Sigur?

Á meðan ég fagna þeirri ákvörðun stjórnenda torrent.is að taka leikinn úr umferð í stað þess að reyna að verja hann, þá hef ég engu að síður enn og aftur efasemdir um málið allt saman:

- Af hverju þótti fjölmiðlum nauðsynlegt að gefa upp öll smáatriði? Nafnið á leiknum, nafnið torrent.is, ógeðfelldar myndir úr leiknum ... þetta viðurstyggilega fyrirbæri, sem líklega örfáar hræður vissu af áður en fréttaflutningur hófst, er nú á allra vitorði. Þar sem leikurinn er fáanlegur víða um netið geta nú allir sem vilja farið og náð sér í hann, reki forvitni þeirra þá til þess. Hver er hinn siðferðilegi sigur í því?

- Af hverju eru svona hlutir ekki hneykslunarverðir fyrr en þeir dúkka upp á íslenskum vefsíðum? Ég ítreka að þó að þessi leikur hafi ratað inn á Istorrent, þá voru sárafáir sem náðu sér í hann þar fram að því að fjölmiðlarnir hófu umfjöllun sína; eftir það rauk niðurhalið upp. Fólk sem stundar Istorrent er þar langflest til að ná sér í sjónvarpsþætti, bíómyndir, tónlist ... ekki viðbjóð. Sori á borð við þennan leik er eitthvað sem fólk þarf að þefa uppi og hafa áhuga á að ná sér í. Grandvör manneskja sem rekst á svona á síðu á borð við torrent.is fær ekki allt í einu þá flugu í höfuðið að ná sér nú bara í þetta. Það er aumasti barnaskapur að halda að aðgengi meðalíslendingsins að þessum leik, eða áhugi hans á honum, hafi aukist eitthvað þegar hann birtist á torrent.is.

- Hversu langt verður farið í að tryggja að Íslendingar geti ekki náð sér í þennan leik og margan annan sora sem er fáanlegur á netinu? Eina leiðin til að tryggja það er að setja upp netsíur ... og jafnvel þær myndu ekki stöðva af þá sem virkilegan áhuga hafa á að ná sér í ógeðfellt efni. Er það virkilega vilji Íslendinga að þetta verði gert?

P.S. Istorrent og torrent.is eru tvö nöfn yfir sama fyrirbærið ... ég vona að það valdi ekki ruglingi að ég skuli nota þau á víxl. 


mbl.is Nauðgunarleikur fjarlægður af íslenskri vefsíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Haha æi Guðmundur ... ég auglýsi það reyndar ekki í þessari færslu, en ég er samt sekur.

Það eru komnar þrjár fréttir, og ein færsla við hverja þeirra. Þetta er mér nefnilega mjög hugleikið ... ekki af því að ég er að reyna að verja þennan ömurlega leik, heldur vegna þess að ég hef áhyggjur á þróun mála hvað varðar siðferði fjölmiðla og viðhorf fólks gagnvart netinu.

Og Keli, þetta er rétt hjá þér ... það er alltaf hægt að komast í gegnum síur ef fólk vill. Þannig er það bara. 

Þarfagreinir, 25.5.2007 kl. 23:39

2 Smámynd: Þarfagreinir

Eða jú, ég auglýsti hvar hann er (var) að finna, en nefndi ekki nafnið á honum ... reyndar hef ég aldrei gert það.

Þarfagreinir, 25.5.2007 kl. 23:41

3 Smámynd: Tryggvienator

Þetta er bara sama dæmið og alltaf. Fólk lætur undan þrýstingi. Þetta er svipað og með klámfólkið sem ætlaði að koma hingað. Hótelið ákvað að neita þeim um gistingu út af þrýstingi frá samfélaginu. Klámfólkið var í fullum rétti að koma.

Leikurinn er sick og ég hef engan áhuga að spila hann, bara svona að taka það fram.
En í nafni frelsis á internetinu þá má hann vera þar.. sick eins og hann er.

Tryggvienator, 26.5.2007 kl. 00:03

4 Smámynd: Árni Þór

Ég verð að vera sammála þér að þetta er langsamlega best auglýsta torrent sem inn á Istorrent hefur komið.  Þetta torrent hefði ef til vill verið sótt 10-20 sinnum, en eftir öfluga auglýsingaherferð þá endaði hann á að vera sóttur nálægt 700 sinnum.

 Vitanlega er þessi leikur sjúkur, nauðgun er afar ógeðfeldur glæpur.  En er mikið skárra að láta myrða sig?  Maður þarf ekki einu sinni leyta í hið stóra internet, það er hægt að fara í verslun á næsta eða þarnæsta götuhorni til að verða sér út um leiki þar sem þú fremur morð þér til dægrarstyttingar.  Leikir þar sem þú færð stig ef þú nærð að keyra yfir heilan nunnuhóp í einu, bónus fyrir að kæfa með plastpoka......

Svo ég endurtaki mig, þá er þessi leikur sjúkur.  En það er margt sjúkt til í þessum heimi og gangi okkur vel að koma í veg fyrir að allt þetta sjúka efni skoli upp á Íslands fjörur við og við.

p.s. Það er samt að minnsta kosti áhugavert að sjá hvernig siðferðisvitund mannsins hefur þróast í þá átt að morð sé fýsilegra til afþreyjingar en kynlíf (án nauðungar). 

Árni Þór, 26.5.2007 kl. 09:17

5 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Ég vil nú bara taka undir allt sem þú nefndir hér Þarfagreinir, það er orðið ljóst að fréttin snýst vart um leikinn sjálfan, heldur er verið að skjóta á IsTorrent. 

Gunnsteinn Þórisson, 26.5.2007 kl. 12:24

6 Smámynd: Agný

Þá hefur greinilega sjálfa vantað auglýsingu á leikinn..þetta er besta og ódýrasta auglýsingin fyrir leikinn....leka upplýsingum í fjölmiðlana og volia..... big business... skítt með það þó að hann hverfi smá stund af svæðinu því þegar hann kemur aftur þá pælir enginn í því..það var jú búið að banna hann..

Svona svipað dæmi og með lyfið Vioxx sem var tekið af markaði smá tíma vegna dauðsfalla af völdum þess en það olli hjartaáföllum...en á sama tíma gat fólk keypt lyfið í gegnum netl yfjabúðir.....

Þannig  að þetta er bara svona auglýsinga/sölu plott...

Agný, 27.5.2007 kl. 03:34

7 Smámynd: Þarfagreinir

Hvaða þá? Það er enginn að selja þennan leik á torrent.is - það er allt ókeypis þar. Og það er eiginlega allt of mikið af notendum þarna til að stjórnendurnir hafi einhverja ástæðu til að auglýsa svæðið sjálft ... og svo er það auðvitað líka sú staðreynd að fólk sem hefur aðgang að svæðinu fyrir þarf að bjóða öðrum aðgang að svæðinu; það er ekki öllum opið.

Styð sumsé þessa kenningu ekki. 

Þarfagreinir, 27.5.2007 kl. 15:31

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Eru þá stjórnendur torrent að gera þetta af eigin góðsemi? Borga þeir þá úr eigin vasa, lén, hýsingu og allt sem fylgir að reka svona stórt vefsvæði? Heitir þá stjórnin þeirra "All Saints"? Nei, Þarfagreinir, ég kaupi þína kenningu ekki. Það kostar að reka svona lagað og það veistu jafnvel og ég.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.5.2007 kl. 17:23

9 Smámynd: Þarfagreinir

Guðsteinn, auðvitað kostar þetta, en er þar með sagt að þeir græði af þessu? Einhvers staðar verða að koma tekjur, og ekki koma þær frá þeim sem nota þetta, nema nokkrum góðhjörtuðum sem henda í þetta einhverjum styrktaraurum. Reyndar veit ég ekkert um það hversu háar upphæðir þetta eru í heildina ... það er reyndar góð spurning.

Þarfagreinir, 28.5.2007 kl. 17:36

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt, þess vegna leyfi ég mér að efast um heilindi þeirra. Það getur hreint ekki verið að þeir séu að fórna sér fyrir almúgann: "that is not the Icelandic way". 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.5.2007 kl. 17:43

11 Smámynd: Þarfagreinir

Hehe ... ég skil þig alveg, enda finnst mér það ekki réttlætanlegt að verja þennan nauðgunarleik eins og alla vega einn stjórnandi reyndi að gera ... bara svo að það sé alveg á hreinu. Það er alla alveg ljóst að þessi viðbrögð voru mikill álitshnekkir fyrir Istorrent. Auðvitað hefði hið rétta verið að kippa þessu út um leið.

Þarfagreinir, 28.5.2007 kl. 17:50

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þess vegna eigum ég og þú að hætta að blogga um svona til þess að veita þeim ekki ókeypis auglýsingu. Er það ekki þarfi minn?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.5.2007 kl. 14:47

13 Smámynd: Þarfagreinir

Jújú - ég er hættur.

Þarfagreinir, 30.5.2007 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband