Klifun

Ég trúi því engan veginn þegar bandarísk stjórnvöld segja Írani vera að styðja andspyrnuhreyfingar í Írak. Því miður hafa þau misst allt mitt traust fyrir löngu síðan. Þetta lyktar allt of mikið af því að Bush og félagar vilji ráðast inn í Íran næst, og séu að leita að ástæðum til að réttlæta slíka aðgerð. Þess fyrir utan skil ég ekki alveg hver hvatinn á að vera fyrir stjórnvöld í Íran ætti að vera til að grafa undan ríkjandi stjórnvöldum í Írak, en þar sitja nú Shi'a múslimar við völd, líkt og í Íran. Auðvitað er væntanlega hugmyndafræðilegur mismunur þarna á milli, en ég hefði haldið að þessi stjórnvöld væru Írönum miklu mun þóknanlegri en stjórn Saddams, sem var ein af þeim fáum í álfunni sem var veraldleg og ekki grundvölluð á Sharia.

En auðvitað er þetta snilldarlegt bragð hjá Könunum. Með því að kenna Íran um vandræðaganginn í Írak fá þeir í senn blóraböggul fyrir klúðrinu í Írak, og enn eina átylluna til að ráðast inn í Íran næst.

Ég vona bara svo sannarlega að alþjóðlegasamfélagið verði vakandi í það skiptið, en gleypi ekki lygarnar möglunarlaust. Því lygar voru það árið 2003, og lygar verða það næst þegar Bush og kónar hans ákveða að fara í stríðsleik.

Sem betur fer styttist nú verulega í að Búskurinn þurfi að láta af völdum, og vinsældir hans hafa aldrei verið minni. Sagan mun líklega dæma hann sem einn versta forseta sögunnar. Það væri alla vega meira en mátulegt á hann. 


mbl.is Ekkert lát á óöldinni í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Því miður er það svo að kaninn hefur ekki gert neitt af viti í alþjóðamálum síðan 1952 í kóreu.. eftir það hefur utanríkistefna þeirra verið agressiv og einsleit.

Bush laaaangar svo að berja á irönum til að hefna fyrir gíslatökuna frægu um árið í sendiráði bandaríkjanna í Teheran.. þetta ásamt því að hann réðist inn í irak til að ljúka því sem pabbi hans þorði ekki að gera á sínum tíma.

Vandinn er hinsvegar sá að Iran er sterkt ríki með öflugan her og er ekki þjakað af áratugs viðskiptaþvingunum eins og Iraq var fyrir innrásina þar.  Iran er einnig að mig minnir 4 sinnum stærra en Iraq með 90 milljóna mannhaf og hefur 4 milljóna manna fanatíkera sjálfboðaliða aukalið.. menn með AK 47 og tvær klippur af skotfærum tilbúnir til að fórna sér fyrir ayjatolla og allah hvenær sem er. 

Bush mundi aldrei þora í þá og iran er tvímælalaust sigurvegari iraqstríðsins.

Óskar Þorkelsson, 19.6.2007 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband