9.7.2008 | 13:52
Af reglugerðum
Dublinreglan skal hún heita. Það er klárt mál að menn hafa tekið sig til og kynnt sér hana. Það ákvað ég líka að gera. Fyrir aðra áhugasama er hana annars að finna hér.
Til að byrja með þá verður að viðurkennast að Björn Bjarnason hefur rétt fyrir sér, þegar hann segir að það sé derogation (Afbrigði? Orðið þýðir alla vega að víkja frá venju) að taka mál hælisleitanda fyrir í því ríki þar sem hann sækir um hæli, sé hann til að mynda með vegabréfsáritun frá öðru aðildarríki. Hér eru þær klausur úr reglugerðinni sem við eiga:
1. Member States shall examine the application of any third-country national who applies at the border or in their territory to any one of them for asylum. The application shall be examined by a single Member State, which shall be the one which the criteria set out in Chapter III indicate is responsible.
2. By way of derogation from paragraph 1, each Member State may examine an application for asylum lodged with it by a third-country national, even if such examination is not its responsibility under the criteria laid down in this Regulation. In such an event, that Member State shall become the Member State responsible within the meaning of this Regulation and shall assume the obligations associated with that responsibility. Where appropriate, it shall inform the Member State previously responsible, the Member State conducting a procedure for determining the Member State responsible or the Member State which has been requested to take charge of or take back the applicant.
Lausleg þýðing og samantekt: Venjulega skal miðað við að eitt land, sem er ábyrgt samkvæmt nánar tilgreindum viðmiðum, skuli taka umsókn hælisleitanda til skoðunar. Annað er leyfilegt, en er þá svonefnt derogation.
Síðar koma viðmiðin:
[Fyrst koma klausur um fjölskyldustöðu - ef hælisleitandi á t.d. ættingja sem fengið hefur hæli í tilteknu landi skal það land vera ábyrgt fyrir því að skoða hælisumsókn viðkomandi]
...
1. Where the asylum seeker is in possession of a valid residence document, the Member State which issued the document shall be responsible for examining the application for asylum.
2. Where the asylum seeker is in possession of a valid visa, the Member State which issued the visa shall be responsible for examining the application for asylum, unless the visa was issued when acting for or on the written authorisation of another Member State. In such a case, the latter Member State shall be responsible for examining the application for asylum. Where a Member State first consults the central authority of another Member State, in particular for security reasons, the latter's reply to the consultation shall not constitute written authorisation within the meaning of this provision.
Hið síðara er þá það sem á við í tilfelli Pauls Ramses, og líklega flestra hælisleitenda sem hingað koma. Erfitt er fyrir þá að koma hingað án þess að fá áður vegabréfsáritun í öðru aðildarríki - eða svo myndi maður ætla.
Ég reyndi einnig að komast að því hvaða stefnu önnur Evrópuríki fylgja í þessum efnum, en fann í fljótu bragði bara upplýsingar um stefnuna í Danmörku:
If, in accordance with the Dublin Regulation, the Immigration Service establishes that another EU country is responsible for an asylum application, the service will normally ask this country to assume responsibility for processing it. If the state in question agrees to do so, the asylum seeker will be transferred to that country for processing.
Af þessu má ráða að það er viðgefin venja hjá Dönum að senda hælisleitendur til þess lands sem er ábyrgt samkvæmt Dublinreglunni. Leiða má að því líkur að fleiri ríki stundi hið sama.
Það virðist því vera rétt, strangt til tekið, að Ísland sker sig ekki sérstaklega úr hvað beitingu reglugerðarinnar varðar. Þó skal á það bent að landfræðileg lega Íslands er afskaplega 'heppileg' hvað varðar það að reglugerðin gerir hælisleitendum í raun nánast ómögulegt að sækja um hæli hér.
Einnig hef ég fundið vísbendingar þess efnis að reglugerðin kunni að vera í endurskoðun - hún hefur alla vega verið gagnrýnd af ECRE (European Council on Refugees and Exiles):
Some states are denying access to an asylum procedure to individuals transferred under the Dublin system, thereby placing them at risk of refoulement;
Some states are increasingly using detention to enforce Dublin transfers;
The Dublin system is having a particularly harsh impact on separated children and on families by preventing people from joining their relatives;
Vulnerable applicants such as torture survivors are especially badly affected because of the widely differing reception conditions in EU states, including in relation to the provision of health care and psychiatric treatment;
Many states are not opting to use the sovereignty and humanitarian clauses to alleviate these problems, or are doing so in an inconsistent manner;
Applicants are often not being informed about the workings of the Dublin system where it might help with the identification of the responsible state, for example where they have family members present in another state;
States are failing to share information with each other which can also frustrate the quick and correct identification of the responsible state;
Most states do not guarantee a suspensive appeal right enabling individuals to challenge transfer under Dublin where mistakes have been made or where it would breach states obligations under international law.
Hið feitletraða er nokkuð sem ég myndi telja að eigi sérstaklega vel við í tilfelli Pauls Ramses og fjölskyldu. Það er nefnilega sitthvað að finna í reglugerðinni um mannúðarmarkmið, og þá sérstaklega það markmið að halda fjölskyldum saman.
Þessa klausu er að finna í fyrsta kafla reglugerðarinnar, þar sem markmið hennar eru reifuð:
(6) Family unity should be preserved in so far as this is compatible with the other objectives pursued by establishing criteria and mechanisms for determining the Member State responsible for examining an asylum application.
Ég hefði haldið að það bryti klárlega gegn 'fjölskylduheild' að taka föður frá nýfæddu barni sinni og konu ...
Síðar í reglugerðinni kemur mannúðarkafli, og þar stendur meðal annars þetta:
1. Any Member State, even where it is not responsible under the criteria set out in this Regulation, may bring together family members, as well as other dependent relatives, on humanitarian grounds based in particular on family or cultural considerations. In this case that Member State shall, at the request of another Member State, examine the application for asylum of the person concerned. The persons concerned must consent.
2. In cases in which the person concerned is dependent on the assistance of the other on account of pregnancy or a new-born child, serious illness, severe handicap or old age, Member States shall normally keep or bring together the asylum seeker with another relative present in the territory of one of the Member States, provided that family ties existed in the country of origin.
...
Ég fæ ekki betur séð en að báðar klausurnar, ekki síst sú síðari, eigi við í tilfelli Pauls Ramses. Eiginkona hans var jú ólétt hér á landi þegar hann sótti um hæli.
Ekkert er hafið yfir gagnrýni - ekki síst lög og reglugerðir.
Enn engin kæra komin til dómsmálaráðuneytis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
30.6.2008 | 14:49
Gengisfall Íslands og lausnirnar á því
Krónan er eilítið að styrkjast í dag. Það er æskilegt að sú þróun haldi áfram, og það sem lengst.
Núverandi ástand er nefnilega alls ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þegar maður horfir á þetta blákalt er staðan nefnilega sú að við Íslendingar erum orðnir fátæklingar í alþjóðasamfélaginu. Laun okkar duga núna um 40% skemur erlendis en þau gerðu um áramótin. Maður veigrar sér bókstaflega við því að skreppa út fyrir landssteinana - svo mikið tapast á því fjárhagslega núorðið. Ekki það að verðlagið hér innanlands sé eitthvað til að gleðjast yfir (og mun það tæplega skána á næstu mánuðum), en sá lífsstíll sem maður temur sér á ferðalögum er nógu dýr fyrir, þó ekki komi þar lágt gengi krónunnar til.
Ein leið til að bæta úr þessu væri að hækka launin, en það væri vafalaust skammgóður vermir. Líkt og verðhækkanir á neysluvörum myndi slíkt lítið annað gera en að ýta undir verðbólgu. Ójafnvægið yrði ekki leiðrétt með þeim hætti.
Kosturinn við þetta allt saman er að eitthvað virðist vera farið að draga úr þeirri gengdarlausu neyslu sem Íslendingar hafa tamið sér. Þannig hefur til að mynda innflutningur á bílum dregist verulega saman. Án efa er þetta hluti vandans - of mikið flutt inn, en of lítið flutt út. Verðmætasköpun hér á landi er fremur lítil, miðað við flest önnur nútímaríki.
Verst er þó að einu lausnirnar sem virðast vera í boði eru hálfkommúnískar stórframkvæmdir ríkisvaldsins í samstarfi við erlend risafyrirtæki, sem græða mest á ævintýrinu sjálf, en skilja ekkert annað eftir en einhverja brauðmola hér á skerinu. Má vera að brauðmolarnir séu tiltölulega stórir og feitir - en ég held að við eigum að geta gert betur. Hvar er frumkvæði og kraftur einstaklingsins, sem frjálshyggjumenn lofa svo mjög? Jú, það virðist helst vera að finna hjá hinum 'vonda' Jóni Ólafssyni, sem ætlar að flytja út íslenskt vatn ...
Einnig má nefna fyrirtæki á borð við Össur og Marel, sem hafa fundið leiðir til að breyta hugviti í peninga. Æskilegt væri að sjá meira af slíku hér á skerinu. Það þarf jafnvel ekki að fara það langt að framleiðslan sé nýstárleg eða framúrskarandi, eins og hjá þeim fyrirtækjum - lágmarkið er að framleiðslan sé íslensk. Að flytja inn súrál og bræða er eins frumstætt og það getur orðið. Þetta er sú karfa sem íslenska ríkisvaldið vill leggja öll sín egg í til frambúðar. Auðvitað er það áhyggjuefni að einstaklingsframtakið mætti alveg skila sér í fleiri fyrirtækjum sem leggja áherslu á iðnað, en ætli ríkisvaldið að skipta sér af því á annað borð, þá hlýtur það að geta látið sér detta eitthvað fleira í hug en samninga við álrisa.
Þetta er meðal þess sem Björk Guðmundsdóttir og félagar eru að tala um þessa dagana. Sumir virðast hins vegar hafa lítinn áhuga á að hlusta á það ágæta fólk, en senda því þess í stað háðsglósur um að tónleikar þeirra hafi nú verið fluttir með hjálp rafmagns, og að tónleikagestir hafi skilið eftir sig áldósir. Svo má auðvitað ekki gleyma að bæta því við að þetta fólk ferðast, eins og aðrir, í flugvélum gerðum úr áli. Því auðvitað verða allir þeir sem vilja ekki að hér sé virkjað í gríð og erg til að dæla niður álverum að hætta alfarið að nota rafmagn og ál til að vera marktækir í umræðunni - það segir sig vitaskuld sjálft.
Á Íslandi reynist nefnilega oft afskaplega erfitt að ræða einhver grundvallaratriði. Eins og ég hef oft bent á áður, þá fer umræðan þess í stað gjarnan út í flokkadrætti og skítkast. Fólk er annað hvort með eða á móti. Þetta er miður. Það á alveg að vera hægt að ræða það hvernig við viljum nýta hina hreinu orku okkar, og hversu mikið við viljum virkja, án þess að allir þeir sem eru mótfallnir stefnu núverandi valdhafa (því Samfylkingin virðist því miður engu ætla að breyta hvað þessu viðkemur) í þessum efnum séu úthrópaðir sem hræsnarar og afturhaldsseggir.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
27.6.2008 | 16:20
Bull er þetta
Hvað ef Ungir jafnaðarmenn eru sammála stefnu flokksins að flestu, eða alla vega mörgu öðru leyti? Hvað ef þeim finnst Samfylkingin endurspegla sín sjónarmið hvað best allra flokka? Hvert eiga þeir þá að fara?
Einhvern flokk verður maður víst að styðja í þessu blessaða flokkakerfi (vilji maður vera pólitískt þenkjandi á annað borð), jafnvel þó maður sé ekki sammála öllu því sem forystan gerir. Þessi kvöð felur þó ekki í sér skilyrðislausa og heilalausa flokkshollustu.
Það er jákvætt að standa á sínu og gagnrýna það sem manni mislíkar. Það er sérstaklega til marks um sterkan karakter að geta gagnrýnt þá sem standa manni næst.
Ég hef til að mynda alltaf að vissu leyti dáðst að SUS, sem oft hefur gefið út yfirlýsingar þar sem forysta Sjálfstæðisflokksins er gagnrýnd, og ýtt er á hana að fara eftir þeirri stefnu sem SUS hefur markað sér. Nú hafa Ungir jafnaðarmenn sýnt að þeir hafa álíka hörð bein í sínum nefum - og það er virðingarvert.
Þessi yfirlýsing UVG er lítið annað en barnaleg stríðni - "Akkuru fariði ekki bara eitthvað annað ef þið eruð ósáttir?"
Betra hefði að mínu mati farið á því að fagna þessari yfirlýsingu Ungra jafnaðarmanna og skora á forystu Samfylkingarinnar að hlusta á unga fólkið sitt. Það hefði verið mun sterkari leikur, og mun betur til þess fallinn að vekja athygli á málstaðnum, en ekki grunnhyggnu karpi á milli flokka.
Þessi bullmálflutningur Vinstri grænna minnir mig annars um margt á þá sem hæddust að dómnefndinni sem gagnrýndi skipun Þorsteins Davíðssonar vegna þess að "hún sagði ekki af sér", í stað þess að svara því sem hún hafði fram að færa ... og það þykir mér uggvænlegt.
Besta gagnrýnin kemur að innan. Þannig hefur það alltaf verið.
Ungir jafnaðarmenn segi sig úr Samfylkingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.6.2008 | 18:34
Jahá
Já, jahá.
Er ég einn um að vera uggandi yfir þessum aðgerðum? Er ég að misskilja eitthvað?
Það fyrsta sem mér datt í hug var nefnilega að þetta (lán Íbúðalánasjóðs til banka, og afnám brunabótaviðmiðsins) þýðir aukið framboð á lánsfé til íbúðakaupa.
Var þetta ekki orsök þenslunar á húsnæðismarkaði til að byrja með - offramboð á lánsfé? Með innkomu bankanna gat fólk tekið hærri lán, sem vitaskuld ýtti húsnæðisverðinu smátt og smátt upp. Auðvitað er til að mynda aðeins minni hvati fyrir fólk að semja um lækkað verð þegar það tekur 90% lán, en þegar það tekur 70% lán, svo dæmi sé tekið. Þegar lítið er greitt út í hönd er auðvelt að sópa afgangnum undir teppið.
Þetta er vitaskuld einföldun, en ég tel þetta standast, í grófum dráttum.
Nú er svo komið að íbúðaverð hérlendis er hreinlega of hátt. Hverjum það er nú um að kenna þá hefur þetta leitt til þess að útlánahjólin hafa stöðvast. Bankarnir meta klárlega stöðuna sem svo að ekki borgar sig lengur að lána jafn ört og þeir gerðu áður, á því verði sem íbúðir seljast á núorðið. Íbúðalán eru lánuð til lengri tíma, sem þýðir vitaskuld þau eru hreinlega ekki arðbær til skamms tíma.
Það eru síðan ekki bara bankarnir sem eru orðnir tregir til að lána - fólk verður auðvitað að einhverju tregara til að kaupa eftir því sem verðið hækkar, óháð framboði á lánsfé. Það sem ætti eðlilega að gerast, með minnkandi eftirspurn, er að húsnæðisverð lækkar aftur - seljendur lækka verðið niður í það sem kaupendur og lánveitendur ráða við. Einhverjir tapa auðvitað á þessu, en aðrir græða á móti.
Í stað þess að leyfa lögmálinu um framboð og eftirspurn að ráða ferðinni er hins vegar farið í aðgerðir til að handstýra framboðinu á lánsfé - sem vitaskuld viðheldur óbreyttu, eða jafnvel hækkandi fasteignaverði.
Óháð því hversu slæmt er fyrir fólk að þurfa að borga svimandi háar upphæðir fyrir húsnæði - hvaða áhrif ætli þetta hafi nú á verðbólguna? Ekki er hún nú til að mynda góð fyrir fólk með verðtryggð húsnæðislán á herðunum ...
Það er jákvætt að auðvelda ungu fólki að kaupa sína fyrstu íbúð, en ég tel réttu leiðina til þess ekki þá að einfaldlega henda í það meira lánsfé. Fyrr eða síðar kemur að skuldadögum. Eina rétta leiðin er að leyfa húsnæðisverðinu að lækka. Eða það held ég ...
Breytingar á Íbúðalánasjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 4.7.2008 kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.6.2008 | 17:17
Góðar fréttir
Þetta er fyrsta vísbendingin sem ég sé í þá veru að Sjálfstæðismenn í borginni taki kjósendur sína alvarlega og virði þeirra vilja. Það dugir ekki til langframa að kvarta yfir því að allt sé andstæðingunum að kenna - fyrr eða síðar verður maður að líta í eigin barm.
Reyndar var þeim líklega ekki stætt á öðru en að velja Hönnu Birnu sem arftaka Ólafs F. Annað hefði verið lítið annað lokanaglinn í þá líkkistu sem borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna hefur verið afskaplega iðinn við að smíða sér undanfarin misseri. Nú fær hann hins vegar gálgafrest, og annað tækifæri til að endurvinna sér traust kjósenda - hversu erfitt sem það kann að reynast.
Þessi niðurstaða hlýtur hins vegar að vera Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni sár vonbrigði. Ekki var nú borgarstjóraseta hans löng né farsæl, og nú er fyrirséð að hann muni aldrei fá tækifæri til að bæta þar úr. Það er hins vegar þannig með þetta blessaða pólitíska traust - þegar það er farið, þá er afskaplega erfitt að endurheimta það. Einu gildir hvað olli, eða hvort það var sanngjarnt. Vilhjálmur er rúinn trausti, hvort sem honum líkar það betur eða verr. Þá dugir lítið annað en að stíga til hliðar. Reyndar má færa sterk rök fyrir því að hið sama hefði flokkurinn allur átt að gera þegar fyrri meirihlutinn sprakk (í stað þess að rjúka til og mynda nýjan og veikan meirihluta um leið og tækifæri gafst), en það er allt önnur og lengri saga.
Annars vorkenni ég nú mest aumingja myndhöggvaranum ...
Hanna Birna verður borgarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2008 | 16:12
Evrópskir sjómenn mótmæla
24.5.2008 | 12:48
Eðlilegar spurningar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.4.2008 | 16:33
Undirliggjandi óánægja
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.4.2008 | 12:20
Af hnattrænni hlýnun
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
4.4.2008 | 16:43