Tónlistarvefsíða?

Síðast þegar ég vissi þá var MySpace svokölluð 'social networking' síða (félagsnetssíða?); það er að segja vefsvæði sem er í raun samfélag þar sem notendur eiga sér sínar síður og tengjast hver öðrum vinaböndum. Má vera að meðal annars noti hljómsveitir og tónlistarmenn MySpace til að tengjast fólki og koma sér á framfæri, en mér þykir ansi fráleitt að kalla MySpace 'tónlistarvefsíðu'.

Annars vissi ég ekki að Murdoch ætti MySpace. Veldi hans virðist gríðarlegt. 


mbl.is Vilja hlut í Yahoo! fyrir MySpace
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Opnaði einmitt þessa frétt þegar ég rakst á þetta fagra orð, tónlistarvefsíða... Af hverju geta fréttamenn moggans ekki kynnt sér hluti áður en þeir tjá sig... Þykir það ekki nógu fínt lengur?

Dídí 25.6.2007 kl. 14:38

2 identicon

Ég held að fréttamenn Mbl.is séu nokkuð vel upplýstir því síðast þegar ég vissi byrjaði Myspace sem síða fyrir hljómsveitir og tónlistarmenn til að koma sér á framfæri. Þeim einum var fært að halda úti vefsvæði þar í langan tíma. Það var svo í kjölfar mikilla vinsælda síðunnar að hún var þróuð enn frekar og nú geta einstaklingar og jafnvel fyrirtæki haldið úti vefsvæðum á Myspace. Þar er einnig mjög stór atvinnumiðlun, svæði fyrir grínista og svo er einnig hægt að hlaða upp myndböndum sbr. Youtube. Því er ekki hægt að kalla Myspace félagsnetsíðu, hún er svo miklu meira en það. En tónlistarvefsíða er hún  og hefur alltaf verið. Þið ættuð kannski að kynna ykkur hlutina betur sjálf.

Páll 25.6.2007 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband