Nokkrir punktar

Þar sem ég var ekki úthrópaður sem pervert og ógeð fyrir síðustu færslu mína um þetta mál, þá tel ég mér óhætt að setja niður nokkra punkta í viðbót, og árétta hitt og þetta. Margt af þessu hefur komið fram í færslum og athugasemdum annarra, en mig langar til að taka þetta saman.

- Þessi leikur er aðgengilegur víða á netinu, og meira að segja er hægt að panta hann af Amazon. Að hann skuli hafa skotið upp kollinum á Istorrent eykur aðgengi Íslendinga að honum ekki neitt hætishót. 

- Istorrent er lokað samfélag í þeim skilningi að þeir sem eru þar notendur fyrir þurfa að bjóða nýjum notendum aðgang. Lágmarksaldur til að fá aðgang að Istorrent er 15 ár.

- Á Istorrent deila notendur hvaða því efni sem það á og vill bjóða öðrum, og ná sér í það sem þeir hafa áhuga á að fá af öðrum notendum. Langmest af efninu sem þarna er eru tónlist, kvikmyndir og sjónvarpsþættir. Af þessum sökum hafa því margir framleiðendur og seljendur slíks efnis horn í síðu Istorrent, sem og hagsmunasamtök þeirra. Er óeðlilegt að gruna þá um að standa fyrir ófrægingarherferð gegn Istorrent með því að grafa upp ljótt efni þar og slengja því fram í fjölmiðlum?

- Sárafáir náðu sér í leikinn á Istorrent þangað til í gær; eftir að fréttaflutningur af honum hófst hafa margir gert það af forvitni. Eru fjölmiðlar þá firrtir ábyrgð á því að hafa auglýst leikinn og vakið athygli á honum?

- Ef Istorrent yrði lokað af því að þar er hægt að ná í þennan leik innan um aragrúa 'heilbrigðs' efnis, hvað myndi vinnast með því? Væri þá þörf á frekari aðgerðum til að tryggja að hann væri hvergi aðgengilegur hérlendis? Hvers konar aðgerðir væru það þá? 

- Er það besta leiðin að berjast gegn kynferðisglæpum að eltast við æsifréttir af þessum toga; asnalegur japanskur tölvuleikur sem einhver bjáni setti inn á Istorrent og enginn hafði áhuga á þar til fjölmiðlar komust í málið? 

P.S. Mér finnst þessi leikur ógeðslegur og fordæmi alla þá sem spila hann ... hefði ekkert á móti því að svona leikir væru bannaðir með lögum ... ef ég væri stjórnandi á Istorrent myndi ég taka þennan leik út .... blablabla ... þetta snýst ekkert um álit fólks á því, heldur stærri hluti sem ég er að reyna að benda hér á. Æsifréttamennsku og storm í vatnsglasi sem dregur athyglina frá aðalvandanum.


mbl.is "Afar ósmekklegur leikur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

gott

+ fjölmiðlarnir eru firrtir. 

halkatla, 25.5.2007 kl. 16:03

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mér finnst bara að stjórnendur ættu að taka þennan leik af síðunni fyrirhafnarlaust, helst í gær. Ef ekki má loka vefnum.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 25.5.2007 kl. 16:26

3 Smámynd: Þarfagreinir

Gott að enginn er búinn að úthrópa mig ennþá.

Sérstaklega gott að sjá hrós hjá siðapostulanum Önnu K - nú veit ég að ég er á réttri leið.

Þakka svörin.

Þarfagreinir, 25.5.2007 kl. 16:27

4 Smámynd: Þarfagreinir

Já Nanna ... þrýstingurinn er núna mikill á stjórnendur Istorrent að taka þennan leik út. Þeir myndu engu tapa á því. Vona að þeir geri það.

Þarfagreinir, 25.5.2007 kl. 16:28

5 identicon

Fyrst er betra að minnast á að mér persónulega finnst þessi leikur hallærislegur!

En ég vill koma með einn punkt: Margir hafa bent á siðferðið í þessum leik og svoleiðis. Og vil ég þá koma með þennan punkt: Er það í lagi að drepa fólk, en ekki nauðga því?
Flest-allir vinsælustu leikir landsins snúast einmitt um að drepa fólk, og sem flesta!
Skemmtilegt að bera þessi tvö leikmunstur saman! Það vantar kannski bara í þessum leik að þú getir valið að vera kona, og farið ílla með menn! Þá er kynjamisréttið farið!
En að skamma/loka Istorrent fyrir þennan leik er eins og að skamma/loka kringlunni að því að einhver keypti áfengi í ÁTVR búðinni þar fyrir ólögráða ungling!

Arnþór 25.5.2007 kl. 17:25

6 Smámynd: Þarfagreinir

Nei, nauðgun er auðvitað alls ekkert grín ... og að gera leik úr því er auðvitað bara hreinasta svívirða. En ég stend engu að síður við það, að það er verið að gera of mikið úr þeirri staðreynd að þessi leikur hafi ratað inn á torrent.is ...

Varðandi klámið, þá er þeim lögum ekki framfylgt af neinu viti, sem er auðvitað synd og skömm ... þetta gerir ekkert annað en að grafa úr trúverðugleika laganna, að hafa lög sem er ekki framfylgt. Það þyrfti að skoða þetta rækilega. 

Þarfagreinir, 25.5.2007 kl. 23:45

7 identicon

Bann við klámi á íslandi er bara djók!

Það er búð, vel sýnileg, staðsett SKÁ á móti húsi lögreglunar og sýslumannsins í reykjavík! Þar starfar hún næstum óáreytt!

Ég er kannski skrítinn, en mér finnst það ólíðanleg kvenremba að tala um klámefni sé samansem og kynferðisofbeldi gagnvart konum!!!
Ef klám er ofbeldi þá eru þeir karlmenn sem taka þar þátt alveg eins fórnarlömb eins og konur!

Addi 26.5.2007 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband