Snilld

Dæmigerður lögreglustjóri mælir(?): 

Hvað segiði - hefur hlutfalli ofbeldisbrota sem eru framin milli miðnættis og sex að morgni aukist? Það gengur auðvitað ekki! Það er aðeins eitt við því að gera; skerðum opnunartíma skemmtistaða og fáum með því fólk til að  mæta fyrr! Þá færast ofbeldisbrotin frekar fram fyrir miðnætti, og þá höfum við bætt hlutfallið! Því að ofbeldisbrot sem eru framin fyrir miðnætti eru, eins og allir vita, skárri en þau sem eru framin eftir miðnætti!

Hvað segiði - hefur ásýnd miðborgarinnar versnað? Það gengur auðvitað ekki! Það er aðeins eitt við því að gera; dreifum skemmtistöðunum um borgina! Þá skánar ásýnd miðborgarinnar, af því að fólk mun haga sér eins og fífl víðar um borgina, og ekki jafn margir munu drekka sig blindfulla og skapa vandræði í miðborginni! Svo vita allir að ástæða þess að fólk beitir hvert annað ofbeldi í miðbænum er að of margir eru þjappaðir saman, svona eins og dýr í of litlu búri.

Jæja, þetta var nú fljótafgreitt. Svakalega er ég ánægður með að hafa lesið bækurnar hans B.F. Skinners; núna get ég leyst glæpavandamálin með því að fá borgaryfirvöld í það með að setja alls kyns reglugerðir til að smala fólki til eins og rottum svo það fari sér nú ekki að voða. Hvað segiði - eigum við ekki bara að leggja niður löggæsluna, þar sem það má leysa allan vanda og útrýma óæskilegri hegðun bara með smá atferlisfræði?

 

P.S. Færslu þessa skal lesa með sæmilega afslöppuðu hugarfari. Ekki er ætlunin að væna einn né neinn um ofangreindan hugsanahátt eða níða ákveðna menn. Þetta er meira hugsað sem tilraun til að varpa ljósi á kjánaskapinn í hugmyndafræði af því tagi sem endurspeglast í fréttinni sem færslan er skrifuð um.


mbl.is Sammála um að bæta þurfi ástandið í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Erum við að tala um ofbeldis- og ásýndarjöfnun? 

krossgata, 16.8.2007 kl. 21:01

2 identicon

Ég er ekki alveg að fíla þennan lögreglustjóra.

Gaui 16.8.2007 kl. 21:40

3 Smámynd: Sigurjón

Einfalt mál: Það þarf fleiri lögreglumenn á vakt um helgarnæturnar.

Sigurjón, 17.8.2007 kl. 00:39

4 identicon

Snilldar færsla !!

Það sem Rudy Guiliani vann sér til stærst og mest til frægðar þegar hann var borgarstjóri í New York var a stórfækka glæpum í borgini.  Og hvernig fór hann að því ?

Jú hann beitti, sára einfaldri, vísindalegri aðferð á vandamálið.

Fyrst var búið til tölfræðilíkan af því hvar og hvenær glæpir væru framdir í borgini og eftir því líkani var svo vinnukerfi lögreglunar samið.

Þ.e. ef tölurnar sýndu að 50% glæpa vikunar væru framdir frá miðnætti á föstudegi til kl 6 á mánudagsmorguns, þá setti hann einfaldlega 50% af lögreglumönnum í að vinna á þessum tíma.

Lögreglan var auðvitað hund fúl í byrjun vegna þess að þetta þýddi að hún þurfti að vinna mikið á nóttunni og um helgar, en þetta varð til þess að glæpum fækkaði stórlega í kjölfarið. 

Og með því að endurskoða tölfræðina reglulega er haldið aftur af ófremdarásatandi í borgini.

Hvernig skyldi þetta vera á Íslandi ? 

Fransman 17.8.2007 kl. 07:39

5 identicon

Þarna átti auðvitað að standa að :

ef tölurnar sýndu að 50% glæpa vikunar væru framdir frá miðnætti á föstudegi til kl 6 á mánudagsmorguns, þá setti hann einfaldlega 50% af vöktum lögreglumanna á þennann tíma.

Fransman 17.8.2007 kl. 07:41

6 Smámynd: Þarfagreinir

Reyndar er ofbeldisjöfnun þekkt fyrirbæri, krossgata:

http://hnakkus.blogspot.com/2007/07/ofbeldisjfnun.html 

Veit ekki með ásýndarjöfnun; það þarf að hugsa það til enda, en þetta gæti verið mjög sniðugt.

Sigurjón hittir naglann á höfuðið; þetta er einfaldasta og rökréttasta lausnin við vandanum, sem og að hafa lögreglumenn á götunni í stað þess að þeir rúnti um í bílum niður Laugarveginn ... en einhvern veginn er eins og engum í valdastöðu detti slíkar aðgerðir í hug - kannski af því að það er of dýrt?

Fransmann - mér datt einmitt þetta í hug þegar ég las um þessar hugmyndir lögreglustjórans ... fyrst að fyrir liggja tölur um hvernig ofbeldisverkin dreifast yfir sólarhringinn, og vitað er að flest eru þau framin í miðbænum, af hverju í fjáranum dettur þá engum í hug að besta leiðin til að nota slíkar tölur sé einfaldlega að dreifa löggæslunni í samræmi við þær? Af hverju þarf alltaf að fara svona undarlegar krókaleiðir til að draga úr glæpum?  Enn og aftur er manni spurn; er þetta bara af því að það er of dýrt og erfitt að fjölga lögreglumönnum á álagstímum?

Þarfagreinir, 17.8.2007 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband