10.12.2007 | 16:44
Ónákvæmni
Eitthvað þykir mér þetta nú ónákvæmt hjá Mogganum gamla. Best að bæta úr því.
Það sem mér finnst einna ónákvæmast í fréttinni er þessi klausa:
King segist telja 20% líkur á að hitastigsbreytingin verði meiri en stefnt er að.
Meiri en stefnt var að? Hvað þýðir það nákvæmlega? Hver 'stefndi að' hitastigsbreytingu, og hver er þessi breyting nákvæmlega? Eru þetta sömu tveggja gráðu mörkin og nefnd voru fyrr í fréttinni? Einhver önnur?
Hér má finna upprunalegu fréttina. Þar er þessi klausa orðuð svo:
Prof King said he believed there was a 20% chance of temperature rise exceeding 3.7C - an increase that could seriously damage the global economy.
Þarna kemur sumsé fram að King telur 20% líkur á að breytingin verði hærri en 3,7 gráður. Af hverju var þá ekki bara hægt að orða þetta þannig í Moggafréttinni?
Einnig stendur í upprunalegu fréttinni:
Professors Sir David King and John Schellnhuber say the world is more than 50% likely to experience dangerous levels of climate change.
Líkurnar á að breytingin fari 'yfir hættumörk' (sem eru þá væntanlega 2 gráður, þó það komi ekki fram alveg berum orðum) eru því meiri en 50%, að mati King og Schellnhuber.
Einhvern veginn finnst manni hins vegar við lestur Moggafréttarinnar að það séu 20% líkur (á meira en 2 gráðu breytingu) sem talað er um sem 'töluverðar líkur', þegar hið rétta er að það á við um rúmar 50% líkur (á meira en 3,7 gráðu breytingu).
Nei, þetta er ekki alveg nákvæmasta orðalagið ...
![]() |
Líklega farið yfir hættumörk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Vöndum okkur.
Sigurjón, 11.12.2007 kl. 02:09
Bara kvitta fyrir komuna...
Heimir Tómasson, 11.12.2007 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.