Spurningum enn ósvarað

- Hvað eru umsóknir af þessu tagi raunverulega lengi að meðaltali að fara í gegnum kerfið?

- Hversu margar þeirra tók skemur en, segjum, einn mánuð að afgreiða?

- Hvað þýðir 'skert ferðafrelsi', svona venjulega? Eru engar skilgreiningar til á því?

- Hvernig er sundurliðunin á því hverjir þeirra sem fengu ríkisfang eru fæddir á Íslandi, eiga íslenskt foreldri, eða íslenskan maka, og hver er fylgnin milli þessara og annarra þátta, svo sem lengd búsetu og ástæðum sem tilgreindar eru í umsókninni?

- Af hverju var umsóknum fólks sem var mun nær því en guatemalíska stúlkan að uppfylla skilyrði til ríkisfangs, samkvæmt öllum viðmiðum sem gefin hafa verið upp opinberlega, hafnað?

- Af hverju veifaði Jónína skjölum um mannréttindabrot í Guatemala í Kastljóssþættinum góða? 

- Af hverju sá Bjarni Benediktsson ástæðu til að gefa í skyn að Sigurjón Þórðarson hefði logið því að hann hafi leitað til Bjarna persónulega, þegar Sigurjón hafði aldrei sagt neitt í þá veru?

Og síðast en ekki síst:

- Á að gera einhverjar breytingar yfir höfuð á þessu kerfi, sem fjöldi landsmanna ber nú afar takmarkað traust til, í kjölfar þessa máls?


mbl.is Kastljós svarar Jónínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem stendur upp úr er að á meðan þorra landsmanna finnst þetta óeðlileg afgreiðsla, þá virðist Jónínu þykja þetta hin sjálfsagðasta framvinda mála og að engin ástæða sé að kanna þetta mál. Hvar setur það hana?

gummih 3.5.2007 kl. 14:31

2 Smámynd: halkatla

ég er svo hneyksluð ennþá, endilega haltu áfram að spyrja þessara spurninga

halkatla, 3.5.2007 kl. 19:02

3 Smámynd: Einar Jón

Þetta hef ég einmitt verið að benda á hjá tveimur hægrisinnuðum bloggurum.

Svo er fleiri spurningar: Ef allt var eðlilegt í málinu. Af hverju er þá þessi leynd á öllu? Geta þeir ekki gefið Sigurjóni Þ. aðgang að skjölunum? Geta þeir ekki nefnt eitt svipað fordæmi?

Og Bjarni benti sérstaklega á það í Kastljósinu að hún hefði ekki öll fylgiskjöl við umsóknina s.s. meðmæli.  Var Jónína (eða aðrir fjölskyldumeðlimir) kannski meðmælandi? Ef ég væri í sporum "Guatemalamera" hefði ég alla vega beðið reynsluboltann Jónínu fyrsta af öllum um meðmæli. Allir í nefndinni ættu að þekkja hana, svo hennar meðmæli myndu vega þungt. Jónína sagðist ekkert hafa beitt sér nema sem ráðgjafi við gerð umsóknarinnar. Mér finnst frekar óeðlilegt ef hún skrifaði ekki meðmæli fyrir tilvonandi tengdadóttur sína?

Einar Jón, 3.5.2007 kl. 20:24

4 Smámynd: Þarfagreinir

Ef hún gerði það ekki, þá er mér illa brugðið. Gaman væri að fá að vita hver skrifaðið meðmælin. En það er væntanlega líka enn eitt trúnaðarmálið.

Þarfagreinir, 4.5.2007 kl. 22:00

5 Smámynd: Quackmore

"Skerta ferðafrelsið" er til Bretlands. Fólk frá Guatemala getur komið hingað til lands án áritunar og má "dvelja í allt að þrjá mánuði inn á Schengensvæðinu án vegabréfsáritunar. Samanlögð dvöl á Schengensvæðinu má ekki fara yfir þrjá mánuði á sex mánaða tímabili." [www.utl.is]

Stúlkan þurfti því ríkisborgararétt hér til að geta farið í nám til Bretlands með kærastanum. 

Quackmore, 6.5.2007 kl. 21:04

6 Smámynd: Þarfagreinir

Já ... kerfið er alveg einstaklega rotið að mörgu leyti - það kemur alltaf betur og betur í ljós.

Gullfiskaminni Íslendinga virðist hins vegar vera í þann mund að valda því að þetta mál mun hverfa úr hugum fólks, þannig að því miður tel ég harla ólíklegt að nokkur breyting verði gerð á því í fyrirsjáanlegri framtíð.

Þarfagreinir, 7.5.2007 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband