Arfgeng?

Smá smámunasemi hérna ...

Það  er ekki með réttu hægt að kalla það 'arfgengi' að einhver hegðun móður sem gengur með barn hafi áhrif á barnið síðar meir. Arfgengi er það þegar einhverjir eiginleikar eru kóðaðir í genin, og erfast þá yfir í afkvæmið með beinum hætti.

Annars væri áhugavert að fá að vita meira um af hverju þetta stafar. Getur verið að ákveðinn matur sé beinlínis líkamlega ávanabindandi? Gildir það þá um allan mat, eða kannski bara ruslfæði? Ef svo er, af hverju? Hvað er það í matnum nákvæmlega sem er ávanabindandi?

Já, það eru fleiri spurningar sem vakna við þessar rannsóknarniðurstöður en er svarað.


mbl.is Löngun fólks í ruslfæði sögð vera „arfgeng“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvienator

Ætti kannski frekar að kalla þetta lærðan eiginleik. En já eins og allir sem hafa séð Super Size Me þá er ruslafæði ávanabindandi. Hefur þér aldrei skyndilega fengið löngun í ruslafæði? Maður bara verður að fá sér einn hamborgara og franskar með kokteilsósu og kóki.

Tryggvienator, 15.8.2007 kl. 11:27

2 Smámynd: Billi bilaði

Hvernig verður þróunin? Ef þú, í þínu lífi, kemur þér upp ákveðinni hegðun eða venjum, (sérstaklega í mat sem hlítur að „tala“ beint við frumur þínar), má þá ekki reikna með að það geti orðið arfgengt? Einhvern veginn þannig hlýtur þetta allt að hafa byrjað?

Djö, hvað maður er orðinn djúpur. 

Billi bilaði, 15.8.2007 kl. 11:31

3 Smámynd: Þarfagreinir

Ég sé að það er búið að breyta titli fréttarinnar þannig að hann er mér meira að skapi. Gæsalappir utan um orðið sem pirraði mig. Glæsilegt.

En áhugaverður og djúpur punktur hjá þér, Billi. Má vel vera að svona hlutir verði arfgengir með tímanum, en þá myndi ég ætla að það taki smá tíma. Ruslfæði er jú ekki svo gamalt fyrirbæri, er það nokkuð? 

Þarfagreinir, 15.8.2007 kl. 12:07

4 Smámynd: krossgata

Kannski þarf svona Billa-arfgengi ekkert að taka langan tíma.  Ruslfæðisfíklar éta skilaboð til frumanna í hrikalegum mæli - það verður stökkbreyting í einhverjum genum - hún erfist svo niður ættliðina - badabing arfgeng ruslfæðisfíkn hefur litið dagsins ljós.    Annars veit ég ekkert um þetta.

krossgata, 15.8.2007 kl. 12:32

5 identicon

Nú, efni einsog picanta og msg eru talin mjög ávanabindandi og algengari hér en margir halda.

Eitt dæmi, þú ferð í bíó og kaupir þér popp, efnið sem þeir setja á poppið veldur því að þú gjörsamlega verður að fá þér aðra lúku af poppi, þrátt fyrir að langa ekki í meira.

Eins er þetta með McDonalds franskarnar ofl.

Ég veit ekki nákvæmlega hvað þeir setja á poppið og franskarnar, en ég giska á picanta.

Hvað Msg varðar, þá eru framleiðendur sem nota það mjög tregir til að setja MSG í innihaldslýsingu á sínum vörum, heldur merkja það inní E-efnarunu sem E-261... minnir mig, eða sem monosodium glutomate, jafnvel sem bindi eða bragðefni.

Hvæsi 15.8.2007 kl. 18:04

6 Smámynd: Þarfagreinir

Fjárans - meira dópið sem er verið að troða ofan í mann!

Þarfagreinir, 16.8.2007 kl. 11:11

7 Smámynd: Einar Jón

MSG er E-621.  E-261 er allt annar viðbjóður. 

Ekki eru þau samt öll slæm, t.d. er E-300 bara C-vítamín.

Einar Jón, 16.8.2007 kl. 15:50

8 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Þróun þesslags sem Billi talar um er frekar hæpin og þyrfti þá líklega að gerast á hundruðum þúsunda ef ekki milljónum ára. Henni svipað svolítið til þeirra kenninga sem menn bjuggu til rétt áður en Darwin setti sína fram, t.d. að gíraffar hefðu svo langan háls vegna þess að þeir þyrftu alltaf að teygja sig upp eftir laufunum. 

Kristján Hrannar Pálsson, 16.8.2007 kl. 18:04

9 Smámynd: Sigurjón

Efni sem merkt eru með E-númerum eru einfaldlega háð staðli; Codex Alimentarius.  Þau eru ekki öll slæm, en mörg þeirra eru það.  Það má lesa meira um það hér.

Sigurjón, 17.8.2007 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband