Jahá

Er þessi vitleysa nú komin hingað til Íslands? Að það sé hægt að fá einkaleyfi á hugtökum!

Ég sem hélt að það væru hefðir og venjur sem jafnan tengja ákveðin hugtök við ákveðna hluti eða atburði ... ég tel til að mynda næsta líklegt að ef einhverjum öðrum en Þjóðhátíðarnefnd myndi láta detta sér í hug að auglýsa einhvern atburð með orðinu húkkaraball yrði bara hlegið að viðkomandi. Allir vita að húkkaraballið fer eingöngu fram á Þjóðhátíð í Eyjum, og ég veit ekki til þess að það hafi nokkurn tímann verið notað í neinu öðru samhengi. Hvað vinnst þá með því að meina öðrum með lögum að nota orðið? Og svo má spyrja á móti; hvað tapast á því ef aðrir gerast svo vitlausir að nota þetta orð til að auglýsa sína viðburði?

 Gott samt að einkaleyfi á brekkusöng og þjóðhátið var hafnað - enda eru það enn almennari orð en húkkaraball; sérstaklega þjóðhátíð. Þar að auki gildir það einnig um þessi orð, að ég tel ólíklegt að nokkur hafi áhuga á að nota þau yfir viðburði ótengda Þjóðhátíð, bara til að græða einhvern smávegis trúverðugleika. Felst skynsamt fólk ætti að geta séð í gegnum slíkan hráskinnaleik.

Lagaleiðir til að eigna sér orð og hugtök þykja mér lítið annað en lögformfesting á hlutum sem hingað til hafa mótast af samfélaginu, og fólki hefur verið treyst til að virða. Mér þykir það slæm þróun ef Íslendingar ætla að fara að apa það eftir Könunum, að allt þurfi að negla niður með lögum, og deilumál þurfi helst að leysa með hjálp lögfræðinga.

Ef einhver veit til þess að einhver þessa orða hafi verið 'misnotuð' nú þegar, þá þætti mér annars mjög vænt um ef viðkomandi myndi láta mig vita af því hér í athugasemdunum. Ef fordæmi eru fyrir slíku, þá myndi það milda afstöðu mína - en aðeins örlítið.

Nei, eins og er þykir mér þetta bara fyrst og fremst hlægilegt og ÍBV til háðungar. 


mbl.is Eyjamenn þeir einu sem mega halda Húkkaraball
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

Mig minnir að Gaukurinn hafi auglýst tónleika með rokk'stjörnu'parinu Magna og Toby á miðvikudegi fyrir Versló sem Húkkaraball en það var líka tengt við þjóðhátíðina með því að auglýsa það líka sem upphitun fyrir hátíðina (M&T voru einmitt að spila í Eyjum).

Annars finnst mér þetta frekar fáránlegt, reyndar ekki jafn fáránlegt og að lögsækja Rauða krossinn fyrir að nota rauðan kross en þetta slagar hátt upp í það. 

Anna, 21.8.2007 kl. 12:26

2 Smámynd: Anna

Já og eitt annað; hvað hefði orðið um sjálfan 17. júní, ÞJÓÐHÁTÍÐardag allrar þjóðarinnar ef hitt bullið hefði farið í gegn?!  Ætluðust þeir sumsé til þess að allir bæir landsins sæktu um sérstakt leyfi til Vestmanneyinga til að halda ÞJÓÐHÁTÍÐ fyrir hina íslensku þjóð?

Anna, 21.8.2007 kl. 12:33

3 Smámynd: krossgata

Ég er að spá í að sækja um einkaleyfi á orðinu krossgata   Enda er það sérstætt, þar sem orðið yfir gatnamót er fleirtöluorðið krossgötur og hinir geta átt það alveg í friði.

Hver er annars tilgangurinn með að fá einkaleyfi á hugtökum?  Er það ekki bara til að geta önglað inn nokkrum krónum ef einhver annar notar orðið?  Smá græðgi fram í tímann.

krossgata, 21.8.2007 kl. 17:26

4 identicon

Les engin fréttina áður en hann bloggar um hana.

Maður Lifandi 22.8.2007 kl. 09:31

5 Smámynd: Þarfagreinir

Vinsamlegast lest þú færsluna áður en þú gerir athugasemd, Maður Lifandi. Hvaða rangtúlkanir eða misskilning er að finna í henni? Eða hvað áttu annars við?

Þarfagreinir, 22.8.2007 kl. 09:46

6 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Ágætt að þurfa ekki að biðja um leyfi til að halda brekkusöng. Til þess á bara að þurfa gítar og brekku, ekki leyfi eða eitt stykki vestmannaeyjar...

Sigurður Jökulsson, 22.8.2007 kl. 18:29

7 Smámynd: Sigurjón

Ég held að ég fái einkaleyfi á því að kúka.  Ef einhver annar kúkar, þarf sá hinn sami að borga mér gjöld fyrir það.

Sigurjón, 23.8.2007 kl. 03:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband