Vegna fjölskyldunnar já

Þetta er klassísk og alþekkt afsökun þess sem vill ekki gefa upp alvöru ástæðuna fyrir afsögn sinni. Eitthvað meira býr nú þarna að baki - líklega það að Bush hefur aldrei verið óvinsælli og er búinn að glata öllu því trausti sem hann hafði; það er alls ekkert gaman að vera jámaður hans núorðið. Ég skil því vel ef Rove finnst sér ekki vera stætt á því að standa að baki Búsknum lengur. Svo hjálpar auðvitað ekkert til að vera bendlaður við brottrekstur saksóknaranna, þann fáránlega skandal.

Nú finnst mér að Rove eigi að nota tækifærið og biðjast afsökunar á að hafa átt stóran þátt í því að þessi erkibjáni og yfirgangsseggur tróð sér inn í Hvíta húsið. Því miður held ég nú að þess verði langt að bíða.


mbl.is Karl Rove að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Hvað getur Karl Rove gert að því þó hann sé afkomandi Satans í beinan karllegg?

Sigurjón, 14.8.2007 kl. 03:23

2 Smámynd: Þarfagreinir

Tja ... hann gæti verið hreinni og beinni með þetta; étið ungabörn og svona. Hreinskilni og heilindi eru alltaf mannkostir.

Þarfagreinir, 14.8.2007 kl. 20:17

3 Smámynd: halkatla

hann er svo mikill family guy

halkatla, 15.8.2007 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband