Urg

Enn og aftur sýna fjölmiðlar engan skilning á umfjöllunarefni sínu.

Vissulega er torrent.is, eða Istorrent, 'vefsvæði' í þeim skilningi að hluti kerfisins er vefsíða þar sem hægt er að skoða lista yfir skrár sem í boði eru. Hins vegar eru engar skránna hýstar á vefnum sjálfum  - það eru notendurnir sjálfir sem leggja þær fram og dreifa í gegnum kerfi sem nefnist bittorrent. Það sem gerist síðan þegar einhver notandi falast eftir því að ná í eitthvað í listanum er að hann nær í viðkomandi efni frá öðrum notendum kerfisins sem eiga það. Istorrent er því ekkert annað en miðlari - einn leggur fram eitthvað sem hann á, og aðrir geta þá náð í það. Oftast er þetta tónlist, sjónvarpsþættir eða kvikmyndir, en einnig tölvuleikir og sitthvað fleira.

Ég vil líka spyrja að því hvaða lög er verið að brjóta með þessum tölvuleik. Það er mikill munur á því að hneyksla siðgæði fólks (og þessi leikur hneykslar vissulega mitt siðgæði) og að brjóta lög.

Þriðji punkturinn: Af hverju er það sérstakt hneykslunarefni að þessi leikur skuli vera aðgengilegur í gegnum 'íslenskt vefsvæði'? Þessi leikur og margt verra og ljótara er í boði um allt alnetið. Af hverju er það siðferðilega verra að hann birtist á 'íslensku vefsvæði'? Nú veit ég líka fyrir víst að Istorrent er lokaður klúbbur - fólki þarf að vera boðið af öðrum notendum Istorrent til að fá að taka þátt. Það er því ekki eins og þetta liggi á glámbekk fyrir hvaða saklausu sál sem er.

Æi, ég er bara grautfúll út í hvert þetta þjóðfélag virðist vera að stefna. Ég held að netlögregla sé svei mér þá bara handan við hornið.

Ég veit að ég mun fá á mig holskeflu hneykslunar fyrir þessi skrif mín, en það verður bara að hafa það. Einhver verður að benda á hættuna sem er samhliða því að fara offari í siðvöndunarhneykslan á alnetinu ... sérstaklega þegar því fylgir algjört þekkingarleysi á viðfangsefninu.

--- 

UPPFÆRT: Ég sé reyndar núna að klausu hefur verið bætt neðst við fréttina þar sem eðli Istorrent er útskýrt nánar. Færi ég blaðafólki mbl.is kærar þakkir fyrir það.


mbl.is Nauðgunarþjálfun á Netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það skiptir fólk engu máli hvaða tækni er á bak við torrent eða http, aðal málið er að það er íslenskur piltur sem er að dreifa leik sem sýnir nauðganir eins og þær séu tómstundagaman, hann og aðrir piltar tala um þetta eins og þetta sé eitthvað pósitívt sem virkar afar illa á mig og ég álít að þannig sé það einnig með marga aðra.

Kynferðisofbeldi er viðvarandi vandamál sem hefur síst skánað með tilkomu internetsins.  Eitt af því sem minnkar kynferðisofbeldi er opinn umræða og félagslegur þrýstingur, þess vegna þó að það sé réttur fólks að búa til svona viðbjóð þá er það líka réttur okkar hinna að fordæma þetta og lýsa frati þar á.

Alfreð Jónsson 24.5.2007 kl. 11:45

2 Smámynd: Þarfagreinir

Að sjálfsögðu er það okkar réttur ... og ég vona svo sannarlega að það séu afar fáir sem finnst þessi leikur sniðugur.

Hættan sem ég er að benda á er annars vegar að rekendur Istorrent verði hugsanlega (og ómaklega, að mínu mati) dregnir til siðferðilegrar ábyrgðar í augum fjöldans, og hins vegar að siðferðileg reiði af þessu tagi, samhliða vanþekkingu, leiði til einhverra stórvægilegra aðgerða gegn alnetinu sjálfu. Af slíku hlytist mun meiri skaði en gagn.

Um að gera að hneykslast á því sem er hneykslunarvert, en í guðanna bænum ekki kenna alnetinu sem slíku um það ljóta sem þar er að finna. Með því er einfaldlega verið að hengja bakara fyrir smið. 

Þarfagreinir, 24.5.2007 kl. 11:49

3 identicon

Sæll,

Lokaður klúbbur eða ekki ; þetta sýnir okkur  bara þá staðreynd að við þurfum að bregðast við þessari þróun og það fljótt. Þvílíkur viðbjóður að láta sér detta í hug að leika sér að því að nauðga konum og stúlkum hneykslar ekki bara siðgæði fólks heldur er þetta ásamt öllum þeim sora og hryllingi sem nú nefnir nú að hægt sé að nálgast á alnetinu algjörlega óásættanlegt. Ég er því gjörsamlega sammála Alferð að það skiptir litlu hvar þetta  birtist, íslenskur vefur eða ekki  og að "réttur"  þessara pilta að búa til slíkan viðbjóð þá er það réttur okkar hinna að fordæma slíkt og gera það að krafti. Við þurfum að koma til skila til barnana okkar og unglinga að þetta er alls ekki í lagi. Netlögregla er bara eitthvað sem stjórnvöld verða að setja í forgang. Við viljum örugglega öll verja börnin okkar fyrir öllu og þá meina ég öllu því  hryllilega sem viðgengst á netinu. líka viðbjóðslegum leikjum eins og þessum.

Vigdís 24.5.2007 kl. 12:09

4 identicon

Svona leikir hafa verið til í fleiri ár í Japan og eru hann löglegur þar, þar að auki hefur Japan minni nauðgarnir en á íslandi

0 Iceland: 0.246009 per 1,000 peopl

Japan: 0.017737 per 1,000 people

Bara um 13 falt minni nauðgarnir í Japan en á Íslandi þar sem svona klám er löglegt?

Heimild:

http://www.nationmaster.com/graph/cri_rap_percap-crime-rapes-per-capita

Butcer 24.5.2007 kl. 12:14

5 Smámynd: Þarfagreinir

Vigdís, þín viðbrögð eru nákvæmlega það sem ég óttast.

Auðvitað er þessi leikur viðbjóðslegur og forkastanlegur, og það vill enginn sem á börn láta þau sjá þetta, né annan sora af sama toga. Allir foreldrar þurfa að vera vakandi fyrir því hvað börnin þeirra eru að skoða á netinu, og síðan eru til síur og fleira fyrir heimilistölvur sem eiga að draga eitthvað úr þeim sora sem hægt er að komast í.

Þú kallar hins vegar eftir netlögreglu, og þá þætti mér vænt um að fá að heyra hvað hún ætti að gera, að þínu mati. Það sem ég sá fyrir mér þegar ég nefndi netlögreglu var allsherjarsíur á netnotkun landsmanna, og/eða virkt eftirlit með því hvað fólk er að gera á netinu. Hvort tveggja er forkastanlegt í mínum augum, og myndi hugsanlega hvetja mig til að flytja úr landi. Ekkert réttlætir slíkar aðgerðir, og þær væru algjörlega sambærilegar við ofstopa Bandaríkjamanna í garð hryðjuverka, sem um þessar mundir er notaður til að réttlæta nánast hvaða skerðingar á réttindum sem er. Ef netlögregla þýddi hins vegar sveit þjálfaðra manna sem vita hvernig netið virkar og kunna að leita uppi alvöru misyndismenn þar, þá styð ég slíkt heils hugar.

Ég er síðan einn þeirra sem telur að efni af þessum toga, þó ógeðfellt sé, búi ekki til neinar hvatir hjá neinum sem ekki voru til staðar fyrir. Auðvitað er hægt að þræta um þetta endalaust, en hins vegar er það staðreynd að þú breytir ekki fólki sem er ógeð með því að fjarlægja ógeð úr umhverfi þess. Það er hins vegar auðvitað bara mín skoðun. Þess fyrir utan þá er ekki vinnandi vegur að fjarlægja allt ógeð af netinu, nema auðvitað með þeim allsherjarsíum sem ég nefndi hér áðan.

Þarfagreinir, 24.5.2007 kl. 12:24

6 identicon

Ég er nú algerlega ósammála þér Vigdís í því að við þurfum netlögreglu.

Það er mjög oft verið að reyna að færa í lög alls kyns ritskoðun og hugsanastjórnun í nafni þess að vernda eigi börnin þetta er oft kallað á ensku "think of the children legislation". Þegar talsmenn mannréttindasamtaka benda á að hægt væri að beita slíkri löggjöf til að takmarka mannréttindi og málfrelsi er viðkvæðið jafnan "Þó að það væri HÆGT að nota þetta í öðrum tilgangi en að vernda börn þá myndum við aldrei gera það" Það sem hefur hins vegar verið raunin þar sem slík löggjöf hefur komist á er einmitt að stjórnvöld og voldugar stofnanir eins og kirkjan nota hana til að takmarka athafna og málfrelsi fullorðins fólks sem mest þau mega. Þess vegna megum við ALLS ekki fara út á þá hálu braut.

Það sem á að stöðva svona vitleysu og viðbjóð er fræðsla, opin umræða og "peer pressure" þ.e. þrýstingur frá jafningjum þessara einstaklinga.

Unglingspiltar munu bregðast langbest við félagslegum þrýstingi frá öðrum unglingum en frekar geta afskrifað okkur hin eldri sem röflandi gamalmenni sem ekki skilji þeirra aðstæður og áhugamál.

Alfreð Jónsson 24.5.2007 kl. 12:26

7 Smámynd: Tryggvienator

Held nú að besta leiðin til að vernda börnin er að mennta þau um hætturnar á netinu. Gera þeim skil á því hvað er rangt og ósiðlegt. 

Netlögregla er ekki leiðin.  Ritstýring er leiðin.

Tryggvienator, 24.5.2007 kl. 13:54

8 Smámynd: Tryggvienator

ritstýring er EKKI leiðin!!
smá stafsetningarvilla... þarf meiri ritstýringu hér...

Tryggvienator, 24.5.2007 kl. 14:03

9 Smámynd: Þarfagreinir

Hehe - ætlaði að segja það Tryggvi.

Þarfagreinir, 24.5.2007 kl. 14:27

10 identicon

Af hverju er verra að nauðga í tölvuleikjum heldur en að lemja eða drepa? Ég skil þetta ekki. Ekki reyna að segja mér að einhverjir fari út og nauðga bara vegna þess að þeir spiluðu leikinn.

Geiri 24.5.2007 kl. 19:17

11 Smámynd: Tryggvienator

Geiri:
Margar konur líta á nauðgun sem það versta sem getur komið fyrir þær. Kjósa dauðan frekar. Maður getur alveg skilið að  bregst hart við þessu.
En eins og venjulega er allir að bregðast of hart við þessu. Ef þessi leikur verður bannaður, hvað næst? Skotleikir? og eftir þeim slagsmálaleikir.... og svo á endanum fótboltaleikir... ofbeldi í íþróttum...

Tryggvienator, 25.5.2007 kl. 10:55

12 Smámynd: Sigurjón

Held ég sé alfarið sammála Þarfagreini hérna.

Sigurjón, 25.5.2007 kl. 12:25

13 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Nauðganir voru til fyrir tíma tölvuleikja, internetsins og þess háttar. Áhugavert rannsóknarefni er hvort að "ógeð í umhverfi" auki á ógeðslega glæpi eða ekki. Vissulega finnst manni viðbjóðslegt að hugsa til þess að það sé gert að leik að misþyrma fólki kynferðislega, en ljóst er að bakvið slíkan leik liggur allt öðruvísi, og örugglega sálfræðilega alvarlegri örvun en t.d. venjulega ofbeldisleiki sem snúast um adrenalín eingöngu, og eru í eðli sínu nákvæmlega það sama og íþróttir -- meinlaus afþreyjing til að svala þorsta mannsins fyrir þjálfun/stríð eða bardaga.

Sama með hvaða sniði netlögregla verður sett á laggirnar þá verður hún líklega gjörsamlega valdalaus, og mun í besta falli angra saklaust fólk með zombie vélar.. 

Steinn E. Sigurðarson, 25.5.2007 kl. 15:45

14 identicon

Það væri eflaust hægt að telja á fingrum annarar handar hversu margir hefðu tekið leikinn niður EF allt þetta fjaðrafok hefði ekki orðið, þetta var besta augl sem leikurinn gat fengið og eflaust ótal ungmenni sem eru að spila hann í dag bara vegna umræðunnar.

Stundum er best að stein halda kjafti.

DoctorE 25.5.2007 kl. 16:03

15 Smámynd: halkatla

ég er svo sammála hverju orði - óþarfi að tíunda það eitthvað.

halkatla, 25.5.2007 kl. 16:05

16 Smámynd: krossgata

Það er ekki fagurt að lesa um þennan leik, en merkileg viðbrögðin svona út af fyrir sig.  Ganga ekki 90% tölvuleikja út á glæpsamlegt athæfi?  Dráp og ofbeldi af ýmsu tagi.  Slatti af leikjunum innihalda kannski fantasíupersónur, sem ekki eru mannlegar.  En dágóður slatti leikja eru uppbyggðir af persónum sem eru "mannlegar" og allt gengur út á morð og ofbeldi.  Það verða ekki svona sterk viðbrögð við þeim leikjum fyrr en blóðsúthellingarnar verða yfirgengilegar og svo sofnar allt aftur?  Sumir glæpir eru greinilega meira í lagi en aðrir og dofin horfum við framhjá.  Annars held ég að netlögregla gerði takmarkað gagn, uppeldið og mótun siðferðis byrjar og endar heima.  Það er ekki góður kostur að stofna netlögreglu - sem er í raun ekki til neins annars en aðili til að skella skuldinni á þegar eitthvað klikkar..... hjá okkur.

krossgata, 25.5.2007 kl. 16:21

17 Smámynd: Þarfagreinir

Já, ég held að allt skynsamt fólk hafni netlögreglu, alla vega í þeirri mynd að hafa virkt eftirlit með gerðum fólks á netinu, eða þá reyna að sía út óæskilegt efni. Við verðum að vera meðvituð um að ábyrgðin liggur hjá okkur sjálfum, og að ábyrgð foreldra á börnum sínum liggur hjá foreldrunum. Ef foreldrum finnst virkilega mikil hætta á að börnin þeirra komist í sora á netinu geta þau einfaldlega ekki haft aðgang að netinu heima hjá sér. Eðli netsins er slíkt að þar má finna allan fjárann, ef fólk ber sig eftir því. Það verður alltaf þannig - svo einfalt er það.

Þarfagreinir, 25.5.2007 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband