Nonnimús og Síutollararnir

Anonymous er nú reyndar ekki heildstæður hópur, heldur lauslega skipulagður hópur fólks sem á uppruna sinn að rekja til síðunnar 4chan.org, sem er spjallborð þar sem allir eru nafnlausir. Í gegnum árin hefur þar þróast allsérstök menning og húmor. Oft á tíðum er Anonymous óvæginn og ógeðfelldur, enda koma skuggahliðar mannlífsins gjarnan fram undir nafnleysi. Samskipti þeirra sem kalla sig Anonymous fara þó að mestu leyti fram í gegnum þessa síðu, og aðrar þeim líkar, þannig að þau eru sjaldnast mjög skipulögð. Segja má að Anonymous sé svokallað 'hive mind'; sameiginleg vitund sem kviknar, á óreiðukenndan hátt, út frá mörgum öðrum.

Það sem er hins vegar nýleg þróun er að þessi menning og húmor eru farin að leka út til 'almennings'. Þannig eru til að mynda svokallaðir Lolcats (myndir af köttum með húmorískum texta við) komnir af 4chan. Þeir voru vinsælir á 4chan alllengi áður en þeir urðu vinsælir annars staðar. Einnig má nefna O'RLY ugluna, sem er líklega fyrsta fyrirbærið sem lak af 4chan.

Varðandi árásirnar á Vísindakirkjuna, þá eru þær víst líka til komnar vegna þess að Vísindakirkjan hefur reynt að fjarlægja myndbandið alræmda af netinu, eins og hún gerir með flestallt sem er henni óþægilegt.

Mín persónulega skoðun á þessari 'kirkju' er sú að þetta er heilaþvottasöfnuður með fátt vitrænt fram að færa. Bullið sem vellur upp úr fylgjendum hennar er alveg hreint ótrúlegt; ég get ekki ímyndað mér neitt annað en að allur þessi sérhæfði orðaforði sem menn koma sér þarna upp sé til annars fallinn en að láta líta svo út sem að þetta fólk hafi komist að einhverjum gífurlegum sannleika - hinum eina sanna sannleika sem öllum öðrum er æðri.

Verst er hins vegar að já, þetta hljómar bara eins og óttalegt bull.

Ég tek þó fram að þessi afstaða mín er væg. Við þetta má bæta að ég hef lesið margar sögur af því hvernig 'kirkjan' reytir peninga af fólki, gerir það algjörlega háð sér, og jafnvel einangrar það frá fjölskyldu þeirra og vinum.

Látum bara nægja að segja að ég hef ekki jákvætt álit á þessari 'kirkju'. 


mbl.is Hakkarar ráðast á vef Vísindakirkjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Krizzi Lindberg

Mér þykir að ansi villandi þegar fréttamenn tala um þessa chan'ara sem "hóp hakkara". Ég er ansi viss um að aðeins lítill hluti af þeim sem taka þátt í þessu "raid" vita meirisegja hvernig DDOS virki.

Það er greinilegt að fjölmiðlar hafa ekki hugmynd hvernig þessi hreyfing virkar. Þetta er ekki einhver hópur af fólki sem felur sig í einhverjum kjallara og er að plotta eitthvað samsæri. Öll plön þeirra eru aðgengileg á netinu og hver sem er getur tekið þátt í þessu (ég er hinsvegar ekki að hvetja fólk til þess að gera það). 

Ég held að setningin "Meðlimir [Anonymous] hafa ekki gefið upp nöfn sín" sýni að aumingja greinahöfundurinn hafi því miður ekki hugmynd um hvað hann er að tala :p

Allavega, góð grein hjá þér ;)

Krizzi Lindberg, 30.1.2008 kl. 13:45

2 Smámynd: halkatla

þú verður bara að fara á samkomu með þeim og frelsast

halkatla, 30.1.2008 kl. 14:20

3 identicon

O RLY? uglan á sinn uppruna að rekja til Something Awful spjallborðsins. Til gamans má geta að sá sem bjó til 4chan var upprunalega notandi á fyrrnefndu spjallborði.

Ármann 30.1.2008 kl. 15:55

4 Smámynd: Þarfagreinir

Mér skilst að frasinn O'RLY sé kominn af Something Awful, en að uglumyndin hafi fyrst birst á 4chan ... annars er ég auðvitað ekki viss.

En er nokkuð Vísindakirkja hér á Íslandi, Anna Karen? Kannski maður ætti að stofna útibú ef það er ekki til - þetta er víst arðvænlegt.

Þarfagreinir, 30.1.2008 kl. 16:07

5 Smámynd: Krizzi Lindberg

Bara benda á að orðið "vísindakirkja" er einnig íslenska orðið yfir "Christian Science", sem er ekki það sama en álíka mikið rugl. Ég hef leitað en ekki fundið neinn vott um Scientology hér á landi.

Hinsvegar held ég að það er búið að þýða nokkrar "heimspeki" bækur eftir L Ron Hubbard.

Krizzi Lindberg, 30.1.2008 kl. 18:54

6 identicon

Fréttamennirnir sem eru að covera svona nördafréttir þurfa eiginlega vera nördar sjálfir.. rétt einsog við! ;)

Flott grein hjá þér, þú ert kominn í blogrollið mitt.

Kröfulistasjúklingurinn 30.1.2008 kl. 21:22

7 identicon

Gaur Regla 1 og 2, Regla 1 og 2 !!!

Anon 31.1.2008 kl. 11:29

8 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Þótt ég verði seint talinn nokkur sérstakur vinur Vísindakirkjunnar þá er ég harður andstæðingur slíkra aðgerða, því óbein fórnarlömb þeirra eru oftast mikið fleiri en tilætluð.

Eitt sinn (þann 12. maí 1998 nánar tiltekið) var netsamband Íslands við umheiminn niðri í einn sólarhring vegna þess að einhver aumingi með hor braust inn á eina vél í hagfræðideild Masaryk-háskólans í Brno og sendi þaðan ICMP ping-flóð á eina vél hjá centrum.is (sem þá var sjálfstæð netveita), sennilega vegna rifrildis á IRC. Flaumurinn var 20 megabit, sem var of mikið fyrir útlandasambandið, sem þá var að mig minnir 2 megabit.

Flaumurinn stansaði ekki fyrr en mér tókst að brjótast inn á sömu vél og slökkva á henni. Það var erfitt, en ég naut þess að hafa beina línu til Intís, sem var þá með einu útlandatenginguna.

Elías Halldór Ágústsson, 1.2.2008 kl. 11:03

9 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ég vildi líka bæta við að ég þekki persónulega nokkur óbein fórnarlömb þessara árása. Vinir mínir reka netþjónustur hjá sömu netveitu og hýsir Vísindakirkjuna og það er allt í tómu tjóni hjá þeim núna. Hins vegar er því miður ekki hægt að laga vandann með því að slökkva á einni vél, því þetta er DDoS (Distributed Denial-of-Service) árás og kemur frá þúsundum véla í senn.

Helst er ég á því að það ætti að vera tekið í lög alls staðar í heiminum að það teljist ólögmætt að vera með óöruggar vélar tengdar við net, rétt eins og bannað er að hafa óörugga bíla á þjóðvegum. Við erum eiginlega ekki í aðstöðu til að berjast við vandann á neinn annan hátt, nema einhver viti hvernig hægt sé að ráða niðurlögum Rússnesku mafíunnar, en nær öll leynileg botnet sem sjá um DDoS árásir og útsendingu ruslpósts eru á þeirra vegum. Það líður varla sá dagur að ekki finnist ein svoleiðis vél á Háskólanetinu og þó erum við með strangari síur en flestir. Manni hryllir við að hugsa til þess hvernig ástandið er hjá stóru netveitunum.

Elías Halldór Ágústsson, 1.2.2008 kl. 11:22

10 Smámynd: Jón Ragnarsson

@Helios... Kannski það sé pointið með því DDOSa scientology vefina, fá hýsingaraðila til að gefast upp á því að eiga viðskipti við þá? Ég myndi amk hugsa mig vel um núna ef ég væri með hýsingu að taka að mér scientology vef... hmhm....

Jón Ragnarsson, 1.2.2008 kl. 14:33

11 Smámynd: Þarfagreinir

Ég styð ekki svona DDOS aðgerðir sjálfur, hvert svo sem skotmarkið er. Þetta er að mínu mati kolröng leið til að berjast fyrir málstað - enda held ég að fyrir mörgum snúist þetta nú ekki um málstað, heldur bara að "vera með" og hafa gaman af afleiðingunum, hverjar svo sem þær eru.

Þarfagreinir, 1.2.2008 kl. 14:40

12 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

jonr: Eins og þú setur þetta fram, þá vekur þetta stórar spurningar um eðli málfrelsisins ...

Elías Halldór Ágústsson, 1.2.2008 kl. 19:08

13 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Við vitum að málfrelsi þýðir að við megum segja allt sem við viljum, nema hvað það er í fyrsta lagi ekki hægt að neyða ykkur til að hlusta þótt við viljum nýta okkur málfrelsi okkar og í öðru lagi þá getum við ekki látið ykkur bera kostnaðinn af okkar auglýsingaherferð.

En hvar stöndum við ef enginn vill selja okkur pappír til að prenta áróðurinn á? 

Elías Halldór Ágústsson, 1.2.2008 kl. 19:27

14 identicon

DUUUUDE!

regla 1 og 2 motherfucker, ekki brjóta þær.

10 feb verður epískt IRL raid með ótal ónafngreindum einstaklngum víð um evrópu og ameríku sem munu fara og mótmæla við staði Vísindafaggana á sínum heimaslóðum.

 Auðvitað með V grímur og líklega afró líka. Það er epískur sigur framundan.

Anonymous does not forget

Anonymous does not forgive

We are legion

Ónafngreindur 4.2.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband