Áróður

Írakar áttu sér þennan mann, Muhammad Saeed al-Sahhaf, upplýsingaráðherra. Hann var óspart notaður til að gera grín að írösku ríkisstjórninni og heimsku hennar.

Mahmoud Ahmadinejad gegnir sama hlutverki fyrir hönd Írana. Hann er fíflið sem er notað til að gera Íransstjórn hlægilega ... og kynda undir hatur í hennar garð.

Það hefur afskaplega lítið breyst í Íran undanfarin ár. Engu að síður hrúgast núorðið inn fréttir af því hvað er að gerast þar, og hversu vitlaus og afturhaldssamur forsetinn þar er. Ég tel þetta einungis benda til eins. Þeir sem stjórna áróðursmaskínunni eru að búa sig undir stríð við Íran. Það er engin önnur vitræn skýring.

Reynum nú að læra aðeins af sögunni. Fyrir fjórum árum laug Bandaríkjastjórn að heimsbyggðinni og kynti undir stríð gegn Írak með áróðri. Við vitum öll hvernig það fór - jafnvel hörðustu hernaðarsinnar viðurkenna að sú innrás fór alls ekki eins og búist var við.

Það er ekki svartsýni að telja að innrás eins lands í annað land muni leiða til hörmunga. Það er einfaldlega raunsæi.

Hlustum ekki á áróðurinn - það er nákvæmlega engin vitræn ástæða fyrir því að ráðast á Íran, og meirihlutinn af uppgefnum ástæðum er hreinn og klár áróður kokkaður upp í Hvíta húsinu og Pentagon. Þannig er það nú bara.

Og af hverju er aldrei nokkurn tímann talað um til að mynda Sádi Arabíu sem vont, afturhaldssamt, og andlýðræðislegt ríki? Það er það!

Stundum verður maður alveg miður sín yfir því hversu auðvelt það virðist vera að brengla almenningsálitið, aftur og aftur og aftur ...


mbl.is Ahmadinejad segir samkynhneigð ekki þekkjast í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Var einmitt að velta fyrir mér af hverju Íran væri allt í einu aðal málið og "fíflin" þar.  Nú þarf ég ekki að eyða tímanum í frekari þangagang. 

krossgata, 24.9.2007 kl. 22:13

2 identicon

Það hefur víst dálítið breyst í Íran. Þeir eru farnir að vinna úran sem má nota í kjarnorkusprengjur (eða réttara sagt, það komst upp að þeir væru að því).

Það er mögulegt að þetta muni leiða til loftárása og kannski takmarkaðs hernaðar á landi en Bandaríkjamenn munu ekki gera allsherjarinnrás og hernema landið þar sem að þeir hafa alls ekkert hernaðarlegt bolmagn til þess eins og stendur.

Hans Haraldsson 24.9.2007 kl. 23:33

3 Smámynd: Þarfagreinir

Ekki ríkir einhugur um hvort Íranar ætli sér að nota úranið í kjarnorkusprengjur. Einnig má benda á að fleiri lönd, svo sem Brasilía og Argentína, hafa einnig verið að stunda hliðstæða auðgun úrans. Það er enn eitt sem aldrei er talað um í fjölmiðlum.

Íranska stjórnin treystir ekki alþjóðasamfélaginu og þar hafa menn tæpast jafnað sig eftir stríðið við Írak á 9. áratugnum, þar sem Hussein og félagar beittu efnavopnum gegn þeim. Efnavopnum sem Bandaríkin höfðu meðal annars látið þeim í té. Þá sagði alþjóðasamfélagið nú lítið, og þá síst Kanarnir. Íranir hafa því miður lögmæta ástæðu til að treysta ekki bandarísku ríkisstjórninni.

Það er afskaplega auðvelt að sjá heiminn í svart-hvítu, gleyma sögunni, og mála einhvern skratta á vegg, bara af því að fjölmiðlar segja einmitt þá stundina að þetta sé skratti dagsins.

Hér er líka áhugaverður frasi af Wikipedia:

The Iranian government has repeatedly made compromise offers to place strict limits on its nuclear program beyond what the Non-Proliferation Treaty and the Additional Protocol legally require of Iran, in order to ensure that the program cannot be secretly diverted to the manufacture of weapons. These offers include operating Iran's nuclear program as an international consortium, with the full participation of foreign governments. This offer by the Iranians matched a proposed solution put forth by an IAEA expert committee that was investigating the risk that civilian nuclear technologies could be used to make bombs. Iran has also offered to renounce plutonium extraction technology, thus ensuring that its heavy water reactor at Arak cannot be used to make bombs either. More recently, the Iranians have reportedly also offered to operate uranium centrifuges that automatically self-destruct if they are used to enrich uranium beyond what is required for civilian purposes. None of the Iranian offers have been acknowledged by the US or EU, and the US continues to insist that Iran should not have any nuclear technology or know-how whatsoever, on the grounds that the knowledge could one day be used to make bombs.

Þetta er því bara sama gamla sagan. Bandaríska ríkisstjórnin (og nú því miður með hjálp Evrópusambandsins) telur sig sjálf geta ákveðið einhliða hverjir mega og hverjir mega ekki koma sér upp kjarnorku, og hefur engan áhuga á því þó Íranar bjóðist til að vera samvinnufúsir í því að tryggja að úranið sem þeir auðga verði ekki notað í kjarnorkuvopn. Eina þjóðin sem hefur nokkurn tímann beitt kjarnorkuvopnum í hernaðartilgangi skipar öðrum fyrir í þessum efnum ... hún skipar öðrum fyrir og ákveður hver er góður, og hver er vondur. Ég er þó einn af þeim sem er fyrir lifandi löngu hættur að hlusta á slíkt bull.

Nú er ég auðvitað ekki að segja að íranska ríkisstjórnin sé góð, en fyrr má nú þó rota en dauðrota. Ég segi ekki annað.

Lærum af sögunni, fjárinn hafi það!

Þarfagreinir, 25.9.2007 kl. 08:45

4 Smámynd: Þarfagreinir

Og hvað er svo hægt að segja við þessu?

Iran has been repeatedly threatened with nuclear first strikes by the United States. The US Nuclear Posture Review made public in 2002 specifically envisioned the use of nuclear weapons on a first strike basis, even against non-nuclear armed states. Investigative reporter Symour Hersh has reported that the Bush administration has been planning the use of nuclear weapons against Iran. When specifically questioned about the potential use of nuclear weapons against Iran, President Bush claimed that "All options were on the table". According to the Bulletin of the Atomic Scientist, "the president of the United States directly threatened Iran with a preemptive nuclear strike. It is hard to read his reply in any other way."

Sjálfur veit ég ekki alveg hvað skal segja ... 

Heimildin fyrir þessum tilvitnunum er annars hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/Nuclear_program_of_Iran

Þarfagreinir, 25.9.2007 kl. 09:08

5 Smámynd: Daði Einarsson

Það er stórmunur á Írak og Íran. Þegar Bandaríkjamenn og Bretar voru að reyna að sannfæra heimsbyggðina um að Saddam væri að koma sér upp kjarnorkuvopnum þá voru mörg ríki s.s. Þýskaland og Frakkland sem drógu þær fullyrðingar í efa. Varðandi Íran þá eru menn sammála um að þeir séu að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Skýrt dæmi eru nýlegar yfirlýsingar bæði yfirvalda í Þýskalandi og Frakklandi.

Hvort að hernaðarleg lausn sé möguleg eða æskileg það er annað mál.

Ennfremur þá er það auðvitað rétt að lítill munur er á Íran og Sádi Arabíu þegar kemur að kúgun í nafni trúar.

Daði Einarsson, 25.9.2007 kl. 10:40

6 Smámynd: Þarfagreinir

Mér finnst það algjörlega gild spurning að velta því fyrir sér hvaða rétt Bandaríkjamenn hafa til að neita Írönum um að koma sér upp kjarnorku, vegna þess að þeim líkar ekki stjórnin þar, og vegna þess að Íranar gætu búið til kjarnorkusprengjur. Mikill meirihluti íranskra borgara styður kjarnorkuáætlunina, þannig að það er ekki eins og þetta sé einhver vitfirringsleg áætlun kúgunarsams einvalds.

Ég get ekki litið á það sem annað en kúgun hins sterka að Bandaríkjamenn haldi sínum kjarnorkuforða, og ógni löndum sem ekki eru með kjarnorkuvopn sjálf með möguleikanum á kjarnorkuárás, en svo má ríki sem Kaninn hefur stimplað sem illt ekki einu sinni koma sér upp kjarnorkukljúfum. Ég verð bara að segja að ég er afskaplega þreyttur á þessari yfirgangssemi, og nei, ég tel ekki að okkur á Vesturlöndum stafi ógn af kjarnorkuáætlun Írana, og það er sannarlega engin ástæða til hernaðaraðgerða gegn þeim.

Hversu mörg stríð getur Kaninn logið fólk til að styðja? Hvenær endar þessi firring? 

Þarfagreinir, 25.9.2007 kl. 12:09

7 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég veit ekki betur en að yfirmaður Alþjóða Kjarnorkumálabatterísins hafi tekið afstöðu gegn amerísu paranojunni, svo ekki er allt "merkilega fólkið" sammála þeim.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 25.9.2007 kl. 13:24

8 Smámynd: halkatla

ég var búin að steingleyma þessum upplýsingaráðherra! sem er óskiljanlegt einsog hann var nú mikið í uppáhaldi hjá mér meðan á frumstigi innrásarinnar stóð, mér fannst hann aldrei fífl heldur algjör snillingur - enda var stofnaður einhversskonar aðdáendaklúbbur um hann, ef ég man rétt. 

Það er ekki svartsýni að telja að innrás eins lands í annað land muni leiða til hörmunga. Það er einfaldlega raunsæi.

 þessi fullyrðing er sannleikur, ég held líka að afar fáir trúi einhverju sem USA stjórn segir, sama um hvað er talað afþví að þú minntist á að fólk ætti eki að trúa lygunum, það er sorglegt að 90% íslendinga trúðu ekki lygunum síðast heldur, kannski er mun meiri sannleikur núna en það skiptir engu, fólk vill ekki stríð en það verður samt farið í það, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er alltaf þannig. 

halkatla, 30.9.2007 kl. 22:02

9 Smámynd: Þarfagreinir

Já, þetta var skemmtilegur kall. Hvað ætli hafi orðið af honum?

Þarfagreinir, 2.10.2007 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband