En byltingarkennt

Það er sumsé í alvöru mat Sjálfstæðismanna í Reykjavík að ein besta leiðin til að auka tekjur borgarsjóðs er að fjölga borgarbúum! Ég man að þeir spiluðu stöðugt þá plötu þegar Reykjavíkurlistinn var við völd að það væri gríðarlegt vandamál að fólk væri að flytja frá Reykjavík yfir í nærliggjandi byggðir. Ég hélt alltaf að þetta væri einungis orðagjálfur í þeim tilgangi að koma ódýru höggi á Reykjavíkurlistann. Nú er hins vegar ljóst að full alvara var þarna að baki. Hin byltingarkennda lausn Sjálfstæðismanna er sumsé einfaldlega að fjölga borgarbúum. Hvílík snilld.

Nú hef ég bara eina spurningu: Er virkilega skortur á fólki sem vill flytja til Reykjavíkur? Það kemur meira að segja fram í fréttinni að borgarstjóra er fullkunnugt að borgarbúum fjölgar! "Vandinn" er bara sá, að mati hans og félaga hans, að þeim fjölgar hægar, hlutfallslega, en íbúum til að mynda Kópavogs og Hafnarfjarðar. Æ, æ. En hræðilegt. Við verðum að fjölgja Reykvíkingum hraðar! Skiptir engu þó að samanburðurinn sé hlutfallslegur; það er prósentutalan sem gildir! Ef Kópavogsbúum fjölgar um 1% verður Reykvíkingum að fjölga um 1% líka! Heiður Reykvíkinga er í veði!

Að hinni rakalausu þvælu að miða við prósentutölur slepptri, þá verð ég að leyfa mér að setja fram efasemdir um að fjölgun borgarbúa sé einhver töfraformúla. Hvað með kostnaðinn að baki hverjum íbúa? Ég hefði haldið að hann myndi vega aðeins upp á móti auknum tekjum; að línulegt samband væri milli tekna og útgjalda hjá borginni. Eða er það virkilega svo að Reykvíkingar borga meira í opinbera sjóði en þeir fá til baka? Ef svo er þá vil ég fá eitthvað af þessu til baka, takk!


mbl.is Nauðsynlegt að fjölga borgarbúum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Guðrún Gunnarsdóttir

Hverning væri að hysja upp um sig buxurnar og hugsa um þá sem að eru til. það er sko ekki öll vitleysan eins.

Lára Guðrún Gunnarsdóttir, 21.3.2007 kl. 12:17

2 Smámynd: Einar Jón

Það er bannað (eða a.m.k. ó-íslenskt) að muna hvað var sagt fyrir kosningar.

Ertu kannski kommúnisti?

Einar Jón, 25.3.2007 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband