17.8.2007 | 12:49
Snilldin heldur áfram
Villi Vínbúðarskelfir tekur undir ruglið í Binga Bjórdósabana heilshugar; að það sé bráðnauðsynlegt að Vínbúðirnar hætti að 'auka aðgengi að áfengi' með því að hætta að selja bjór í stykkjatali - og gengur skrefi lengra með því að leggja til að Vínbúðin í Austurstræti verði kannski bara lögð niður með öllu! Allt vegna einhvers meints áreitis frá rónum í kringum téða Vínbúð.
Í hvaða borg búa þessir menn eiginlega? Ég hef aldrei nokkurn tímann heyrt neinn einasta mann kvarta yfir einhverju áreiti frá rónum í miðbænum áður, og ekki sé ég neinn fulltrúa almúgans taka undir þetta núna heldur. Þvert á móti virðist fólk vera sammála um að rónarnir eru í raun fáum til ama - og einhvers staðar verða jú vondir að vera, er það ekki? Eða telja þessir herramenn í borgarstjórninni kannski að rónarnir muni bara verða ósýnilegir ef Vínbúðinni í Austurstræti verður lokað? Miðað við þeirra stórbrenglaða hugsanagang, eins og hann endurspeglast í þessum arfavitlausu hugmyndum þeirra, gæti ég svei mér þá vel trúað að svo væri.
Þetta er því rugl á tvennan hátt. Í fyrsta lagi er verið að reyna að leysa vandamál sem ekki er til staðar, og í öðru lagi er verið að leysa þetta tilbúna vandamál með frámunalega vanhugsuðum hætti.
Farið nú að taka ykkur saman í andlitinu, piltar - og ég held að ekki sakaði ef þið fengjuð ykkur smá gönguferð í borginni sem þið eruð að reyna að stjórna, og kannski tala við nokkra íbúa hennar í leiðinni ... svona til að öðlast einhvern lágmarksskilning á því hvar hin raunverulegu vandamál eru að finna. Ég hef þó færri hugmyndir um hvernig þið getið öðlast visku til að taka á þessum vandamálum með skynsamlegri hætti, en vonandi finnið þið eitthvað út úr því.
En annars varðandi rónana - hvernig væri að koma með einhverjar hugmyndir um hvernig má koma þeim af götunum og hjálpa þeim, í stað þess að tala um þá eins og einhvern rottufaraldur sem þarf að sópa undir teppið og vernda 'góðborgarana' fyrir?
Vill vínbúðina burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr! Heyr!
Þessi hugsunarháttur hjá Vila og có minnir á þennan klassíska karlrembu-kristna-vandlætingar anda sem við könnumst við hjá replúblikönunum vestanhafs. Rónarir eru augljóslega til truflunar í sjónsviði Villa þegar þeir hann arkar um ríki sitt, og því best að stugga svolítið rækilega við þeim því þeir hafa blessaðir víst ekki sama réttinn og við hin til að slóra á Austurvelli.
Og auðvitað er þá gripið til þess að banna og boða, og í þetta skiptið lætur hæstvistur borgarstjóri sér detta í hug að svipta alla íbúa miðborgarinnar, með tölu, þeirri þjónustu að geta keypt vín í sínu næsta nágrenni.
Promotor Fidei, 17.8.2007 kl. 14:02
Þetta svo mikið rugl að það er ekki fyndið. Hvernig dettur fullorðnum manni í hug að láta svona frá sér??
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.8.2007 kl. 14:22
Framsóknarmennskan í sjálfstæðisflokknum er alltaf söm við sig.. mesti afturhaldsflokkur landsins..
Óskar Þorkelsson, 17.8.2007 kl. 14:33
Hvurnin er það, Þarfagreinir. Er ekki kominn tími á nýtt framboð til borgarstjórnar? Ég hef lengi haft þann draum undir belti að gera tilraun með alvöru frelsisflokk í borginni, sem hefur það eitt að markmiði að lækka skatta, minnka ítök og umsvif borgarinnar, og veita fólki frelsi til verslunar og athafna hvort heldur menn vilja selja vín í kjörbúðum, halda klámráðstefnur eða drekka knæpubjórinn sinn undir húsvegg fallega sumarnótt.
Mig langar að sjá flokk sem byrjar með hreinan skjöld, laus við hagsmunatengsl við hinar og þessar valdablokkir, og laus við ungliða-útungunarapparat og goggunar-ferli sem vinsar út alla nema þá allra valdagráðugustu og ósvífnustu.
-Flokk sem ekki stólar á hjörð af "sjálfboðaliðum" sem í von um greiða safna félagsgjöldum, og halda kosningavökur. Flokk sem einfaldlega er skipaður góðu fólki með skýr markmið. Flokk sem stendur og fellur með hugsjónunum.
Ætli það sé ekki hljómgrunnur fyrir alvöru hægriflokk í borgarstjórn? (og kansnki á þingi líka?), Flokk sem kannski veit að hann veit ekki best, en veit þó nógu vel til að sjá að borgarbúum sjálfum er best treystandi til að ráða peningum sínum og athöfnum sjálfir.
Promotor Fidei, 17.8.2007 kl. 16:59
Þetta er bara skýrt dæmi um raunveruleikatengingu Villa topps og Binga , 6,3% mannsins sem er valdamestur í borginni. Vandamálin á að leysa þannig að færa þau úr augsýn. Snilldarpólitík alveg eins og þegar Villi fékk galla lánaðan hjá slökkviliðinu og upplifði sig sem eitilharðan leiðtoga stappandi stálinu í borgarbúa eftir brunann. Hvað situr eftir af orðum hans þar? Þetta er bara gjamm til að vekja á sér athygli og sýnast vera að sinna vinnunni. En þar skilst mér að Bingi sé duglegur við bloggið.
Ævar Rafn Kjartansson, 17.8.2007 kl. 20:36
Haha! Þarfagreinir í hægriflokki! Haha! <Hlær óstjórnlega>
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 17.8.2007 kl. 21:04
Villi vínbúðarskelfir og Bingi bjórdósabani og félagar. Kemur út á dvd í sjálfsafgreiðsluverslun nærri þér, ábót á pylsulpakkann. Bjórdósaklippur og vínbúðarlyklar fást brátt í öllum betri leikfangaverslunum. Við hliðina á Latabæjardótinu.
krossgata, 17.8.2007 kl. 21:21
Þarna hittir Þarfagreinirinn naglann á höfuðið sem endranær.
Hugmyndir Villa eru dæmigert tuð í fólki sem hefur aldrei séð bæinn nema þann stutta spöl sem þeir ganga frá bílastæðinu og inn og er dauðhræddast við að þurfa að sjást í námunda við óþveginn skrílinn.
Elías Halldór Ágústsson, 19.8.2007 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.