Og?

Ef fólk er að eyða of miklum tíma í eitthvað annað en vinnu, að mati stjórnenda, er best að reka það bara. Ekki satt?

Það gildir einu hvað það er sem fólk er að eyða tíma í; það ætti að koma biður á afköstum þess, og ef stjórnendurnir vita eitthvað hvað þeir eru að gera ættu þeir að geta mælt afköstin með einhverjum hætti. Mér finnst það vera svolítið að ráðast að birtingarformum vandans en ekki afleiðingum hans að sía út þær síður sem starfsfólk kemst í. Ef fólk vill eyða tíma í vitleysu mun það eyða tíma í vitleysu, þó að lokað sé á einhverjar tilteknar leiðir til að eyða tíma í vitleysu.


mbl.is Samskiptasíður eru fyrirtækjum dýrkeyptar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmmm, slæpast í vinnunni ?

Hver gerir svoleiðis ?

Hvæsi 12.9.2007 kl. 12:17

2 Smámynd: Sigurjón

Ekki ég!

Sigurjón, 12.9.2007 kl. 17:31

3 Smámynd: krossgata

Væri ekki nær að vinnuveitendur drægju svolítið úr vinnuálaginu og verkefnunum.  Ég hef bara næstum ekkert getað kíkt á bloggið í dag fyrir vinnu. 

krossgata, 12.9.2007 kl. 19:02

4 Smámynd: Einar Jón

Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þetta er fyrsta færslan af síðustu 10 á blogginu hjá þér sem er ekki rituð á "hefðbundnum" vinnutíma?

Einar Jón, 13.9.2007 kl. 08:48

5 Smámynd: Þarfagreinir

Nei Einar, þetta er bara tilviljun.

Og það er ekki vitleysa að blogga! Það er mjög ... afkastahvetjandi. Eða eitthvað.

Ég slæpist sjálfur aldrei í vinnunni.

Þarfagreinir, 13.9.2007 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband