"Probably the most ruthless company in the world"

Þetta eru orð sem höfð voru uppi um Rio Tinto, eins og vitnað er í bók Andra Snæs, Draumalandið. Því væri það ekki sérstaklega gaman ef þetta fyrirtæki keypti Alcan og væri þar með formlega með rekstur hérlendis. Svo hefur maður heyrt af því að hið sama fyrirtæki muni hugsanlega líka kaupa Alcoa; alla vega er þróunin í þessum bransa öll í átt að samþjöppun, þar sem stærstu risarnir eru að gleypa smáfiskana - og margir hafa verið orðaðir við að vilja kaupa Alcoa.

Gæti farið svo að íslenska stóriðjan verði öll rekin af sama risanum? Jafnvel risa sem er þekktur er fyrir ómennsku og svívirðilega framkomu?

Við sjáum nú þegar hvernig Impregilo hefur farið með erlenda starfsfólkið sem hefur unnið við Kárahnjúkavirkjun. Þar er allt gert til að halda verðinu niðri, enda er það bráðnauðsynleg forsenda hagnaðar þegar raforkan er seld á útsöluverði.

Er þetta virkilega það sem Íslendingar vilja? Að raforkan okkar sé seld nógu ódýrt til að hingað geti komið erlendir risar með mengandi starfsemi sem þeir gætu hæglega lagt niður, fái þeir betra verð annars staðar? Það er nefnilega algjört glapræði að halda að þó að einhvers staðar hafi verið byggt álver, þá sé tryggt að það muni standa endalaust. Sagan geymir fjölmörg dæmi um verksmiðjur sem hafa verið lagðar niður af því að ódýrara var að fara með sömu starfsemi annað.

En jæja, svo lengi sem við seljum okkur nógu helvíti ódýrt held ég að það sé lítil hætta á að álrisarnir verði okkur afhuga ...

P.S. PLC Stendur fyrir Public Limited Company, sem er breskt hugtak sem þýðir einfaldlega hlutafélag. Þetta er því ekki hluti af nafni fyrirtækisins, og því bjánalegt að hafa það með í íslenskum texta. Það er alltaf jafn leiðinlegt þegar þýðendur skilja ekki alveg það sem þeir eru að þýða.


mbl.is Rio Tinto sagt íhuga yfirtökutilboð í Alcan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: AK-72

Ef íslenskum stjórnvöldum er einhver alvara með því að mannréttindi verði hornsteinn utanríkistefnu og að Ísland skipi sér framarlega í verndun umhverfisins, þá eiga þau að beita fyrir sér að Rio Tinto og fyrirtæki á þeirra vegum starfi ekki hér á landi né sambærileg fyrirtæki. Rio Tinto tengist umfangsmiklums stríðsglæpum sem kostuðu um 15.000 manns lífið að minnsta kosti, stórfelldum umhverfisspjöllum, , allskonar mannréttindabrotum og margt, margt fleira. 



AK-72, 28.5.2007 kl. 20:08

2 Smámynd: Þarfagreinir

Hann hafði þetta annars staðar frá, eins og ég segi. Man þó ekki hvaðan, og er ekki með bókina við hendina.

Annars er smá klausa þarna:

http://en.wikipedia.org/wiki/Rio_Tinto_Group#Criticisms

... og svo má vafalítið grafa upp eitthvað fleira með hjálp Google.

Annars lýsi ég auðvitað aðaláhyggjuefnum mínum hér í færslunni ... og þau tengjast fæst siðferði og framferði Rio Tinto eða annarra fyrirtækja í fortíðinni. Svo finnst mér stórmerkilegt hversu lítið er gert úr fréttum sem berast sífellt af lélegum aðbúnaði erlendra verkamanna við Kárahnjúka - það er eins og við Íslendingar viljum bara sem minnst af því vita. Ég efa ekki að þeir Íslendingar sem munu starfa við álverið á Reyðarfirði munu búa við betri kost, en er fórnarkostnaðurinn virkilega þess virði, bara af því að útlendingar bera hann?

Þarfagreinir, 28.5.2007 kl. 21:43

3 Smámynd: AK-72

Fórnarkostnaðurinn er ekki ásættanlegur, engan veginn. Vandamálið er að það þarf hugarfarsbreytingu af hálfu Íslendinga sem eru xenophobiísk þjóð og sumum hverjum hættir til að líta á útlendinga sem annars flokks borgara sem séu svona framferði vanir hvort eð er. Þar með er málið dautt í þeirra huga en ef þetta væri Íslendingur að lenda í þessu einhvers staðar í Brasílíu t.d., þá væri allt brjálað hér.

Annars miðað við fréttaflutning af Kárahnjúkum og sögur sem ég hef heyrt frá 'islendingi sem hefur unnið þar, þá stenst þetta og jafnvel að það sé frekar dregið úr í fréttum. Þetta er Gulag norðursins.

AK-72, 29.5.2007 kl. 12:18

4 Smámynd: Sigurjón

Hvað á Rauðafljót að hafa gert svona hræðilegt?  Ég er forvitinn.

Sigurjón, 30.5.2007 kl. 00:03

5 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Smá ábending...... Googlið Rio Tinto og sjáið hvað kemur upp.  Nei við viljum ekki að þetta fyrirtæki borgi í kosningarsjóði fyrir næstu kosningar eða hafi nein ítök á Íslandi. Og það að Andri Snær sé eina heimildin fellur um sjálft sig ef bókin er lesin. Hann vann sína heimavinnu og heimildavinnu. Bókin er löðrungur frá blaðsíðu til blaðsíðu.

Ævar Rafn Kjartansson, 30.5.2007 kl. 00:11

6 Smámynd: Þarfagreinir

Rauðafljót er ljótt!

En já, bókin hans Andra er mjög góð, og ég mæli með henni hiklaust. Þetta er langt frá því að vera einhliða áróður, þó hún sé auðvitað lituð af skoðunum höfundarins að einhverju leyti. Þarna kemur margt áhugavert og umhugsunarvert fram.

Þarfagreinir, 30.5.2007 kl. 10:43

7 Smámynd: halkatla

þetta er skuggaleg þróun, og það virðist ekki á valdi íslendinga að taka neinar ákvarðnir um landið sitt. Það er allt í höndum "fagaðila"

halkatla, 30.5.2007 kl. 15:41

8 Smámynd: Sigurjón

Ég bíð enn eftir svari...

Sigurjón, 31.5.2007 kl. 00:30

9 Smámynd: Þarfagreinir

Það var komið maður. Rauðafljót er ljótt!

Annars var það spaug ... ekkert að Rauðafljóti.

Alvöru svarið er:

Eitt það versta sem maður hefur heyrt af í sambandi við fyrirtækið eru aðgerðir Rio Tinto í Bougainville-héraði í Papúa Nýju-Geníu. Þar reisti undirfyrirtæki Rio Tinto koparnámu á 8. áratugnum. Innfæddir voru víst ekki par sáttir við umhverfisáhrifin, né heldur við að fá enga sneið af kökunni. Deilurnar leiddu loks til uppreisnar innfæddra, átökin vörðu alllengi. Árið 2000 lögsóttu innfæddir Rio Tinto fyrir hlut þeirra í málinu (það má sjá hér - já, þetta er hlekkur). Það mál er víst enn í gangi. Reyndar er víst ríkisstjórn Pápúa Nýju-Gíneu ekkert síður saklaus af þessu öllu saman.

Svo eru til margar nýlegri sögur ... Freeport-náman (aftur í PNG) ... "a mine described as having the world's worst record of human rights violations and environmental destruction", sem og náma í Borneó sem fara heldur ekki fagrar sögur af (heimildir hérna).

Annars er bara að Googla til að finna meira .. í hið allra minnsta er ekki hægt að segja að ímynd Rio Tinto sé sérstaklega jákvæð.

Þarfagreinir, 31.5.2007 kl. 11:05

10 identicon

Vér vorum að velta fyrir oss hvernig PLC tengist innihaldi pistilsins. Oss finnst að eftirskrift ætti hið minnsta að tengjast efninu sjálfu, en í meginpistlinum kemur eigi nokkuð fram sem á nokkurn hátt er skylt hlutafélagi. Vér vildum einungis benda á það, þó óskiljanlegt sé. Gætuð þér máski upplýst um tenginguna.

Fergesji 7.6.2007 kl. 18:30

11 Smámynd: Þarfagreinir

Tengingin er sú að fréttin sem ég vísa til hefst á orðunum 'Ensk-ástralska námufélagið Rio Tinto PLC ...'. sú er tengingin. Rétt er það að í pistli mínum kemur hins vegar ekkert fram um þetta, þannig að líklega hefði verið skýrara ef ég hefði tekið fram að ég væri að vísa þarna til fréttarinnar.

Þarfagreinir, 7.6.2007 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband