9.4.2007 | 16:02
Fyndið!
Já, þetta er fyndið og hananú. Greinarhöfundur valdi augljóslega Ísland af handahófi, aðallega vegna legu landsins og þeirrar staðreyndar að landið er eyja. Að taka þessu sem einhverri móðgun í garð Íslands er smáborgaraleg viðkvæmni og ekkert annað.
Svo finnst mér satt best að segja bara alveg hreint ágætt að við Íslendingar séum minnt á það með jafn sjokkerandi hætti að Bandaríkin eru gríðarlegt hernaðarveldi sem er stjórnað af vitleysingum sem nota fáránlegar réttlætingar til að ráðast inn í önnur lönd af fyrra bragði. Okkur getur svo sem verið sama um þetta svo lengi sem skotmörkin eru einhverjar arabaþjóðir lengst úti í heimi, en hinn grimmi veruleiki þessarar glapræðisstefnu Kananna má ekki gleymast. Heimurinn er einfaldlega ekki öruggur neinum með þessa vitfirringa við stjórnvölinn í Vostúni.
Íslensk stjórnvöld voru eitt sinn aumir leppar þessara amlóða og studdu þeirra ömurlegu voðaverk. Það er einlæg von mín að slíkt gerist aldrei aftur. Þegar Ísland er hugsanlegt skotmark, jafnvel þó það sé bara í huga spaugsams prófessors, er þetta nefnilega alls ekki jafn sniðugt. Ekki kenna prófessornum um það þó; kennið stjórnvöldunum sem hann er að hæðast að um það.
Nær að sprengja Ísland en Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er einmitt lóðið - það er fullt af gáfuðum, fyndnum og heimsborgarlegum Könum til. Gallinn er bara að enginn þeirra situr í Vostúni þessa dagana.
Þarfagreinir, 9.4.2007 kl. 16:23
Tja, í Lukku-Láka í gamla daga var alltaf talað um Vostún, en Þvottatún er fínt nafn líka.
Þarfagreinir, 10.4.2007 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.