30.7.2007 | 20:57
Göfugt
Já, þeir eru göfugir Kanarnir.
Dæla peningum í Sádi-Arabíu, sem er ekki lýðræðisríki fyrir fimmaura. Allt vegna þess að stjórnvöld þar eru þeim vinveitt og líkleg til að styðja þá í hvaða því rugli sem þeir kunnu að taka sér fyrir hendur í Mið-Austurlöndum. Svo eru margir sem virðast ekki átta sig á því að það er einmitt stefna Kananna gagnvart Sádi-Arabíu sem varð kveikjan að því að Al-Qaida var stofnað. Ósætti vegna hersetu Kananna þarna og stuðnings þeirra við spillta ríkisstjórn varð til þess að hópur manna með Bin Laden í fararbroddi ákvað að grípa til aðgerða. Það segir sína sögu að meirihluti þeirra sem tóku þátt í hryðjuverkunum 11. september voru Sádi-Arabar. Ekki það að ég sé á neinn hátt að verja þessi samtök né aðgerðir þeirra; ég er bara að benda á að allt á sér orsakir - og þær orsakir eru langoftast mun flóknari en leiðtogar Kananna vilja meina.
Svo er það Egyptaland. Það er lýðveldi, en ekki eru stjórnvöldin þar beinlínis barnanna best:
http://en.wikipedia.org/wiki/Human_rights_in_Egypt
Ísrael er síðan pakki út af fyrir sig. Dekur Kanans gagnvart Ísrael á sér auðvitað hundlanga sögu - þeir hafa löngum dælt þangað peningum og vopnum í miklu magni.
Mig langar eiginlega ekki til að vita hvaða fleiri lönd Kanarnir ætla að styðja. Það er örugglega allt álíka sorglegt.
Kaninn stundar realpolitik; styður þá sem styðja hann en veitist gegn þeim sem gera það ekki. Þetta er staðreynd sem blasir við í gegnum alla söguna. Auðvitað eru ákveðin rök fyrir því að gera þetta svona, en þá finnst mér að menn eigi að drullast til að kalla þetta réttum nöfnum, í stað þess að stunda áróður a la 1984 í þá veru að Kanarnir styðji eingöngu frjálsar og göfugar ríkisstjórnir í báráttu fyrir frelsi og mannréttindum. Það er ekkert annað en móðgun við heilbrigða skynsemi.
Bandamönnum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum veitt fjárhagsaðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú hittir naglann á höfuðið með þessum skrifum þínum. Margt fleira mætti tiltaka um hina ógeðfelldu og kýnísku hentistefnu Kanans - við skulum t.d. ekki gleyma Saddams þætti Husseins : hetja meðan hann stóð í erjum við djöflana í Íran, skúrkur (´verri en Hitler!´, svo vitnað sé í mannvitsbrekkuna Georg Búsk hinn eldri) um leið og hann tók að ógna olíuhagsmunum Kanans með innrásinni í Kúvæt, beitandi til þess vopnum sem Kaninn hafði mokað í hann meðan á styrjöldinni við árana í Íran stóð.
Sveiattan!
Swami Karunananda, 30.7.2007 kl. 21:46
Hentistefna sem verður að líða undir lok.
Sigurjón, 31.7.2007 kl. 01:38
Snilldarpunktar.. mér finnst reyndar ekkert óeðlilegt að Kaninn reyni að fegra ímynd utanríkisstefnu sinnar, en alveg gjörsamlega pathetic þegar taglhnýtingar stefnunnar t.d. hérna heima fyrir lepja áróðurinn upp og endurflytja hann gagnrýnilaust, og allra verst þegar þeir sem eru ósammála þeim eru kallaðir kommúnistar..
Baldur Kristjánsson 1.8.2007 kl. 21:56
Kanar og Saudar eru svosem engir sérstakir vinir, en þeir eru hinsvegar mjög nánir samstarfsfélagar á ýmsum sviðum, ekki bara í hernaðarbrölti gagnvart öðrum harðstjórnarríkjum fyrir botni Persaflóa heldur líka í viðskiptum og þá sérstaklega innan vébanda OPEC samtaka olíuframleiðenda. Saudar hafa þar mikið vogarafl þar sem þeir eru meðal stærstu olíuframleiðenda heims, og það er aðalástæða fyrir "vinskap" Sáms frænda í þeirra garð. Saudar greiða atkvæði skv. vilja Washington og telja gróðann af því í aflsætti sem þeir fá af F-16 þotum og öðrum vígvélum sem þeir fá góðan aðgang að, þökk sé rótgrónum tengslum Bandaríkjastjórnar við sína hernaðar/iðnaðarsamsteypu (sem NB stórgræðir líka á þessu valdasukki því Saudar eru stærstu viðskiptavinir þeirra í vopnasölunni!) Þetta er t.d. meginástæðan fyrir því að aðalviðskiptagjaldmiðill OPEC ríkjanna er Bandaríkjadollarinn, sem er svo aftur meginforsenda alþjóðlegra efnahagsyfirburða Bandaríkjanna! Ef þá vantar meiri pening geta þeir alltaf bara prentað fleiri dollara, því eftirspurn eftir þeim á myntmarkaði mótast af því að öll ríki þurfa olíu, og til þess að kaupa hana þurfa þau fyrst að kaupa dollara til að borga fyrir hana. Þannig geta þeir endalaust gefið út "innistæðulausa olíudollara" því þeir koma aldrei til innlausnar í "heima"bankanum heldur eru í stöðugri umferð sem gjaldmiðill í olíuviðskiptum sem fara að stærstu leyti fram utan útgáfulandsins. Þetta er auðvitað helsjúkt fyrirkomulag, og um leið afar viðkvæmt, en það er einmitt þetta sem kaninn hefur verið að verja með stríðsbrölti sínu í Persaflóa undanfarna áratugi, og þá kemur aftur að "Saddams þætti Husseins" eins og Kári kemst svo skemmtilega að orði. Það vissu það líklega ekki margir, enda var því drekkt í stríðsæsingaáróðri um gereyðingarvopn og fleiri tylliástæður, að það var ekki vegna hernaðarlegrar ógnar sem ráðist var inn í Írak, heldur efnahagslegrar. Pabbi Bush hafði um áratug fyrr nánast þurrkað út Írakska herinn og sett leifarnar af honum í "stofufangelsi" innan eigin landamæra með ýmsum þvingunaraðgerðum á borð við flugbann og eftirlitsferðir, og því var herstyrknum ekki til að dreifa. Efnahagsþvinganirnar voru hinsvegar ekki að skila tilætluðum árangri að þeirra mati, og það sem tók líklega steininn úr í aðdragana innrásar litla Bush í Írak, var að Saddam hafði þá ákveðið að hætta að selja olíu fyrir dollara og skipta í staðinn yfir í EVRUR. Nokkur öflug ríki á borð við t.d. Rússland og Kína sem hafa möguleika á miklum útflutningstekjum í Evrum hugsuðu sér gott til glóðarinnar, sem hefði svo leitt af sér að fleiri myndu sjá sér hag af því að versla í evrum. Það myndi vitanlega skerða hlut dollarans, sem hefði hæglega getað (og gæti enn!) komið af stað keðjuverkun sem myndi á endanum leiða til algers hruns í bandarískum efnahagsmálum. Þegar allir sem hættu að nota dollarana kæmu og vildu fá þá innleysta, þá er ekki víst að vel færi þegar í ljós kæmi að fyrir þeim er engin innistæða, og um þetta snýst heila málið fyrir þeim. Bandaríkjastjórn berst ekki fyrir lýðræði eða mannréttindum né gegn harðstjórum, nema svo vilji til að það fari saman við þeirra (efna)hagsmuni. Þó þeir reyni að telja okkur trú um að þeir séu komnir til að "frelsa oss frá illu" og séu bara svona góðir að nenna því, þá sjá sem betur fer flestir utan bandaríkjanna gegnum þá mikilmennskulygi. Þetta er í raun og veru hreinræktað trúarbragðastríð þar sem barist er fyrir einni hugsjón, hinni einu sönnu amerísku þjóðtrú, Mammonstrú, sem felst í takmarkalausri dýrkun á efnislegum gæðum og hlutgervist í hinu helga tákni þeirra: $$$.
P.S Ef þið skylduð velta fyrir ykkur hvernig Íran með sinn yfirlýsingaglaða (en að sumra mati myndarlega) forseta passar inn í þetta púsluspil, þá má hafa í huga eftirfarandi staðreyndir: Helstu alþjóðlegu bandamenn Írana upp á síðkastið hafa verið Rússar, sérstaklega varðandi kjarnorkuáætlunina enda er það frá þeim sem Íranirnir kaupa mikið af þeim dýra búnaði sem þarf til. Á sama tíma hafa samskipti Rússa og Bandaríkjanna versnað til muna, sbr. deiluna um eldflaugavarnakerfi í A-Evrópu, sem öðlast dálítið nýja merkingu í þessu samhengi. Hvíta Húsið hefur blásið upp mikið moldviðri vegna kjarnorkuvæðingar Írans, sem skýtur skökku við því kjarnorka í Íran er sko engin ógn við Bandaríkin sem eru langt utan skotfæris hvort eð er, ef þeir vildu í alvöru varpa einhverri stórri sprengju á Bandaríkin væri mun hagkvæmara t.d. að sigla flutningaskipi fullu af áburði og olíu inn í einhverja stóra höfn á austurströndinni (t.d. NY) og svo *búmm*. Það sem hinsvegar er innan skotfæris Írana er meðal annars: Saudi-Arabía (aðalolíubirgir BNA og toppkúnni vopnasölunnar), Ísrael (annar stór kúnni vopnasölunnar og einn öflugasti þrýsthópurinn í Washington), Kuwait (stór olíubirgir), og margt fleira sem flokka má undir ameríska hagsmuni. Með nokkrum fjarstýrðum eldflaugum frá Teheran væri hægt að valda slíkum usla á þessu svæði að það myndi líklega lama olíuvinnsluna og þar með atvinnulíf og efnahag vestanhafs með áðurnefndum keðjuverkunaráhrifum og möguleika á gjaldþroti. Sem myndi hugsanlega skilja Ísrael eftir varnarlaust, og þeir eiga sko kjarnorkuvopn sem drífa langleiðina til Teheran! Það er sko raunverulegt áhyggjuefni miðað við hversu klikkaðir þeir eru þó hinir séu auðvitað ekkert skárri heldur. Þarna er í fullum gangi kalt (og á köflum heitt!) stríð eða öllu heldur vítahringur milli Ísraels og Bandaríkjanna annars vegar og Arabaheimsins með Írani í broddi fylkingar og stuðningi Rússa hinsvegar. What a Brave New World we live in!
Guðmundur Ásgeirsson, 6.8.2007 kl. 14:05
Mjög ítarleg og áhugaverð greining hjá þér, Guðmundur! Þú hefur augljóslega kafað djúpt í þessi mál. Takk kærlega fyrir þessar upplýsingar.
Þarfagreinir, 7.8.2007 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.