Sögufölsun?

"Sögufölsun", æpa sumir nú.

Fyrir mér er þetta hins vegar ósköp einfaldlega svona:

1) Bókin fjallar væntanlega að miklu leyti um tengsl forsetans við útrásarævintýrið, og hans óbilandi trú á því.

2) Í formála og eftirmála er þá væntanlega vikið töluvert að útrásarævintýrinu. Þegar bókin var skrifuð var hún á blússandi siglingu, og er henni þá væntanlega lýst svo í bókinni.

3) Þar sem útrásin er nú svo gott sem hrunin, þá væri heldur hjákátlegt að gefa út bók þar sem hún er sögð vera í góðum gír. Þar sem bókin er ekki komin út gefst enn tækifæri til að uppfæra þetta.

4) Höfundur leggur sérstaka áherslu á að engu verður breytt  varðandi það hvað Ólafur Ragnar lætur hafa eftir sér sjálfur í bókinni - og að einungis formála og eftirmála verði breytt. Hvar er þá rúm til að hagræða sögunni? Í persónulegum túlkunum höfundar í formála og eftirmála? Það yrði þá heldur rýr 'fölsun'.

5) Því er ekki um sögufölsun að ræða, heldur er einfaldlega verið að skrifa söguna um leið og hún gerist. Mér er skapi næst að halda því fram að bókin væri sögufölsun ef hún hefði ekki verið uppfærð, en það er hugsanlega fullmikill útúrsnúningur, þó skondinn sé.

Þeim sem enn velkjast í vafa bendi ég síðan á að bíða með blammeringar þar til bókin kemur út.


mbl.is Segir bók ekki hafa verið afturkallaða úr prentsmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er hið sérkennilegasta mál.

Sigurjón Þórðarson, 16.10.2008 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband