Klukk

Jæja, ég náði ekki að forðast klukkið. Það var gert úr launsátri á meðan ég var í fríi. Þá er bara að bíta í það súra epli:

 

1) Ég á tvö alsystkyni sem bæði hafa sama afmælisdag og ég.

2) Ég er með fullt sett af algjörlega heilum tönnum; ekkert hefur verið fjarlægt né nokkru bætt við - hvað þá nokkuð rétt af.

3) Ég hef afar takmarkaða listræna hæfileika ... nema forritun teljist list ... og svo er það ritlist og ljóðlist þegar ég nenni að iðka slíkt.

4) Ég var mjög uppátækjasamur í æsku; eitt sem ég gerði var til að mynda að troða flíkum inn í aðrar flíkur til að búa til 'gervimenn' - mér skilst að foreldrum mínum hafi oftar en ekki brugðið við að rekast á þá, þar sem þau héldu oft í fyrstu að þetta væru alvöru óboðnir gestir í húsið.

5) Eitt sinn ætlaði ég mér að læra bókmenntafræði. Sennilega var það uppreisn gegn hinum óumflýjanlegu örlögum mínum - að verða tölvunarfræðingur.

6) Mér leiðist stærðfræðigreining óheyrilega mikið, en hef þeim mun meira gaman af til að mynda talnafræði og líkindafræði. Líklega er mér bara illa við rauntölur.

7) Ég er INTJ, samkvæmt persónuleikaprófi nokkru sem ég hef miklar mætur á.

8) Ég á erfitt með að tala um sjálfan mig, eins og sannast á því að ég var lengi að berja saman þennan lista.

 

Ég mun síðan finna átta aðra sem ekki hafa verið klukkaðir og klukka þá.

En spurningin er þá: Hvað gerist þegar hin átta síðustu sem ekki hafa verið klukkuð verða klukkuð? Hverja eiga þau að klukka? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þá byrjar romsan upp á nýtt hehe

Ragnheiður , 18.7.2007 kl. 14:55

2 Smámynd: Sigurjón

Hvað er klukkan?

Sigurjón, 18.7.2007 kl. 17:03

3 identicon

Atriði fjögur vakti athygli mína. Ég gerði nefnilega stundum slíkt hið sama ásamt vinkonunum í kringum 9-10 ára aldurinn og má þar nefna karakterinn Stefán sem var snyrtidúkkuhaus á kústskafti í síðum frakka sem einhver hélt svo uppi (innan undir frakkanum). Síðan var gengið með Stefán um hverfið og stóð einnig til að fara með hann í Ikea eða Kringluna einn daginn sem ekkert varð nú úr, því miður. Einu sinni datt Stefán, eða öllu heldur stelpan sem hélt honum uppi, yfir sigið grindverk rétt hjá Suðurveri og þá var mikið hlegið.

Skoffínið 18.7.2007 kl. 18:41

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Híhí skemmtilegur listi.  Ég var í því á mínum yngri árum að senda gínu (karl í jakkafötum og glas í hendi) með leigubíl á undan mér í gleðskap.  Vakti mikla lukku enda helv... brjálæðislega fyndin með glasið, allur á iði (úr einhverju frauðgúmmíi).  Sama heilkenni?  Hvar er sjálft persónuleikaprófið?

Til hamingju með tönnslurnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.7.2007 kl. 20:44

5 Smámynd: Þarfagreinir

Gaman að það eru fleiri sem hafa stundað 'gervimennsku', enda er þetta holl og gefandi iðja.

Prófið er til í ýmsum útgáfum, en ég fæ alltaf það sama út úr þeim öllum og hef alltaf gert.

Ein góð útgáfa er til dæmis hérna:

http://www.humanmetrics.com/cgi-win/JTypes1.htm

Best er síðan bara að googla týpuna sem kemur út til að lesa sér til um hana. 

Þarfagreinir, 18.7.2007 kl. 22:13

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehe... mér fannst atriði nr.4 best, þú varst greinilega að búa til dúkkur !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.7.2007 kl. 00:25

7 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ja hérna.......... þetta með tennurnar og systkynin er rannsóknardæmi.

 Svo rannsakaði ég INTJ og andskotinn ég þarf að skoða þetta og mig nánar!

http://www.personalitypage.com/INTJ.html

 Þetta þýðir kannski það að ég sé líka rannsóknarvert frík? Allavega miðað við tenginguna hér að ofan.

Ævar Rafn Kjartansson, 20.7.2007 kl. 00:31

8 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Samkvæmt prófinu er ég INFJ?

Ævar Rafn Kjartansson, 20.7.2007 kl. 00:49

9 Smámynd: Þarfagreinir

Bróðir minn er líka INFJ; þetta er rannsóknarferð fríktýpa alveg eins og INTJ.

Og Guðsteinn - þetta voru EKKI dúkkur!

Þarfagreinir, 20.7.2007 kl. 01:46

10 identicon

ok, ef við göngum út frá því að þú hafir rétt fyrir þér, hvað eigum Við að gera í málinu?

Kristbjörg 20.7.2007 kl. 02:15

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Og Guðsteinn - þetta voru EKKI dúkkur!

Þú segir okkur það !
hehehe ... sorrý ég varð, mar fær svona nasty kast annars lagið! tíhí!!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.7.2007 kl. 08:22

12 Smámynd: Fræðingur

Áhugavert þetta próf lýsir því yfir að ég sé INTJ. Það virðist vera svolítið misjafnt eftir prófum hvort ég mælist INTP eða INTJ.

Fræðingur, 24.7.2007 kl. 15:50

13 Smámynd: Þarfagreinir

Já, mér skilst af því sem ég hef lesið að það sé algengt að sveiflast á milli INTJ og INTP, en að þeir sem geri það séu líklegri til að vera INTP í rauninni ...

Þarfagreinir, 25.7.2007 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband