Mission Accomplished?

Já, svari hver fyrir sig.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að það að mikið í 'tísku' að gagnrýna hernað Bandaríkjamanna í Írak og velta sér upp úr hversu ömurlegt ástandið er þarna núna, en staðreyndin er sú að fjölmargir höfðu miklar efasemdir um ágæti þessarar innrásar strax í upphafi - til dæmis ég. Voru síðan ekki um 80% Íslendinga andsnúnir þessari firru? Og svipað hlutfall flestra Evrópuþjóða?

Vonandi gerist svona nokkuð aldrei aftur, sérstaklega ekki í nafni Íslendinga.

Maður þakkar bara fyrir að Búskurinn á ekki langt eftir. Líkurnar á því að einhver skynsamari taki við eru síðan gríðarlega miklar í ljósi þess að sá vitleysingur hefur minni skynsemi í öllum kroppnum en maur hefur í einum frumukjarna. 


mbl.is Spilling sögð eyðileggja uppbyggingarstarfið í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband