Góðar fréttir

Þetta er fyrsta vísbendingin sem ég sé í þá veru að Sjálfstæðismenn í borginni taki kjósendur sína alvarlega og virði þeirra vilja. Það dugir ekki til langframa að kvarta yfir því að allt sé andstæðingunum að kenna - fyrr eða síðar verður maður að líta í eigin barm.

Reyndar var þeim líklega ekki stætt á öðru en að velja Hönnu Birnu sem arftaka Ólafs F. Annað hefði verið lítið annað lokanaglinn í þá líkkistu sem borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna hefur verið afskaplega iðinn við að smíða sér undanfarin misseri. Nú fær hann hins vegar gálgafrest, og annað tækifæri til að endurvinna sér traust kjósenda - hversu erfitt sem það kann að reynast.

Þessi niðurstaða hlýtur hins vegar að vera Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni sár vonbrigði. Ekki var nú borgarstjóraseta hans löng né farsæl, og nú er fyrirséð að hann muni aldrei fá tækifæri til að bæta þar úr. Það er hins vegar þannig með þetta blessaða pólitíska traust - þegar það er farið, þá er afskaplega erfitt að endurheimta það. Einu gildir hvað olli, eða hvort það var sanngjarnt. Vilhjálmur er rúinn trausti, hvort sem honum líkar það betur eða verr. Þá dugir lítið annað en að stíga til hliðar. Reyndar má færa sterk rök fyrir því að hið sama hefði flokkurinn allur átt að gera þegar fyrri meirihlutinn sprakk (í stað þess að rjúka til og mynda nýjan og veikan meirihluta um leið og tækifæri gafst), en það er allt önnur og lengri saga.

Annars vorkenni ég nú mest aumingja myndhöggvaranum ...


mbl.is Hanna Birna verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er ekki sammála þér að þessu sinni.. það tók sjálfstæðismenn óratíma til þess að taka til í skítnum heima hjá sér.. Hanna Birna er bara illskásti kosturinn.. en alls ekki góður kostur.. bendi á blogg mitt um sama málefni.

Óskar Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 18:08

2 Smámynd: Þarfagreinir

Ég er sammála því að hún var illskásti kosturinn, enda var þeim varla stætt á öðru en að velja hana, eins og ég sagði í færslunni.

Málið er hins vegar að ég átti allt eins von á að það yrði ekki niðurstaðan - þess vegna kom þessi frétt mér þægilega á óvart, og því kalla ég hana góða.

Svo verður maður líka að reyna að vera jákvæður svona stundum ...

Þarfagreinir, 7.6.2008 kl. 18:13

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já rétt hjá þér kannski var ég óþarflega harðorðu gangvart þessum greyjum ;)

Óskar Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 18:29

4 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Ég finn að Pollýanna svífur yfir vötnum

LKS - hvunndagshetja, 8.6.2008 kl. 08:56

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Illskársti kosturinn, segið þið!

Líklega hefði það verið óráð að hafa þarna fordæmi Snæfríðar biskupsdóttur úr Íslandsklukku Laxness og segja: "Heldur þann versta en þann næstbesta." 

En nú er hafinn kafli hjaðningavíga í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. Enginn á sig vísan sigurvegara þar að leikslokum.

Árni Gunnarsson, 14.6.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband