Svartur dagur

Ég skrifaði bloggfærslu um það að Svavar Lúthersson hafi verið handtekinn fyrr í dag, og benti á hið fádæma rugl sem fólst í því að lögfræðingur SMÁÍS  hafi verið með þeim sem handtóku hann í för. Nú er augljóslega þörf á að skrifa meira.

Takið eftir því að enn og aftur koma allar fréttatilkynningarnar frá SMÁÍS. Gott og vel; þetta er einkamál - en engu að síður hélt ég að það væri svo, að framkvæmdavaldið væri hjá lögreglunni, og að það væri hennar að upplýsa um framgang mála sem eru í rannsókn hjá henni. Í þessu máli er hins vegar ljóst að SMÁÍS eru í einstaklega nánu samstarfi við lögregluna, og fá fréttir af öllum þeirra aðgerðum án tafar.

Við skulum alveg hafa það á hreinu hvað þetta þýðir. Samtök sem hafa beina hagsmuni (eða telja sig hafa beina hagsmuni af því; nánar um það hér á eftir) af því að Istorrent verði lokað, og að aðstandendur síðunnar verði kærðir og sakfelldir, eru í nánu samstarfi við lögregluna. Þetta er nákvæmlega það sama og var uppi á teningnum í DC++ málinu víðfræga; það varð til vegna þess að SMÁÍS laumuðu flugumanni inn í það samfélag sem safnaði sönnunargögnum gegn meðlimum þess, en tók um leið virkan þátt í hinum meintu lögbrotum. Eftir það valdi SMÁÍS hverjir áttu að fá skellinn, og bentu lögreglunni á þá. Tölvubúnaður þeirra var gerður upptækur, þeir handteknir, en aldrei varð neitt úr kærum. Lögreglan var þar ekkert annað en handbendi SMÁÍS, að mínu mati. Hið sama virðist vera uppi á teningnum hér. Það kæmi mér mjög svo á óvart ef að eitthvað yrði úr kærum ... en hagsmunaðilarnir fengu þó sínu framgengt, alla vega tímabundið - að loka síðunni.

Málið er síðan að þetta skiptir nákvæmlega engu máli, þegar upp er staðið. Nú munu íslenskir deilendur flykkjast á Pirate Bay, eða aðrar sambærilegar erlendar síður sem íslensk yfirvöld eða hagsmunaaðilar geta ekkert hróflað við. Eða þá að einhver opnar nýja íslenska torrentsíðu, hýsta erlendis ... sem hefur þá nákvæmlega sömu stöðu og allar erlendu síðurnar. Vandamálið mun þá ekki hverfa, heldur stigmagnast. Hagsmunaðilarnir tapa líka ótrúlega miklum PR-prikum við svona aðgerðir. Eins og þetta hræði einhvern frá því að hlaða niður höfundarvörðu efni ... ég er frekar hræddur um að þetta tvíefli marga í andúð sinni á þessum hagsmunasamtökum og einbeittum vilja til að deila sem mestu af þeirra efni. Hvað munu hagsmunaðilarnir gera þá? Fá lögregluna í lið með sér til að handtaka einstaklinga í stórum stíl? Smala þeim saman eins og ótíndum glæpamönnum?

Hið grábölvaðasta í þessu er að þetta lögbann kemur mjög skömmu á eftir því að aðstandendur Istorrent fóru að fylgja óskum þeirra sem fóru fram á að efni þeirra yrði ekki dreift í gegnum síðuna. Þannig var til dæmis orðið óleyfilegt að dreifa á síðunni ýmsum þáttum sem Stöð 2 hefur til sýningar, sem og plötum hinna og þessa íslensku tónlistarmanna. Í stað þess að þakka aðstendunum síðunnar fyrir þessa viðleitni til að draga úr brotum notenda síðunnar ákváðu hagsmunaaðilarnir hins vegar að láta setja lögbann á síðunna og handtaka aðalstjóranda hennar - með dyggilegum stuðningi lögmanns SMÁÍS. Þetta er ekki beinlínis rétta leiðin til að öðlast vinsældir í augum almennings, myndi ég segja.

Ég er nokkuð hræddur um að þetta sé einungis upphafið að mjög svo hatrammri baráttu. Telji hagsmunaðilarnir sig hafa unnið eitthvað með þessum aðgerðum, þá verð ég því miður að upplýsa þá um að þar skjátlast þeim mjög svo hrapalega.

Þetta mun valda holskeflu, vitiði bara til - og það verða ekki bara "bólugrafnir ungir menn með bremsufar í nærbuxunum heima hjá foreldrum sínum" sem verða í hópi andstæðinga hagsmunasamtakanna.


mbl.is Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjartmar Egill Harðarson

"Hið grábölvaðasta í þessu er að þetta lögbann kemur mjög skömmu eftir því að aðstandendur IsTorrent fóru að fylgja óskum þeirra sem fóru fram á að efni þeirra yrði ekki dreift í gegnum síðuna"

Það má geta þess að alveg frá því að ég varð notandi á IsTorrent hefur alltaf verið í boði að senda inn beiðni til stjórnenda síðunnar, um að fjarlægja efni sem er í boði þarna. Það hefur bara enginn notfært sér það fyrr en Páll Óskar gerði það.

Bjartmar Egill Harðarson, 19.11.2007 kl. 16:21

2 identicon

Bendi líka á www.joost.com vilji fólk horfa á sjónvarp og tónlistarmyndbönd - tiltölulega nýfarið af stað og á eftir að aukast úrvalið. Þetta er nýjasta afsprengi annars gaursins sem byrjaði með skype á sínum tíma.

Jóhann 19.11.2007 kl. 16:24

3 Smámynd: Þarfagreinir

Takk fyrir þessa ábendingu, Bjartmar - þetta sýnir bara enn frekar að hagsmunasamtökin hafa engan áhuga á að vinna með ykkur, heldur vilja bara sjá ykkur hengda í hæsta gálga, öðrum til viðvörunar. Þetta eru ógeðfelld vinnubrögð, sem ég fordæmi harðlega. Svona nokkuð sæmir ekki siðuðu fólki.

Þarfagreinir, 19.11.2007 kl. 16:26

4 identicon

Hver fjármagnar þessa herför smáís? , mér er spurt.

Arnar Már 19.11.2007 kl. 16:33

5 identicon

Tölvubúnaður þeirra var gerður upptækur, þeir handteknir, en aldrei varð neitt úr kærum. Lögreglan var þar ekkert annað en handbendi SMÁÍS, að mínu mati.

Hér langar mig bara aðeins að benda á hið sanna í málinu.... Því miður, varð eitthvað úr kærunum.  Mennirnir voru handteknir þann 28. september 2004 og í dag, 19. nóvember 2007 var loksins gefin út ákæra á hendur þeim.  Málið verður fyrirtekið seinna í vikunni.  Fylgist með og sjáið hvort Smá-grís auglýsi það ekki jafnvel.  Flykkjumst svo niður í Héraðsdóm, og sýnum þeim samstöðu, sýnum andúð okkar á Smáís í orði og á borði og heimtum réttlæti.

Tölvuglæpon 54 19.11.2007 kl. 16:58

6 Smámynd: halkatla

alltaf bendir þú manni á óþekktar hliðar mála

halkatla, 19.11.2007 kl. 18:38

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hér horfir kona mín á allt það sjónvarpsefni sme henni hugnast frá sínu heimalandi.. og ég góni á alla þá leiki sem eru í beinni útsendingu nánast hvar sem er í heiminum !

Þetta geri ég vegna óhugnanlegs okurs þeirra aðila sem eru "rétthafar" að sjónvarpsefni..

http://www.myp2p.eu/

Óskar Þorkelsson, 19.11.2007 kl. 18:49

8 Smámynd: krossgata

Þetta lyktar frekar illa.

krossgata, 19.11.2007 kl. 22:29

9 Smámynd: Þarfagreinir

Þú ert afsakaður Björn!

Annars er ótrúlegt að heyra að DC-piltarnir hafi loksins verið kærðir, eftir þrjú ár. Þetta hlýtur að vera algjört met í lengd rannsóknar. Vonandi fer ekki illa fyrir þeim.

Þarfagreinir, 20.11.2007 kl. 12:21

10 Smámynd: Sigurjón

Össs...

Ú á smáís!  Langar ykkur annars í smá ís?

Sigurjón, 20.11.2007 kl. 23:56

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sorgardagur var þetta. Því heimskulegra hef ég ekki séð það. Þú getur ALDREI komið í veg fyrir "ólöglegt" download. Það er eins og reyna stöðva farveg læks með berum höndum, vatnið rennur ætíð eitthvað annað! Takk fyrir góða grein Dóri minn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.11.2007 kl. 22:37

12 Smámynd: B Ewing

Til að svara Arnari og spurningu hans.  Smáís hlýtur að fjármagna þessa herför með öllum þeim peningum sem eru teknir af   HVERJUM EINUM EINASTA GEISLADISKI OG DVD DISKI sem seldur er í landinu.  Þannig að þegar þú kaupir CD+R, CD-R, CD-RW eða DVD þá er sjálfkrafa gert ráð fyrir því að þú munir setja stolið efni á diskinn, tónlist eða mynd. Smáís fær sitt bara um leið og þú kaupir skrifanlegan disk.

B Ewing, 21.11.2007 kl. 22:42

13 Smámynd: Þarfagreinir

Svo má ekki gleyma öllum eða flestöllum tækjum sem má taka upp tónlist eða myndbönd með ... þetta er réttlætt sem endurgjald vegna upptöku fólks til einkanota, samkvæmt höfundalögum, en þá er mér spurn; hvaða fjárhagslegt tjón hlýst af því ef ég brenni aukaeintak af þeirri tónlist sem ég kaupi, eða set inn á iPod? Eða ef ég tek eitthvað upp úr útvarpinu?

Getur þá kannski verið að þessar greiðslur eigi að ná yfir meint tjón sem hlýst af ólöglegu niðurhali? Ef svo er, hvers vegna er þá verið að ofsækja fólk fyrir slíkt?

Ég á alla vega afskaplega bágt með að skilja þetta. 

Þarfagreinir, 22.11.2007 kl. 11:57

14 identicon

þetta er bara diarre acow shit útað smáís ég hatta smáís

halli55 27.11.2007 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband