Einmitt það já

„Þá værum við ekki í EES, hefðum ekki lækkað skatta, ríkisfyrirtæki hefðu ekki verið seld o.s.frv."

 Gaman, gaman ... hér er margt til að rífa í tætlur:

Það er ómaklegt rugl hjá Geir að halda því fram að við hefðum ekki gengið í EES ef Sjálfstæðisflokksins hefði ekki notið við. Allir vita að það var ætíð Alþýðuflokksformaðurinn Jón Baldvin sem gekk hvað harðast fram í því að koma Íslandi í EES. Reyndar er stjórnmálaferils hans einna helst minnst fyrir þetta. Svona sögufalsanir eru engan veginn trúverðugar.

Varðandi skattalækanirnar, þá fagna ég þeim bara engan veginn. Ég vil ekki borga lægri skatta þegar ég veit að þá þarf að skera niður í mikilvægum hlutum eins og heilbrigðisþjónustu, velferðarkerfi og menntun. Þar að auki hafa skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins, líkt og skattalækkanir Bush og félaga, fyrst og fremst komið hátekjutekjufólki til góða. Þó ég sé ekki tekjulítill, þá get ég ekki glaðst yfir því að þeir sem eru tekjuminni skuli ekki njóta blessunar Sjálfstæðisflokksins í jafn ríkum mæli og ég sjálfur. Ég þarf ekki á neinu að halda frá ríkinu - það eru hinir verr settu þem þurfa þess. 

Sala ríkisfyrirtækja er síðan góð hugmynd - ef það er ekki gert með þeim hætti að einkavinir stjórnmálamanna, eða stjórnmálamennirnir sjálfir, hagnist gríðarlega á því. Finnur Ingólfsson og co., anyone? 


mbl.is „Horfið yrði af þeirri framfarabraut sem við erum á"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þabbarasvona

Það væri áhugavert að heyra álit Davíðs Oddssonar, sem fullyrti trekk í trekk að 'Baugsmiðlarnir' væru 'misnotaðir á hverjum degi', á þessari rannsókn.

Ætli hann myndi ekki segja eitthvað á þá leið að svona rannsóknir væru óþarfar þegar hann veit betur? Ekki man ég til dæmis til þess að hann eða félagar hans í ríkisstjórn hafi nokkuð beitt sér fyrir því að gerð yrði óháð rannsókn á hlutleysi/hlutdrægni fjölmiðla áður en þau ruku upp með rakalausar, óábyrgar og ófaglegar ásakanir í garð fjölda íslensks fréttafólks.


mbl.is Mesta frelsi fjölmiðla á Íslandi og í Finnlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurningum enn ósvarað

- Hvað eru umsóknir af þessu tagi raunverulega lengi að meðaltali að fara í gegnum kerfið?

- Hversu margar þeirra tók skemur en, segjum, einn mánuð að afgreiða?

- Hvað þýðir 'skert ferðafrelsi', svona venjulega? Eru engar skilgreiningar til á því?

- Hvernig er sundurliðunin á því hverjir þeirra sem fengu ríkisfang eru fæddir á Íslandi, eiga íslenskt foreldri, eða íslenskan maka, og hver er fylgnin milli þessara og annarra þátta, svo sem lengd búsetu og ástæðum sem tilgreindar eru í umsókninni?

- Af hverju var umsóknum fólks sem var mun nær því en guatemalíska stúlkan að uppfylla skilyrði til ríkisfangs, samkvæmt öllum viðmiðum sem gefin hafa verið upp opinberlega, hafnað?

- Af hverju veifaði Jónína skjölum um mannréttindabrot í Guatemala í Kastljóssþættinum góða? 

- Af hverju sá Bjarni Benediktsson ástæðu til að gefa í skyn að Sigurjón Þórðarson hefði logið því að hann hafi leitað til Bjarna persónulega, þegar Sigurjón hafði aldrei sagt neitt í þá veru?

Og síðast en ekki síst:

- Á að gera einhverjar breytingar yfir höfuð á þessu kerfi, sem fjöldi landsmanna ber nú afar takmarkað traust til, í kjölfar þessa máls?


mbl.is Kastljós svarar Jónínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tópasbaráttan

Ég sá í fréttum RÚV að hópur mótmælenda sá ástæðu til að setja út á að Nói Síríus hafi ákveðið að auglýsa Tópas sérstaklega í dag undir formerkjum 1. maí og verkalýðsbaráttunnar.

Ég verð að segja að ég er eiginlega sammála þessu. Mín fyrstu viðbrögð við að heyra Tópasauglýsingu af þessu tagi í útvarpinu í dag voru að þetta væri bjánalegt. Vissulega er þetta bjánalegt, en við nánari tilhugsun komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta er líka ósmekklegt, og enn eitt dæmið um hversu litlu máli 1. maí er farinn að skipta allt of marga. Að fyrirtæki skuli ákveða að auglýsa vöru sína á skopkenndan hátt með því að snúa verkalýðsbaráttunni upp á vöruna er eiginlega tímanna tákn. Ekki það að mér finnist við lifa á svo hræðilegum tímum, en það er ýmislegt í þjóðfélaginu sem betur mætti fara.

Algeng mótrök við svona vangaveltum eru að fólk hefur það allt bara svo assgoti fínt hérna þessa dagana. Að það þurfi í raun enginn að 'berjast' fyrir sínum kjörum. Þetta er rangt. Vitaskuld hafa kjör mjög margra batnað gríðarlega undanfarna áratugi, en það er staðreynd að allt of margir hafa setið eftir. Að nota baráttu þessa fólks til að selja einhverja ónauðsynjavöru er bara ekkert sniðugt, finnst mér.


Enn af spillingu

Á vef RÚV er sagt frá staðreyndum sem komu fram í Kastljósi í kvöld, sem ég sá reyndar ekki. Þarna segir meðal annars:

Í Kastljósi var umsókn stúlkunnar borin saman við umsóknir hinna 17 sem fengu ríkisborgararétt um leið og stúlkan. Aðstæður þeirra voru allt aðrar en hennar, t.d. voru 5 af þessum 17 börn íslenskra ríkisborgara, 2 voru flóttamenn, 2 voru fæddir á Íslandi en vantaði lítillega upp á dvalartíma, einn var giftur Íslendingi. Þrír uppfylltu öll lagaskilyrði en þurftu að sækja um undanþágu vegna þess að þeir höfðu þegið framfærslustyrk. Tveir uppfylltu öll lagaskilyrði, allir þessir einstaklingar höfðu dvalið lengur í landinu en stúlkan frá Gvatemala.

Hér eru sönnur færðar, svo ekki verður um villst, á þá staðhæfingu í upphaflegu fréttinni, að aðstæður hinna sem fengu ríkisborgararétt hafi verið allt aðrar en hinnar gvatemalísku  (eða hvað sem er annars rétt að segja hér) kærustu sonar Jónínu Bjartmarz. Þeir sem hafa reynt að þæfa málið með því að efast um að staðhæfingin hafi átt við rök að styðjast mega nú vinsamlegast hætta því jarmi.

Ég kalla enn og aftur eftir dæmum um að manneskju í sambærilegri stöðu hafi nokkurn tímann verið veittur ríkisborgaréttur, sem og rökstuðningi fyrir því af hverju það var gert í þessu tilfelli. 

Einnig ítreka ég, svo það komi skýrt fram, að ég set ekkert út á að þessari stúlku hafi verið veittur ríkisborgaréttur, og ég býð hana velkomna í hóp Íslendinga. Málið snýst um að í eðlilegu samfélagi sem á að heita lýðræðislegt eiga sömu reglur að ganga yfir alla. Þegar óvægnum reglum, sem hefur verið beitt  miskunnarlaust á fjölda fólks í áraraðir, er allt í einu ýtt til hliðar í þágu manneskju sem tengist ráðherra, þá hlýtur almenningur að kalla á svör. Þau höfum við ekki fengið, og því fordæmi ég allt þetta pakk. Pakk, segi ég og skrifa.

 


Sorgardagur

Kurt Vonnegut var með mínum allra uppáhalds rithöfundum. Sem betur fer lifa verkin hans enn og munu gera það um ókomna tíð. Farvel, gamli vin. "If I should ever die, God forbid, let this be my epitaph: THE ONLY PROOF HE NEEDED FOR THE EXISTENCE OF GOD...

Fyndið!

Já, þetta er fyndið og hananú. Greinarhöfundur valdi augljóslega Ísland af handahófi, aðallega vegna legu landsins og þeirrar staðreyndar að landið er eyja. Að taka þessu sem einhverri móðgun í garð Íslands er smáborgaraleg viðkvæmni og ekkert annað. Svo...

En byltingarkennt

Það er sumsé í alvöru mat Sjálfstæðismanna í Reykjavík að ein besta leiðin til að auka tekjur borgarsjóðs er að fjölga borgarbúum! Ég man að þeir spiluðu stöðugt þá plötu þegar Reykjavíkurlistinn var við völd að það væri gríðarlegt vandamál að fólk væri...

Vangaveltur

Ingibjörg Sólrún virðist fæla konur frá þó hún sé kona. Vandi er að ráða fram úr því hvað veldur. Má vera að þetta skýrist frekar af því hversu afgerandi afstöðu Vinstri Græn hafa tekið í kvenréttindamálum, og það er þá það sem laðar konur að þeim,...

Ógeð

Það ku vera ómálefnalegt að nota svona einangrað dæmi máli sínu til stuðnings, en engu að síður get ég ekki annað gert en skrifað eftirfarandi: Svona eru vinir Kananna. Harðræðisland þar sem ekkert tíðkast sem á neitt skylt við lýðræði, og farið er með...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband