Rugl

Ekki nóg með það að yfirvöld í Kína skuli loka á stóran hluta erlends efnis á netinu og ofsæki fólk sem heldur uppi pólitískum áróðri sem er þeim ekki hliðhollur, heldur eru þau líka að fetta fingur út í að fullorðið fólk skuli skrifa klámfenginn texta. Mér er alveg sama hversu mikið Vesturlönd geta grætt á viðskiptum við Kína; það er skömm að því að þau skuli ekki mótmæla þessari harðstjórn harðlega og beita sér fyrir aðgerðum til að koma henni frá völdum. Um samskipti íslenskra stjórnvalda við þau kínversku þarf vart að fjölyrða; ég læt mér nægja að segja að þau hafa einfaldlega verið til háborinnar skammar.

En auðvitað má vel vera að Vestræn stjórnvöld öfundi í raun þau kínversku ... það er alla vega margt sem bendir til þess að tískan hér á Íslandi sé að vera fylgjandi því að ritskoða allt 'óæskilegt' efni á netinu, samanber netlögregluna hans Steingríms J. og alla vandlætinguna í garð ráðstefnunnar sem kennd var við snjósöfnun.


mbl.is Höfundur bersöglisbloggs handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta attitúd gegn skoðanafrelsi hjá stjórnvöldum er sorglegur smánarblettur á því annars frábæra landi sem Kína er orðið í dag. Þetta stafar reyndar af mjög eðlilegum pólitískum og félagsfræðilegum ástæðum sem ég gæti (og hef) skrifað langar ritgerðir um - en allar röksemdafærslur í heima færa fólki ekki frelsið sitt aftur.

Ég vona bara að þeim takist að vinda ofan af þessu kjaftæði sem fyrst án þess að þjóðfélagið detti í sundur eins og hefur verið hætt við í gegnum tíðina - þá fyrst þyrfti heimurinn að hafa áhyggjur af Kína. Það er í raun aðalástæða þess að vesturveldin segja ekkert við þessu - ef Kína tekur ekki hart á sínum málum er möguleiki á að landið verði óstabílt og það gætu verið mestu hamfarir mankynssögunnar. Og þær hamfarir myndu ekki þekkja nein landamæri á 21. öldinni, frekar en annað.

G. H. 21.5.2007 kl. 13:37

2 identicon

Gleymdi að bæta því við að Kínverjar virðast vera með svaka öfluga netlöggu, þegar ég bjó þar var t.d. ekki hægt að googla ákveðna frasa án þess að tengingin sjálf bilaði. Ég þurfti að endurræsa línuna og endurtengjast í hvert sinn!

G. H. 21.5.2007 kl. 13:38

3 Smámynd: Þarfagreinir

Já - auðvitað er maður í vandlætingarstellingum gagnvart þessu öllu saman; ég hef ekki kynnt mér sögu Kína né menningu í neinum smáatriðum. Svo skilst mér líka að flestum Kínverjum sé eiginlega nokkurn veginn sama um ritskoðunina, þar sem fæstir þeirra hafa svo mikinn áhuga á að vera að garfast í einhverri pólitík á netinu hvort eð er.

Mér finnst samt sem áður að Vesturveldin mættu alveg vera aðeins minna undirlæg gagnvart þessu öllu saman - samanber hvernig komið var fram við friðsama mótmælendur á vegum Falun Gong hér um árið.  Það skapar afskaplega hættulegt fordæmi þegar íslensk yfirvöld taka hin kínversku sér til fyrirmyndar með því sem ég vil ekki kalla neitt annað en undirlægjuhátt og aumingjaskap.

Þarfagreinir, 21.5.2007 kl. 13:47

4 Smámynd: Sigurjón

Kínverjar þurfa einn daginn að snúa sér að vestrænum gildum ef þeir ætla að fá framfarirnar áfram.

Sigurjón, 22.5.2007 kl. 01:12

5 Smámynd: Tryggvienator

Ekki að ég hafi neitt á móti vestrænum gildum, en vestrænar þjóðir mega nú ekki þröngva sínum skoðunum og siðum upp á aðrar þjóðir. T.d. finnst mér afskaplega leiðinlegt að sjá hvernig Ísland og Evrópa tekur  upp sífellt meira af  bandarískum siðum og menningu.
Ég vona bara að heimurinn muni ekki einn daginn breytast í risa McDonalds auglýsingu.

Tryggvienator, 22.5.2007 kl. 09:38

6 Smámynd: Þarfagreinir

Sum vestræn gildi eru betri en önnur ... Bandaríkin eru til að mynda stofnuð á mjög góðum og göfugum gildum, en hafa fjarlægst þau allískyggilega í seinni tíð.

Þarfagreinir, 22.5.2007 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband