Fýldur Steingrímur hefur þó sitthvað til síns máls

Alltaf skal Steingrímur vera í fýlu. Auðvitað meinar hann vel, en ég skil mjög vel af hverju margir hafa það álit á honum og flokksfélögum hans að þau séu alltaf á móti öllu. Í stað þess að hæla stjórninni fyrir þetta jákvæða skref og gleðjast með þeim öldruðum sem enn geta unnið og verða nú ekki lengur fyrir tekjuskerðingu, kýs Steingrímur að mála ákvörðunina í sem svörtustu frjálshyggjulitum; þetta kemur þannig út að hann hafi hreint engan áhuga á að afnema tekjutengingu aldraðra, af því að brýnna er að gera eitthvað í málum aldraðra örykja frekar!

Þarna hefði sumsé mátt vanda orðavalið mun betur; árétta það að þó svo að ákvörðunin sé góð, þá sé enn margt eftir óunnið ... en slík diplómatíska hefur víst aldrei verið sterkasta hlið Steingríms, og manni finnst eins og hæfileikum hans á því sviði mannlegra samskipta fari síhrakandi þessa dagana; að fýlan yfir því að Vinstri Græn komust ekki í stjórn leki gjörsamlega af manninum í hverju hans orði.

Annars er þetta auðvitað hárrétt ábending hjá honum; aldraðir öryrkjar hafa það ansi skítt, og stór ástæða fyrir því er sú undarlega kerfisregla að öryrkjar skuli hætta að kallast öryrkjar þegar þeir verða aldraðir. Í kerfinu eru því í raun ekki til neinir aldraðir öryrkjar. Mér þykir brýn þörf á því að flokka hina öldruðu aðeins betur niður, svo hægt sé að veita þeim þjónustu eftir þeirra aðstæðum og getu. Vonandi hefur stjórnin slík plön á prjónunum.


mbl.is Hrátt frjálshyggju kosningaloforð á sýndarmennskuþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Denni J. er mælskur maður og á hrós skilið fyrir það. Mér finnst hann reyndar best geymdur í stjórnarandstöðu, hann er svo öflugur við að mótmæla öllu að það yrði sár missir ef hann færi í stjórn !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.6.2007 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband