Sálmur

Undirrót allra lasta
Ágirndin kölluð er
Frómleika frá sér kasta
Fjárplógsmenn ágjarnir,
Sem freklega elska féð,
Auði með okri safna,
Andlegri blessun hafna,
En setja sál í veð.

---

Gott hjá Samfylkingunni annars að láta í sér heyra. Mér er þó spurn; greiddu ekki fulltrúar flokksins í bankaráði atkvæði með hækkuninni? Mér skilst að þeir hafi 'náð' að lækka hana úr 250 þúsundum niður í 200 þúsund, en hví ekki að greiða atkvæði gegn hækkun alfarið, fyrst flokkurinn leggst núna svo gegn henni?

Önnur spurning: Finnst Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni sér virkilega stætt á að sitja í stjórn ríkisrekinnar stofnunnar, ofan á það að þiggja laun frá ríkisháskóla? Ég veit að þetta er óttaleg smámennska í mér, en ég hef alltaf furðað mig á því hvernig í fjáranum maðurinn getur samræmt það í kollinum á sér að vera últra-frjálshyggjumaður við það að hann þiggur nánast allar sínar tekjur úr ríkiskassanum. Hér mætti líka nefna til dæmis Ríkissjónvarpið, Námsgagnastofnun, og sitthvað fleira ... en á ferli prófessorins eru afskaplega fá dæmi þess að hann hafi fengið peninga frá einkaaðila. Kúnstugt.


mbl.is Bankaráð Seðlabankans gagnrýnt á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Æ, sko, þú veist, það er sko allt öðruvísi þegar það er Hannes. Hann er svo spes.  

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 13.6.2007 kl. 01:37

2 Smámynd: Þarfagreinir

Já, Hannes er spes. Því neita ég ekki.

Þarfagreinir, 13.6.2007 kl. 16:51

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mér finnst reyndar þessi sálmur eða ljóð lýsa Sjöllunum 100%   Gott hjá þér Dóri minn !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.6.2007 kl. 19:07

4 Smámynd: Þarfagreinir

Sálmurinn er reyndar eftir Hallgrím Pétursson, og Davíð Oddsson vitnaði í hann í áramótaræðu sinni, árið sem hann tók sparifé sitt út úr KB banka. Mér þótti þetta því eiga vel við hér.

Þarfagreinir, 18.6.2007 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband