Gott mál

Þetta er það sem stjórnvöld ættu að vera að einblína á, að mínu mati. Skattalækkanir eru ágætar sem slíkar, en frekari aðgerðir til að auðvelda sprotafyrirtækjum að komast á koppinn væru afskaplega vel þegnar. Írland er land sem mætti taka sér til fyrirmyndar í þessum efnum - uppgangurinn þar á upplýsingatæknitengdri starfsemi hefur verið gríðarlegur undanfarin ár.

En það er auðvitað alltaf sama gamla sagan - landsbyggðin þarf sín störf, og þar geta 'ekki allir unnið á skrifstofu'. Álver er eina lausnin þar, sem endranær. En fyrst og fremst er litið á það sem hlutverk stjórnvalda að 'skaffa' störf á landsbyggðinni, á meðan atvinnulífið blómstar af sjálfu sér hér á höfuðborgarsvæðinu.

Leiðindaástand ...

 

 


mbl.is Fyrirtækjum í upplýsingatækni fjölgar hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ánægjulegt að upplýsingatæknigeirinn blómstri, en það má ekki verða ofþennsla í þessum geira, því á endanum gæti ójafnvægi í þjóðfélaginu. 

Hvað vilt þú gera fyrir landsbyggðina til að "flytja" góðærið þangað?  Eða viltu þú ekki gera neitt?

Örlygur N. Jóhannsson 18.5.2007 kl. 11:04

2 Smámynd: Þarfagreinir

Ég veit ekki hvað ég vil gera ... en það er alveg rétt að það er ójafnvægi milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar - og það fer vaxandi.

Það sem ég var hins vegar að benda á að mér þykir frekar kúnstugt að það skuli vera litið á það sem sjálfsagt hlutverk ríkisins að skapa atvinnutækifæri á landsbyggðinni. Hugsanlega má réttlæta það með því að benda á að það var ríkið sem kom á kvótakerfinu, sem olli því að kvótinn færðist í stórum stíl úr litlu sjávarplássunum. Önnur rök á ég hins vegar erfitt með að finna. Ég geri mér þó fulla grein fyrir því að þetta er mjög viðkvæmt mál. Mér finnst bara afskaplega leiðinlegt að sjá svona komið fyrir landsbyggðinni; að ekkert virðist geta bjargað henni annað en stjórnvaldsaðgerðir. Hvort eitthvað er hægt að gera við því er hins vegar allt annað mál.

Þarfagreinir, 18.5.2007 kl. 11:49

3 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Er það ekki augljóst mál að ef landsbyggðinni á að "bjarga", þarf að grænka landsbyggðarhosur fyrir fyrirtækjum?

Það er alltaf litið til upplýsingatæknigeirans, en heildarvelta hugbúnaðarfyrirtækja á Íslandi nam eitthvað í kringum 28 milljörðum á síðasta ári, sem er líklega ekki sérlega mikið miðað við margan annan iðnað og við ættum að geta betur.

Góð byrjun væri t.d. að gefa fyrirtækjum skattaafslátt fyrir að flytja sig útá land, sjá hvert stefnan fer þaðan.. 

Steinn E. Sigurðarson, 18.5.2007 kl. 16:11

4 Smámynd: Þarfagreinir

Það er reynandi já ... fyrst svo er komið að markaðslögmálin eru landsbyggðinni ekki hliðholl, og aðgerða virðist þörf til að 'leiðrétta' það, þá eru skattaívilnanir alls ekkert vitlausasta hugmyndin.

Þarfagreinir, 18.5.2007 kl. 17:45

5 Smámynd: Þarfagreinir

Já ... það er alveg til vansa að internetsamband skuli ekki vera betra en það er víða á landsbyggðinni, og það hlýtur að vera algjört forgangsmál að koma því í lag.

Þarfagreinir, 21.5.2007 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband