9.5.2007 | 11:46
Einmitt það já
Þá værum við ekki í EES, hefðum ekki lækkað skatta, ríkisfyrirtæki hefðu ekki verið seld o.s.frv."
Gaman, gaman ... hér er margt til að rífa í tætlur:
Það er ómaklegt rugl hjá Geir að halda því fram að við hefðum ekki gengið í EES ef Sjálfstæðisflokksins hefði ekki notið við. Allir vita að það var ætíð Alþýðuflokksformaðurinn Jón Baldvin sem gekk hvað harðast fram í því að koma Íslandi í EES. Reyndar er stjórnmálaferils hans einna helst minnst fyrir þetta. Svona sögufalsanir eru engan veginn trúverðugar.
Varðandi skattalækanirnar, þá fagna ég þeim bara engan veginn. Ég vil ekki borga lægri skatta þegar ég veit að þá þarf að skera niður í mikilvægum hlutum eins og heilbrigðisþjónustu, velferðarkerfi og menntun. Þar að auki hafa skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins, líkt og skattalækkanir Bush og félaga, fyrst og fremst komið hátekjutekjufólki til góða. Þó ég sé ekki tekjulítill, þá get ég ekki glaðst yfir því að þeir sem eru tekjuminni skuli ekki njóta blessunar Sjálfstæðisflokksins í jafn ríkum mæli og ég sjálfur. Ég þarf ekki á neinu að halda frá ríkinu - það eru hinir verr settu þem þurfa þess.
Sala ríkisfyrirtækja er síðan góð hugmynd - ef það er ekki gert með þeim hætti að einkavinir stjórnmálamanna, eða stjórnmálamennirnir sjálfir, hagnist gríðarlega á því. Finnur Ingólfsson og co., anyone?
Horfið yrði af þeirri framfarabraut sem við erum á" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já - hækkun persónuafsláttar er besta leiðin til að minnka skattbyrðina þannig að hún komi hinum lægra launuðu frekar til góða. Með því að skattprósentan sjálf er lækkuð þá græða hinir tekjuhærri hins vegar meira - það er bara einfalt reikningsdæmi. Persónuafslátturinn hefur síðan algjörlega dregist aftur úr. Ekki beint skemmtileg blanda fyrir láglaunafólkið.
Núna röflar Sjálfstæðisflokkurinn reyndar eitthvað um það að hann ætli sér nú aldeilis að hækka persónuafsláttinn, en á meðan flokkurinn hefur ekkert gert til að passa að hann haldi í við verðlagsþróun öll þessi 16 ár sem hann hefur verið við völd, þá tel ég hæpið að treysta því að þar verði einhver breyting á.
Þarfagreinir, 9.5.2007 kl. 12:21
Hefur einhver tölur yfir það hver skattleysismörkin voru (á núvirði) áður en skattprósentan fór að lækka úr 40%? Svo væri gaman að sýna skattagreiðslur af gamla kerfinu (með persónuafsl á núvirði) og núverand kerfi saman á grafi.
Þá á ég við laun á X-ás, skattgreiðslur á Y ás og Y = (X*skattprósenta)-persónuafsl.
Einar Jón, 9.5.2007 kl. 12:40
Stefán Ólafsson hefur gert ítarlegar rannsóknir á þessu öllu saman:
http://www.hi.is/~olafsson/
En auðvitað er ekkert að marka hann þar sem hann er áróðursmaskína Samfylkingarinnar ...
Tölurnar eru líka áróðursmaskínur. Allt áróðursmaskínur.
Þarfagreinir, 9.5.2007 kl. 12:48
Skattlækkanir smattalækkanir. Ekki er ég með tölurnar á hreinu en, það er nú ekki búið að lækka skattana enn niður í það sem þeir voru fyrir 16 árum. Síðastliðin 16 ár hefur sjálfstæðisfl. verið í stjórn og alltaf að stæra sig af lækknunum á sköttum sem þeir hafa hækkað ótæpilega sjálfir til að greiða eitthvað eyðslufyllerí eins og sendiráð á Mars eða eitthvað álíka viturlegt.
Það er alveg hugsanlegt að ég eigi launaseðla frá þessum tíma einhvers staðar, en ég nenni ekki að leita hef það í huga næst þegar ég tek til í geymslunni. Þetta er örugglega nálægt soda-stream tækinu.
krossgata, 9.5.2007 kl. 13:11
Ég er alveg sammála að það þurfi að hækka persónuafsláttinn. Við vitum það líka að aðlidin að EES hefði ekki komist í gegn nema með stuðningi Sjálfstæðismanna. Athugum það.
Ég þarf svo að fara að koma í heimsókn til þín Þarfi og róa þig niður með ákavíti. Pehehe...
Sigurjón, 9.5.2007 kl. 14:14
Ég hef aldrei tekið eftir þessum Stefáni fyrr. Hann virðist vera búinn að staðfesta það að þessar skattalækkanir eru bara fyrir þá tekjuhæstu: Stóra skattalækkunarbrellan. Svo má ekki gleyma því að það er búið að leggja niður hátekjuskattinn. Það væri gaman að fé þetta staðfest af óháum aðila (ef þeir eru þá til).
Ég held að meirihluti þjóðarinnar myndi styðja það að hækka skattprósentuna og skattleysismörkin, eins og Keli er alltaf að tala um. Verst að þeir sem ráða þessu eru hátekjufólk.
Einar Jón, 9.5.2007 kl. 16:52
Það er rétt að sá hópur sem er við völd hverju sinni reynir að tryggja sér og þeim sem eru innan hópsins best kjör, þess vegna er frekar slæmt að hátekjuhópur skuli taka ákvarðanir um lífskjör hinna lægst settu, það á aldrei eftir að bæta þau almennilega. En þetta minnti mig nú allt saman á litla dæmisögu sem ég setti á bloggið mitt; http://pannan.blog.is/blog/pannan/entry/204463
Skammlaust plögg í boði (P)önnunnar!
Anna, 9.5.2007 kl. 17:39
þetta er eins og Southpark reunion ... einu maðurinn sem er ekki teiknaður er Sigurjón! heehehehe ... annars vildi ég hrósa Þarfagreini mínum fyrir að benda á þessa vitleysu.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.5.2007 kl. 13:28
Það var nú ég sem hóf þetta tískufyrirbæri, að hafa South Park myndir - og vittu til, bráðum verður þú búinn að slást í hópinn! Það er engin leið að standast mátt South Park myndanna! Múhahaha!
Þarfagreinir, 11.5.2007 kl. 13:32
Takið endilega þátt í æsispennandi kosningagetraun: http://sigfus.blog.is/blog/sigfus/entry/207012/
Sigfús Þ. Sigmundsson, 11.5.2007 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.