stjórn?


mbl.is Guðlaugur Þór verður heilbrigðisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta þýðir að konur verði 1/3 ráðherra í ríkisstjórninni. Sem eru eðlileg

hlutföll enda eru konur bara tæplega 1/3 framboðs almennt í pólitík.

Geiri 22.5.2007 kl. 21:15

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég er nú á móti því að kalla ráðherra eða flesta aðra aumingja jafnvel þó þeir hafi unnið fyrir titlinum. En Þetta með Guðfinnu. mér skilst að hún sé bráðgáfuð og framsækin kona sem hafi gert HR að því sem hann er í dag á mettíma. Það þýðir ekki endilega að hún yrði góður menntamálaráðherra þó allt bendi til þess. Hún þarf að læra á pólitíkina áður en hún verður ráðherra. Það er enginn á listanum yfir ráðherra sem er nýliði í pólitík.

Það er Framsóknarlykt af mannaráðningum Björns Bjarnar og margt umdeilt við manninn en við getum ekki neitað því að hann er að vinna vinnuna sína þó við séum ósátt við útkomuna. 

Ævar Rafn Kjartansson, 23.5.2007 kl. 00:11

3 Smámynd: Þarfagreinir

Frekar gróft tal um hann Björn já ... en ég viðurkenni að ég hefði ekkert haft á móti því að sjá hann hverfa til annarra starfa.

Þarfagreinir, 23.5.2007 kl. 12:33

4 Smámynd: Einar Jón

BB tapaði í prófkjöri í haust, en náði þó 2. sæti. Hann féll svo í 3. sæti í kosingunum, vegna útstrikana.

Getur verið að hann sé ekki eins vinsæll og Sjallarnir vilja vera láta?

Einar Jón, 23.5.2007 kl. 12:42

5 Smámynd: Þarfagreinir

Já ... svo má heldur ekki gleyma því hvernig hann stóð sig þegar honum var potað á síðustu stundu inn sem oddvita í borgarstjórnarslagnum 2002. Þar átti hann að verða bjargvættur Sjálfstæðismanna í Reykjavík, en náði engan veginn þeim árangri sem vænst var. Eftir það klúður settist hann bara í þægilegan ráðherrastól aftur. Mér finnst það hálfbjánalegt.

Þarfagreinir, 23.5.2007 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband