Hví?

Hvað með það þó að einhverjum Múslimum í Múslimaríkjum mislíki það að í sænsku blaði birtist fíflaleg mynd af Múhammeð? Hvað angrar það þá þó hinir trúlausu fari ekki eftir boðskapnum? Ég hef aldrei fengið fulla skýringu á því af hverju þetta er svona hrikalega viðkvæmt mál meðal Múslima. Venjan er nefnilega sú að kennisetningar nái bara yfir þá sem aðhyllast trúna; það eru þeir sem hafa gefið ákveðin fyrirheit og trúa á Guðinn sem mun refsa þeim ef þeir hlýða ekki. Hinir trúlausu eru hins vegar glataðir (í augum hinna trúuðu) alveg óháð því hvað þeir gera. Svo hví að mótmæla svona kröftuglega þó að þeir brjóti trúarsetningarnar?

Nei, ég skil þetta ekki alveg fyllilega, og þetta virðist vera atriði sem er aldrei útskýrt. 


mbl.is Reinfeldt fundar með sendiherrum múslímaríkja vegna skopmyndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þessu er ég svo sannarlega sammála. 

Óskar Þorkelsson, 6.9.2007 kl. 17:38

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.9.2007 kl. 18:26

3 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Auðvitað á ekki að taka mark á því þegar múslímar reyna að ritskoða blöð og fólk, sama hvar er. Þeir eru litlu skárri en biskupinn okkar!

Brynjólfur Þorvarðsson, 6.9.2007 kl. 21:01

4 Smámynd: Swami Karunananda

Þarna verð ég að segja að þú hafir hitt naglann á höfuðið. Ekki annan spænskan rannsóknarrétt!

Swami Karunananda, 6.9.2007 kl. 21:10

5 Smámynd: Sigurjón

Nei, hvað þá sænskan!

Sigurjón, 8.9.2007 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband