Eðlilegar spurningar

Já, það er ekkert að því að spyrja eðlilegra spurninga.

Hér koma nokkrar slíkar.

Magnús Þór segir á bloggi sínu í dag:

Það var aldrei fyrirhugað að fara í byggingu á nýjum leikskóla og nýjum grunnskóla til að taka við flóttafólki. Þeir skólar áttu að taka við fólki sem flytti vonandi til bæjarins á næstu misserum frá öðrum stöðum á Íslandi til að búa á Skaganum og sækja þar vinnu.

Þannig að það eru sumsé til skólapláss og vinna fyrir fleiri Íslendinga á Skaganum?

Og fleiri Íslendingar væru sumsé alfarið velkomnir á Skagann, þrátt fyrir meint vandræði í velferðarkerfinu þar?

Hefur farið fram 'fagleg úttekt' á því hversu mörgum Íslendingum bærinn getur tekið á móti?


mbl.is Lýsa stuðningi við Magnús Þór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman að snúa útúr og taka hlutina úr samhengi.... er ekki annars þannig sem hrottar og fúlmenni fara að til að berja á lítilmagnanum?

Jón bóndi 24.5.2008 kl. 13:30

2 Smámynd: Þarfagreinir

Þú vilt þá kannski upplýsa mig það, í hverju meintur útúrsnúningur minn felst?

Þarfagreinir, 24.5.2008 kl. 13:34

3 Smámynd: Þarfagreinir

Jæja, skoðum þetta þá endilega í samhengi.

Þegar maður les greinargerðina sem olli öllu fjaðrafokinu, þá sést nokkuð skýrt að Magnús Þór eyðir mestu púðri í að tala um hversu mikið íbúum bæjarins hafi fjölgað, hversu útþanið velferðarkerfið er, hversu ótryggt atvinnuástandið er, og svo framvegis.

Nú er hann hins vegar búinn að skipta yfir í þann ham að þetta snúist alls ekki um að vísa fólki frá vegna þess að bærinn sé ekki í stakk búinn til að taka á móti fleira fólki, heldur vegna þess að erlent flóttafólk er svo gríðarlega öðruvísi en Íslendingar (tekið úr sömu bloggfærslu og tilvitnunin um skólana sem byggðir voru fyrir Íslendinga):

Allt tal um að flokka fólk við bæjarmörkin og segja „því miður getum við ekki tekið á móti fleira fólki“ er rökleysa. Það er reginmunur á flóttafólki sem er að koma úr fjarlægu og stríðshrjáðu landi, og öðrum sem flytja til bæjarins. Í þessu máli er lágmarkskrafa að kjörnir fulltrúar geri sér grein fyrir þessum mun því í honum er alvara málsins fólgin.

Magnús Þór hefur hins vegar aldrei svarað því sjálfur með fullnægjandi hætti í hverju þessi 'reginmunur' felst. Jú, vitaskuld talar fólkið ekki íslensku, og það er að mörgu leyti ögn meira krefjandi verkefni að til að mynda kenna krökkunum, en að kenna íslenskum krökkum, en eru þetta ekki allt hlutir sem má leysa, sé viljinn fyrir hendi? Ekki hef ég heyrt af því að bæir sem áður hafa tekið á móti flóttafólki hafi lent í teljandi vandræðum. Að hvaða leyti er Akranes öðruvísi?

Ég minni enn og aftur á að Magnús Þór virðist ekki sjá neitt að því að fá fleiri Íslendinga til bæjarins. Þetta snýst því, eins og hann segir sjálfur (þrátt fyrir fyrri skrif um húsnæðis- og atvinnuvanda), að mestu leyti um það að hann treystir því ekki að bærinn geti tekið á móti flóttafólki.

Sjálfan grunar mig að málið snúist bara einfaldlega um það að Magnús Þór vilji bara ekki erlent flóttafólk í bæinn, sama hvað tautar og raular - af hvaða sökum sem það er nú.

Af hverju þá ekki bara segja það hreint út, í stað þess að þæfa málið með tali um 'faglegar úttektir' og fleira í þeim dúr?

Þarfagreinir, 24.5.2008 kl. 13:56

4 identicon

Já.. það er spurning..

Dexxa 26.5.2008 kl. 12:05

5 Smámynd: Þarfagreinir

Ég hef ekkert meira að segja. Þetta held ég að sé líkkistunagli Magnúsar Þórs.

Stundum er leiðinlegt að hafa rétt fyrir sér. 

Þarfagreinir, 28.5.2008 kl. 15:51

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Magnús Þór er búin að vera í pólitíkinni..

Óskar Þorkelsson, 28.5.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband