Samanburður

Ég sé að margir Framsóknarmenn eru nú að svara þessu með því að benda á að VG hafi haft uppi neikvæðan áróður í garð Framsóknar. Þar eru nefnd til sögunnar meðal annars herferð ungra Vinstri Grænna; 'ZERO Framsókn' og skrif bloggvinar míns, Gauks Úlfarssonar á alnetinu.

Nú verð ég bara einfaldlega að segja að þetta er ekki hægt að bera saman. Aldrei sá ég ZERO Framsókn í formi auglýsinga í fjölmiðlum, né heldur Gauk þennan Úlfarsson skíta yfir Framsókn þar. Þar að auki veit ég ekki til þess að sá ágæti maður sé að neinu leyti tengdur VG með formlegum hætti, þó hann hafi vissulega gefið það út að hann hyggðist kjósa flokkinn. Ég veit líka um marga fleiri sem hafa gjörsamlega farið hamförum í að gagnrýna Framsóknarflokkinn á netinu. Eru það kannski allt leiguliðar VG? Sjálfur er ég nákvæmlega ekkert hrifinn af Framsóknarflokknum og hef gagnrýnt margt hjá flokknum - en þó kýs ég ekki einu sinni VG.

Nei, þetta er spurning um skynsemi og hvernig hlutirnir líta út. Það er ekki hægt að leggja fé í auglýsingar og birta þær í fjölmiðlum, og síðan bera allt af sér eftirá með því að segja að þetta hafi bara verið ungliðarnir að leika sér. Framsóknarflokkurinn steig í þessari kosningabaráttu fyrstur flokka það skref að birta auglýsingu í fjölmiðlum sem beint var sérstaklega gegn öðrum flokki. Þar liggur hundurinn grafinn. 

Ég skil vel að Framsóknarmenn hafi reiðst ýmsu sem þeir töldu vera ómaklegar árásir í sinn garð, og einnig að þeir hafi talið margt af því runnið undan rifjum Vinstri Grænna. Að gera VG að 'rauða kallinum' og Steingrím að ljótri netlöggu sem hrellir saklausa borgara var hins vegar ekki rétta leiðin til að takast á við það. Ég tel að þetta arfalélega útspil hljóti að hafa átt einhvern þátt í afhroði Framsóknar í kosningunum - sem er vel, því að neikvæðar auglýsingar eru nokkuð sem ég vil alls ekki að verði vinsælt fyrirbæri í íslenskum stjórnmálum.


mbl.is Steingrímur krefur Jón um afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég hef nú fulla trú að fullorðnir menn setjist niður og tali saman og vinni úr þessu. Mér finnst þetta svo mikið smáatriði og hálf skrítið að gera e-ð mál úr þessu.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.5.2007 kl. 15:38

2 Smámynd: Þarfagreinir

Jú jú - auðvitað var það hálfbjánalegt hjá Steingrími að vera að kvarta yfir þessu svona í miðjum umræðuþætti. Það breytir því hins vegar ekki að hann hefur skárri málstað að verja í þessum efnum!

Þarfagreinir, 14.5.2007 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband