Tópasbaráttan

Ég sá í fréttum RÚV að hópur mótmælenda sá ástæðu til að setja út á að Nói Síríus hafi ákveðið að auglýsa Tópas sérstaklega í dag undir formerkjum 1. maí og verkalýðsbaráttunnar.

Ég verð að segja að ég er eiginlega sammála þessu. Mín fyrstu viðbrögð við að heyra Tópasauglýsingu af þessu tagi í útvarpinu í dag voru að þetta væri bjánalegt. Vissulega er þetta bjánalegt, en við nánari tilhugsun komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta er líka ósmekklegt, og enn eitt dæmið um hversu litlu máli 1. maí er farinn að skipta allt of marga. Að fyrirtæki skuli ákveða að auglýsa vöru sína á skopkenndan hátt með því að snúa verkalýðsbaráttunni upp á vöruna er eiginlega tímanna tákn. Ekki það að mér finnist við lifa á svo hræðilegum tímum, en það er ýmislegt í þjóðfélaginu sem betur mætti fara.

Algeng mótrök við svona vangaveltum eru að fólk hefur það allt bara svo assgoti fínt hérna þessa dagana. Að það þurfi í raun enginn að 'berjast' fyrir sínum kjörum. Þetta er rangt. Vitaskuld hafa kjör mjög margra batnað gríðarlega undanfarna áratugi, en það er staðreynd að allt of margir hafa setið eftir. Að nota baráttu þessa fólks til að selja einhverja ónauðsynjavöru er bara ekkert sniðugt, finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

nákvæmlega

halkatla, 1.5.2007 kl. 20:38

2 identicon

Verður það Góu næstu páska?

Jón 2.5.2007 kl. 00:12

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Eingaði Vodafone sér ekki 17. júní einu sinni? Það varð harðlega gagnrýnt þá og nú kemur þetta uppá daginn aftur! En satt að segja fæ ég bara vindverki við að hugsa um Tópas .... úfffff... þannig þeir hefðu alveg mátt sleppa þessu á þessum vindmikla degi.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.5.2007 kl. 17:31

4 Smámynd: Þarfagreinir

Hehehe - mér finnst Tópas reyndar ágætt.

Þarfagreinir, 2.5.2007 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband