Marklaus siðanefnd

Vísar nefndin til þess, að fréttastofa Sjónvarps teldi sig hafa traustar heimildir fyrir þeirri fullyrðingu, að sumir mótmælendur fengju greitt fyrir að vera handtekin af lögreglu. Siðanefnd hafi ekki forsendur til að meta trúverðugleika heimilda Ríkissjónvarpsins enda hafi ekki verið lögð fram frekari gögn um efnið. Þar standi orð gegn orði.

...

Þá segist siðanefnd telja mikilvægt, að talsmanni Saving Iceland hafi verið gefinn kostur á að greina frá sjónarmiðum sínum strax og fullyrðingin var sett fram og leiðrétta það sem hann taldi rangfærslur fréttatstofunnar [svo]. Sjónarmið samtakanna hafi verið ítrekuð með viðtali síðar sama kvöld. Þá hafi kröfu um leiðréttingu einnig verið komið á framfæri í fréttatíma tveimur dögum síðar. Að mati siðanefndar hafi sjónarmið samtakanna því komið nægilega vel fram í umfjöllun fréttastofunnar.

Hér er siðanefndin ekki sjálfri sér samkvæm, ef tekið er mið af nýlegum og alræmdum úrskurði hennar í kærumáli Jónínu Bjartmarz vegna umfjöllunar Kastljóss um ríkisborgararéttinn sem hugsanlega væntanlegri tengdadóttur hennar var veittur. Ég man nefnilega ekki betur en að Jónínu hafi þar verið gefinn góður kostur á að koma sínu sjónarhorni á framfæri. Allar rangfærslur (sem voru smávægilegar) voru síðan leiðréttar. Það eina sem gerði Jónínu sjálfa tortryggilega var þessi tenging hennar við stelpuna, sem var gegnumgangandi staðreynd. Þar þurfti enga fréttamenn til að túlka hlutina. Aðalbrotið, að mati siðanefndar, virtist hafa verið að Kastljós skuli hafa vogað sér að fjalla um málið yfir höfuð.

Í tilfelli Saving Iceland er hins vegar um að ræða fullyrðingar sem Saving Iceland segir vera uppspuna frá rótum, en siðanefnd telur það í góðu lagi, þar sem Sjónvarpið 'taldi sig hafa góðar heimildir'. Siðanefnd nennir hér ekki að meta trúverðugleika heimildanna sjálf (þó hún hafi augljóslega kafað ofan í kjölinn á umfjölluninni um Jónínu), og segir hér standa orð á móti orði. Það er nefnilega svo vönduð og siðleg fréttamennska; að henda fram fullyrðingum og leyfa síðan bara böstörðunum að afneita þeim ... ekki satt?

Já, ég get ekki annað en ályktað að það er augljóslega munur á Jónínu og séra Jónínu hér á skerinu.

VIÐBÓT:

Ég ákvað að finna fréttirnar sem vísað er til á vef RÚV. Þarna kemur klárlega fram að um ónafngreinda heimildarmenn var að ræða:

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item164804/

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item165060/ 

Eftir stendur sumsé að siðanefndin telur það í fínasta lagi að fréttastofa hendi fram meiðandi fullyrðingum sem fengnar eru frá ónafngreindum heimildarmönnum, svo lengi sem þeir sem fyrir ásökunum verða fái færi á því að afneita þeim, og svo lengi sem fréttastofan telji sig hafa góðar heimildir.

Ég spyr því í fullri alvöru: Af hverju var umfjöllunin um 'ríkisborgaramálið' þá svona ósiðleg? Í hverju liggur munurinn?


mbl.is Sjónvarpið braut ekki siðareglur í umfjöllun um mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Siðanefndin er greinilega ekki skv. sjálfri sér.

Sigurjón, 10.11.2007 kl. 04:19

2 Smámynd: halkatla

mikið rétt hjá þér, einsog vanalega

halkatla, 10.11.2007 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband