Af reglugerðum

Dublinreglan skal hún heita. Það er klárt mál að menn hafa tekið sig til og kynnt sér hana. Það ákvað ég líka að gera. Fyrir aðra áhugasama er hana annars að finna hér.

Til að byrja með þá verður að viðurkennast að Björn Bjarnason hefur rétt fyrir sér, þegar hann segir að það sé derogation (Afbrigði? Orðið þýðir alla vega að víkja frá venju) að taka mál hælisleitanda fyrir í því ríki þar sem hann sækir um hæli, sé hann til að mynda með vegabréfsáritun frá öðru aðildarríki. Hér eru þær klausur úr reglugerðinni sem við eiga:

CHAPTER II

GENERAL PRINCIPLES

Article 3

1. Member States shall examine the application of any third-country national who applies at the border or in their territory to any one of them for asylum. The application shall be examined by a single Member State, which shall be the one which the criteria set out in Chapter III indicate is responsible.

2. By way of derogation from paragraph 1, each Member State may examine an application for asylum lodged with it by a third-country national, even if such examination is not its responsibility under the criteria laid down in this Regulation. In such an event, that Member State shall become the Member State responsible within the meaning of this Regulation and shall assume the obligations associated with that responsibility. Where appropriate, it shall inform the Member State previously responsible, the Member State conducting a procedure for determining the Member State responsible or the Member State which has been requested to take charge of or take back the applicant.

Lausleg þýðing og samantekt: Venjulega skal miðað við að eitt land, sem er ábyrgt samkvæmt nánar tilgreindum viðmiðum, skuli taka umsókn hælisleitanda til skoðunar. Annað er leyfilegt, en er þá svonefnt derogation.

Síðar koma viðmiðin:

CHAPTER III

HIERARCHY OF CRITERIA

[Fyrst koma klausur um fjölskyldustöðu - ef hælisleitandi á t.d. ættingja sem fengið hefur hæli í tilteknu landi skal það land vera ábyrgt fyrir því að skoða hælisumsókn viðkomandi]

...

Article 9

1. Where the asylum seeker is in possession of a valid residence document, the Member State which issued the document shall be responsible for examining the application for asylum.

2. Where the asylum seeker is in possession of a valid visa, the Member State which issued the visa shall be responsible for examining the application for asylum, unless the visa was issued when acting for or on the written authorisation of another Member State. In such a case, the latter Member State shall be responsible for examining the application for asylum. Where a Member State first consults the central authority of another Member State, in particular for security reasons, the latter's reply to the consultation shall not constitute written authorisation within the meaning of this provision.

Hið síðara er þá það sem á við í tilfelli Pauls Ramses, og líklega flestra hælisleitenda sem hingað koma. Erfitt er fyrir þá að koma hingað án þess að fá áður vegabréfsáritun í öðru aðildarríki - eða svo myndi maður ætla.

Ég reyndi einnig að komast að því hvaða stefnu önnur Evrópuríki fylgja í þessum efnum, en fann í fljótu bragði bara upplýsingar um stefnuna í Danmörku:

If, in accordance with the Dublin Regulation, the Immigration Service establishes that another EU country is responsible for an asylum application, the service will normally ask this country to assume responsibility for processing it. If the state in question agrees to do so, the asylum seeker will be transferred to that country for processing.

Af þessu má ráða að það er viðgefin venja hjá Dönum að senda hælisleitendur til þess lands sem er ábyrgt samkvæmt Dublinreglunni. Leiða má að því líkur að fleiri ríki stundi hið sama.

Það virðist því vera rétt, strangt til tekið, að Ísland sker sig ekki sérstaklega úr hvað beitingu reglugerðarinnar varðar. Þó skal á það bent að landfræðileg lega Íslands er afskaplega 'heppileg' hvað varðar það að reglugerðin gerir hælisleitendum í raun nánast ómögulegt að sækja um hæli hér.

Einnig hef ég fundið vísbendingar þess efnis að reglugerðin kunni að vera í endurskoðun - hún hefur alla vega verið gagnrýnd af ECRE (European Council on Refugees and Exiles):

Some states are denying access to an asylum procedure to individuals transferred under the Dublin system, thereby placing them at risk of refoulement;

Some states are increasingly using detention to enforce Dublin transfers;

The Dublin system is having a particularly harsh impact on separated children and on families by preventing people from joining their relatives;

Vulnerable applicants such as torture survivors are especially badly affected because of the widely differing reception conditions in EU states, including in relation to the provision of health care and psychiatric treatment;

Many states are not opting to use the sovereignty and humanitarian clauses to alleviate these problems, or are doing so in an inconsistent manner;

Applicants are often not being informed about the workings of the Dublin system where it might help with the identification of the responsible state, for example where they have family members present in another state;

States are failing to share information with each other which can also frustrate the quick and correct identification of the responsible state;

Most states do not guarantee a suspensive appeal right enabling individuals to challenge transfer under Dublin where mistakes have been made or where it would breach states’ obligations under international law.

Hið feitletraða er nokkuð sem ég myndi telja að eigi sérstaklega vel við í tilfelli Pauls Ramses og fjölskyldu. Það er nefnilega sitthvað að finna í reglugerðinni um mannúðarmarkmið, og þá sérstaklega það markmið að halda fjölskyldum saman.

Þessa klausu er að finna í fyrsta kafla reglugerðarinnar, þar sem markmið hennar eru reifuð:

(6) Family unity should be preserved in so far as this is compatible with the other objectives pursued by establishing criteria and mechanisms for determining the Member State responsible for examining an asylum application.

Ég hefði haldið að það bryti klárlega gegn 'fjölskylduheild' að taka föður frá nýfæddu barni sinni og konu ...

Síðar í reglugerðinni kemur mannúðarkafli, og þar stendur meðal annars þetta:

CHAPTER IV

HUMANITARIAN CLAUSE

Article 15

1. Any Member State, even where it is not responsible under the criteria set out in this Regulation, may bring together family members, as well as other dependent relatives, on humanitarian grounds based in particular on family or cultural considerations. In this case that Member State shall, at the request of another Member State, examine the application for asylum of the person concerned. The persons concerned must consent.

2. In cases in which the person concerned is dependent on the assistance of the other on account of pregnancy or a new-born child, serious illness, severe handicap or old age, Member States shall normally keep or bring together the asylum seeker with another relative present in the territory of one of the Member States, provided that family ties existed in the country of origin.

...

Ég fæ ekki betur séð en að báðar klausurnar, ekki síst sú síðari, eigi við í tilfelli Pauls Ramses. Eiginkona hans var jú ólétt hér á landi þegar hann sótti um hæli.

Ekkert er hafið yfir gagnrýni - ekki síst lög og reglugerðir.


mbl.is Enn engin kæra komin til dómsmálaráðuneytis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir góða greiningu.

Eva Hauksdóttir 9.7.2008 kl. 14:36

2 Smámynd: Neddi

Það er ágætis samanburður á notkun Dublinarreglunnar hjá Norðurlöndunum í Fréttablaðinu.

Svíþjóð - 36207 umsækjendur, 3709 sendir í burtu (10,24%)
Noregur - 6528 umsækjendur, 560 sendir í burtu (8,57%)
Danmörk - 2226 umsækjendur, 358 sendir í burtu (16,08%)
Finnland - 1434 umsækjendur, 311 sendir í burtu (21,68%)
Ísland - 42 umsækjendur, 16 sendir í burtu (38,09%)

Það er áberandi hvað Íslendingar (mis)beita Dublinarreglunni meira en nágrannalönd okkar.

Neddi, 9.7.2008 kl. 17:36

3 identicon

Hver í djöflinum les í gegnum þetta allt?

Gretzký 13.7.2008 kl. 20:08

4 Smámynd: Agný

Mikið rosalega væri mikið minna vesen ef að þetta væri eins í öllum löndum þegar að svona atvik eiga sér stað...Ætla ekkert að fara að minnast á einhverja politíkusa í þessu sambandi.....En ég held að sumir ráðandi eða "uppi á dekki "

Agný, 16.7.2008 kl. 02:56

5 Smámynd: Agný

mættu annað slagið fara "undir þiljur" svona til að vera inni í málunum þar..

Agný, 16.7.2008 kl. 02:57

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sæll kall,

Ég var að setja saman undirskriftarlista til stuðnings Ásmundar Jóhannssonar, sem ég mun svo afhenda stjórnvöldum þegar að því kemur.

Hann er að finna hér http://www.petitiononline.com/mod_perl/signed.cgi?asmundur 

Fyrirgefðu að þetta kemur greininni einni ekkert við, en ég veit að þú tekur vel í þetta.  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.7.2008 kl. 22:53

7 Smámynd: Quackmore

Þrátt fyrir að eiginkona Páls hafi verið ólétt hér á landi þegar hann sótti um hæli, þá hafði hún aðeins dvalarleyfi hér í 3 mánuði frá komu (en var/er löglega búsett í Svíþjóð) og hann því í raun að sækja um dvalarleyfi í öðru landi en eiginkonan var "búsett" í. Ef hún hefði haft stöðu flóttamanns hér á landi þá er mögulegt að útkoman hefði orðið önnur.

En hvers vegna hafði hann ekki sótt um dvalarleyfi í Svíþjóð á sama tíma og hún? Eða sótti hann um og fékk ekki? Veit það einhver? 

Quackmore, 18.7.2008 kl. 08:57

8 identicon

Já, ég veit það. Atieno sótti fyrst um dvalareyfi hér 2007 en fékk ekki svo hún fór til Svíþjóðar til bráðabirgða. Það var aldrei ætlun þeirra að búa í Svíþjóð.

Eva Hauksdóttir 18.7.2008 kl. 15:15

9 Smámynd: Quackmore

[Afsakaðu Þarfagreinir]

Eva: Af hverju sótti eiginmaður Atieno ekki um dvalarleyfi á sama tíma og hún? 

Þú segir að það hafi aldrei verið ætlun þeirra að búa í Svíþjóð, en er það raunverulega val þeirra sem sækjast eftir dvalarleyfi sem flóttamaður (með viðkomandi réttindum og skyldum) að velja hvaða land skuli taka á móti þeim? Ég held t.d. að þessar palestínsku konur sem áætlað er að komi hingað til lands, hafi bara verið á lista yfir flóttamenn sem svo hafi verið valið úr en ekki sjálfar bara krossað við Ísland sem ákjósanlegasta nýja heimalandið.

Ég veit að þetta er ekkert ákjósanleg staða sem þau Paul og Atieno eru í og mjög skiljanlegt að þau vilji frekar vera í landi þar sem þau þekki fólk, en maður verður líka að hafa í huga að það er munur á réttindum og tilætlunarsemi.

Quackmore, 20.7.2008 kl. 14:51

10 identicon

Rétturinn er sá að málið sé skoðað. Ég hef rökstutt það með pistlum á mínu bloggi og vísa í þá til frekari skýringa.

Eva Hauksdóttir 20.7.2008 kl. 23:10

11 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég hafði í raun komist að sömu niðurstöðu og þarfagreinir í niðurstöðu minni um þessi mál, þ.e.a.s. að veita ætti Paul Ramses hæli. Það var hins vegar ekki á forræði Útlendingastofnunar að gera það, heldur á dómsmálaráðuneytið að ákveða slíkar undantekningar frá meginreglunni eftir að málinu hefur verið vísað þangað.

Ákvæði um mannúðarsjónarmið eru sett inn reglugerðir til að nota þær við aðstæður sem þessar.

Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að við eigum alla jafna að nýta okkur að senda flóttamenn til þeirra landa, þar sem þeir tóku fyrst land innan ESB og þar sem þeir eiga að sækja um hæli, skv. ákvæðum reglugerðarinnar.

Það að gera undanþágu vegna sérstakra ástæðna í þessu tilfelli er ekki það sama og þetta gildi um alla, sem koma ólöglega inn í landið.

Ég er því í grunninn fylgjandi þröngri túlkun á ákvæðum sem þessum, því annars lendum við fyrr eða síðar í tómum vandræðum með okkar útlendingapólitík.

Með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi verður maður því miður stundum  að taka eina og eina óvinsæla ákvörðun og ekki gefa eftir. Það á þó ekki við í tilfelli Paul Ramses.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.7.2008 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband