Gengisfall Íslands og lausnirnar á því

Krónan er eilítið að styrkjast í dag. Það er æskilegt að sú þróun haldi áfram, og það sem lengst.

Núverandi ástand er nefnilega alls ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þegar maður horfir á þetta blákalt er staðan nefnilega sú að við Íslendingar erum orðnir fátæklingar í alþjóðasamfélaginu. Laun okkar duga núna um 40% skemur erlendis en þau gerðu um áramótin. Maður veigrar sér bókstaflega við því að skreppa út fyrir landssteinana - svo mikið tapast á því fjárhagslega núorðið. Ekki það að verðlagið hér innanlands sé eitthvað til að gleðjast yfir (og mun það tæplega skána á næstu mánuðum), en sá lífsstíll sem maður temur sér á ferðalögum er nógu dýr fyrir, þó ekki komi þar lágt gengi krónunnar til.

Ein leið til að bæta úr þessu væri að hækka launin, en það væri vafalaust skammgóður vermir. Líkt og verðhækkanir á neysluvörum myndi slíkt lítið annað gera en að ýta undir verðbólgu. Ójafnvægið yrði ekki leiðrétt með þeim hætti.

Kosturinn við þetta allt saman er að eitthvað virðist vera farið að draga úr þeirri gengdarlausu neyslu sem Íslendingar hafa tamið sér. Þannig hefur til að mynda innflutningur á bílum dregist verulega saman. Án efa er þetta hluti vandans - of mikið flutt inn, en of lítið flutt út. Verðmætasköpun hér á landi er fremur lítil, miðað við flest önnur nútímaríki.

Verst er þó að einu lausnirnar sem virðast vera í boði eru hálfkommúnískar stórframkvæmdir ríkisvaldsins í samstarfi við erlend risafyrirtæki, sem græða mest á ævintýrinu sjálf, en skilja ekkert annað eftir en einhverja brauðmola hér á skerinu. Má vera að brauðmolarnir séu tiltölulega stórir og feitir - en ég held að við eigum að geta gert betur. Hvar er frumkvæði og kraftur einstaklingsins, sem frjálshyggjumenn lofa svo mjög? Jú, það virðist helst vera að finna hjá hinum 'vonda' Jóni Ólafssyni, sem ætlar að flytja út íslenskt vatn ...

Einnig má nefna fyrirtæki á borð við Össur og Marel, sem hafa fundið leiðir til að breyta hugviti í peninga. Æskilegt væri að sjá meira af slíku hér á skerinu. Það þarf jafnvel ekki að fara það langt að framleiðslan sé nýstárleg eða framúrskarandi, eins og hjá þeim fyrirtækjum - lágmarkið er að framleiðslan sé íslensk. Að flytja inn súrál og bræða er eins frumstætt og það getur orðið. Þetta er sú karfa sem íslenska ríkisvaldið vill leggja öll sín egg í til frambúðar. Auðvitað er það áhyggjuefni að einstaklingsframtakið mætti alveg skila sér í fleiri fyrirtækjum sem leggja áherslu á iðnað, en ætli ríkisvaldið að skipta sér af því á annað borð, þá hlýtur það að geta látið sér detta eitthvað fleira í hug en samninga við álrisa.

Þetta er meðal þess sem Björk Guðmundsdóttir og félagar eru að tala um þessa dagana. Sumir virðast hins vegar hafa lítinn áhuga á að hlusta á það ágæta fólk, en senda því þess í stað háðsglósur um að tónleikar þeirra hafi nú verið fluttir með hjálp rafmagns, og að tónleikagestir hafi skilið eftir sig áldósir. Svo má auðvitað ekki gleyma að bæta því við að þetta fólk ferðast, eins og aðrir, í flugvélum gerðum úr áli. Því auðvitað verða allir þeir sem vilja ekki að hér sé virkjað í gríð og erg til að dæla niður álverum að hætta alfarið að nota rafmagn og ál til að vera marktækir í umræðunni - það segir sig vitaskuld sjálft.

Á Íslandi reynist nefnilega oft afskaplega erfitt að ræða einhver grundvallaratriði. Eins og ég hef oft bent á áður, þá fer umræðan þess í stað gjarnan út í flokkadrætti og skítkast. Fólk er annað hvort með eða á móti. Þetta er miður. Það á alveg að vera hægt að ræða það hvernig við viljum nýta hina hreinu orku okkar, og hversu mikið við viljum virkja, án þess að allir þeir sem eru mótfallnir stefnu núverandi valdhafa (því Samfylkingin virðist því miður engu ætla að breyta hvað þessu viðkemur) í þessum efnum séu úthrópaðir sem hræsnarar og afturhaldsseggir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

algerlega sammála þér Þarfagreinir.. ég vil td setja í reglugerð ríkisstjórnarinnar að ef álfyrirtæki vill staðsetja sig hér á landi þá er það gott og blessað ef sama fyrirtæki setur upp fullvinnslu á áli samhliða bræðslunni.. þá verður eftir alvöru peningur hér á landi en ekki bara molar..

Óskar Þorkelsson, 30.6.2008 kl. 15:14

2 Smámynd: Swami Karunananda

Alveg sammála þeim ummælum þínum að það reynist oft afar erfitt að fá Íslendinga til að ræða grundvallaratriði. Heimspekileg, yfirveguð, köld og hlutlaust hugsun verður oftast að víkja fyrir einhverri tilfinningamóðursýki sem ekki styðst við nokkur rök.

Ekki þó að nokkuð sé að tilfinningalífinu per se; það er á sér vissulega sinn óútskiptanlega sess í sálartetrinu. En án þess að tvinnast saman við fílósófíska skynsemi getur hinn emósjóneli faktor leitt okkur mjög afvega, rétt eins og hið gagnstæða: vitsmunir án tilfinninga. Hvorttveggja verður að rækta ef vel á að fara. En á því eru miklir misbrestir hjá flestu fólki, og ber hin yfirleitt ómálefnalega, vilhalla og hysteríska þjóðmálaumræða hér á Fróni þeim misbrestum ófagurt vitni.

Swami Karunananda, 30.6.2008 kl. 17:19

3 Smámynd: Swami Karunananda

Það má því segja (með óhefluðu orðfæri) að þjóðmálaumræðan hér á Íslandi fórni vanalega meginprinsípum fyrir tittlingaskít!

Pólitíkin hér á klakanum er alveg sérkapítuli í þessum sambandi. Það er eins og íslenskir stjórnmálamenn hafi það eitt að ófrávíkjanlegu mottói að vera aldrei sammála andstæðingum sínum í pólitíkinni, alveg sama hvað þeir segja.

"Ef hinir segja ´svart´ þá segjum við ´hvítt´; ef hinir segja hvítt þá segjum við ´svart´."

Sorglegt og aumkunarvert!

Swami Karunananda, 30.6.2008 kl. 18:13

4 Smámynd: Swami Karunananda

Úps! Tvær áberandi prentvillur í kommentinu  hér að ofan: þessum í stað þessu og hvítt í stað ´hvítt´.

Passa betur upp á prófarkalesturinn í framhaldinu áður en ég pósta kommentin.

Swami Karunananda, 30.6.2008 kl. 18:44

5 Smámynd: Þarfagreinir

Já, vel orðað hjá þér brósi. Þetta er leiðindatilhneiging, að láta allt snúast um tittlingaskít.

Það er líka leiðinlegt að geta ekki leiðrétt athugasemdir - það kannast ég vel við.

Þarfagreinir, 30.6.2008 kl. 22:34

6 Smámynd: halkatla

hlutirnir eru aldrei ræddir af viti hér á Íslandi og það þykir yfirleitt hinn versti dónaskapur að fara fram á það. En ég þakka fyrir þessa grein, ekki báru heilasellurnar mínar neinn skaða af henni, sei sei nei

halkatla, 1.7.2008 kl. 16:05

7 Smámynd: Sigurjón

Þetta er nú meira bullið í þér Þarfi.  Ef Björk ætlar að láta taka þetta náttúruverndarbull sitt alvarlega, væri nær að hún sýndi gott fordæmi og ferðaðist með almenningsþotu.  Fyrir utan nú það hvað hún er rosalega leiðinleg og tónlistin hennar sökkar.

Auk þess ferð þú hvort eð er aldrei út fyrir landsteinana, leiðindapúkinn þinn... 

Sigurjón, 2.7.2008 kl. 02:37

8 Smámynd: Þarfagreinir

Þetta er nú bara bull í þér sjálfum, Sjonni!

Þó ég sé ekki alltaf að hanga á einhverjum börum í Suður-Ameríku eins og þú, þá er ekki þar með sagt að ég fari aldrei út!

Þarfagreinir, 3.7.2008 kl. 18:46

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hef tekið eftir þessum hroka í SJ á fleiri bloggum ..

Óskar Þorkelsson, 3.7.2008 kl. 19:12

10 Smámynd: Þarfagreinir

Hehe - það er nú allt í góðu. Við erum ágætir vinir, og hann hefur gaman af því að stríða.

Þarfagreinir, 3.7.2008 kl. 19:57

11 Smámynd: Sigurjón

Halt þú kjafti Óskar og skiptu þér ekki af því sem þér kemur ekki við!

Hvenær eigum við svo að fá okkur í glas Þarfi? 

Sigurjón, 3.7.2008 kl. 22:34

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þarna opinberaðir þú þinn innri mann geri ég ráð fyrir Sigurjón, en hrokafull komment þín eru út um allt á blogginu.

ef þau eru öll grín, þá ertu afskaplega húmorslaus maður.. því svona grín skilur enginn. 

Óskar Þorkelsson, 3.7.2008 kl. 22:47

13 Smámynd: Alfreð Símonarson

Frábær færsla, þú hittir svo sannarlega á naglann

Við  höfum fengið að súpa úr því súra og dýra seyði sem álrisar eru að fá borgað fyrir. Leiðinlegt að vita af íslensku áli tætandi sundur börn af hendi bandaríkjanna. Olían, áliðnaðurinn, lyfjaiðnaðurinn... þetta eru hlutir sem eru í eigu sömu manna, þessir fámennu alþjóðabankar sem allir virðast vera skuldsettir upp yfir haus á lánum þeirra. Seðlabankinn hefur einmitt verið ötull í að breikka peningaflæðið til þeirra sem skuldsetja aðra.Við erum skilin eftir með sárt ennið og egumbara að kingja en frleyrri eru að vakna á kverjum degi.

Kær kveðja og lifi byltingin!
Alli

Alfreð Símonarson, 3.7.2008 kl. 23:03

14 Smámynd: Sigurjón

Óskar: Hvað heldur þú að þú sér fær um að dæma einn eða neinn ,,innri" mann útfrá nokkrum kommentum í bloggheimum?  Naumast hrokinn í þér.

Hvers ert þú svo umkominn að ákveða að svona ,,húmor" geti enginn maður haft? Ert þú húmorslögga alheimsins?  Það skyldi þó ekki vera að þú sért húmorslaus.

Sigurjón, 3.7.2008 kl. 23:17

15 Smámynd: Þarfagreinir

Mikið er leiðinlegt að sjá svona rifrildi á bloggsíðunni sinni. Geta ekki ök dýrin í skóginum verið vinir?

Þarfagreinir, 8.7.2008 kl. 20:11

16 Smámynd: Sigurjón

Ök dýrin?  Eru það Fúsi karta og moldvarpan í ,,Wind in the willows"?

<Springur úr hlátri>

Nei, það er bara svo gaman að rakka niður svona menn sem kalla aðra hrokafulla og húmorslausa, en eru það svo augljóslega mest sjálfir.  Ég valdi auk þess ekki vettvanginn fyrir rifrildið... 

Sigurjón, 8.7.2008 kl. 20:33

17 Smámynd: Þarfagreinir

Svakalega var þetta léleg stafsetningarvilla hjá mér!

Og þú fljótur að svara ...

Annars er Óskar fínn kall. Hann vill kannski fá sér í glas með okkur bara?

Næsta helgi væri annars fín í það mín vegna.

Þarfagreinir, 8.7.2008 kl. 20:34

18 Smámynd: Sigurjón

Gæti verið, gæti verið.  Reyndar er líklega þarnæsta betri fyrir mig...

Sigurjón, 8.7.2008 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband