Snilld

Dæmigerður lögreglustjóri mælir(?): 

Hvað segiði - hefur hlutfalli ofbeldisbrota sem eru framin milli miðnættis og sex að morgni aukist? Það gengur auðvitað ekki! Það er aðeins eitt við því að gera; skerðum opnunartíma skemmtistaða og fáum með því fólk til að  mæta fyrr! Þá færast ofbeldisbrotin frekar fram fyrir miðnætti, og þá höfum við bætt hlutfallið! Því að ofbeldisbrot sem eru framin fyrir miðnætti eru, eins og allir vita, skárri en þau sem eru framin eftir miðnætti!

Hvað segiði - hefur ásýnd miðborgarinnar versnað? Það gengur auðvitað ekki! Það er aðeins eitt við því að gera; dreifum skemmtistöðunum um borgina! Þá skánar ásýnd miðborgarinnar, af því að fólk mun haga sér eins og fífl víðar um borgina, og ekki jafn margir munu drekka sig blindfulla og skapa vandræði í miðborginni! Svo vita allir að ástæða þess að fólk beitir hvert annað ofbeldi í miðbænum er að of margir eru þjappaðir saman, svona eins og dýr í of litlu búri.

Jæja, þetta var nú fljótafgreitt. Svakalega er ég ánægður með að hafa lesið bækurnar hans B.F. Skinners; núna get ég leyst glæpavandamálin með því að fá borgaryfirvöld í það með að setja alls kyns reglugerðir til að smala fólki til eins og rottum svo það fari sér nú ekki að voða. Hvað segiði - eigum við ekki bara að leggja niður löggæsluna, þar sem það má leysa allan vanda og útrýma óæskilegri hegðun bara með smá atferlisfræði?

 

P.S. Færslu þessa skal lesa með sæmilega afslöppuðu hugarfari. Ekki er ætlunin að væna einn né neinn um ofangreindan hugsanahátt eða níða ákveðna menn. Þetta er meira hugsað sem tilraun til að varpa ljósi á kjánaskapinn í hugmyndafræði af því tagi sem endurspeglast í fréttinni sem færslan er skrifuð um.


mbl.is Sammála um að bæta þurfi ástandið í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arfgeng?

Smá smámunasemi hérna ...

Það  er ekki með réttu hægt að kalla það 'arfgengi' að einhver hegðun móður sem gengur með barn hafi áhrif á barnið síðar meir. Arfgengi er það þegar einhverjir eiginleikar eru kóðaðir í genin, og erfast þá yfir í afkvæmið með beinum hætti.

Annars væri áhugavert að fá að vita meira um af hverju þetta stafar. Getur verið að ákveðinn matur sé beinlínis líkamlega ávanabindandi? Gildir það þá um allan mat, eða kannski bara ruslfæði? Ef svo er, af hverju? Hvað er það í matnum nákvæmlega sem er ávanabindandi?

Já, það eru fleiri spurningar sem vakna við þessar rannsóknarniðurstöður en er svarað.


mbl.is Löngun fólks í ruslfæði sögð vera „arfgeng“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegna fjölskyldunnar já

Þetta er klassísk og alþekkt afsökun þess sem vill ekki gefa upp alvöru ástæðuna fyrir afsögn sinni. Eitthvað meira býr nú þarna að baki - líklega það að Bush hefur aldrei verið óvinsælli og er búinn að glata öllu því trausti sem hann hafði; það er alls ekkert gaman að vera jámaður hans núorðið. Ég skil því vel ef Rove finnst sér ekki vera stætt á því að standa að baki Búsknum lengur. Svo hjálpar auðvitað ekkert til að vera bendlaður við brottrekstur saksóknaranna, þann fáránlega skandal.

Nú finnst mér að Rove eigi að nota tækifærið og biðjast afsökunar á að hafa átt stóran þátt í því að þessi erkibjáni og yfirgangsseggur tróð sér inn í Hvíta húsið. Því miður held ég nú að þess verði langt að bíða.


mbl.is Karl Rove að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

PR-mistök dauðans

Vá ... að kæra Rauða krossinn vegna þess að fyrirtækið á einkaleyfi á merkinu, en ekki Rauði krossinn sjálfur ...

Auðvitað er þetta (væntanlega) tæknilega séð rétt, en þetta gerir ekkert annað en að láta Johnson & Johnson líta út eins og gráðuga bastarða sem víla ekki fyrir sér að 'stela' merkinu af þekktustu hjálparsamtökum heims til að græða á því sjálfir. Ekki vissi ég til dæmis að Johnson & Johnson ættu einkaleyfi á þessu merki - hvernig í fjáranum kom það eiginlega til? Og hvaða hagsmuni fyrirtækisins skaðar það eiginlega að Rauði krossinn sé sjálfur farinn að nota þetta merki í viðskiptalegum tilgangi? Skaðar þetta sölu fyrirtækisins á sínum vörum eitthvað? Ég held að forsvarsmenn þess eigi nú eftir að sjá það að svona yfirgangssemi mun alveg örugglega ekki bæta söluna hjá þeim.

Annars sýnir þetta nú fyrst og fremst hversu bjánaleg einkaleyfi geta verið. Að það sé hægt að fá einkaleyfi á svona gömlu og einföldu merki er auðvitað firra; álíka bjánalegt og að einhver fengi einkaleyfi á stöðvunarskyldumerkinu. Ég sé samt alveg fyrir mér að það gæti gerst, svei mér þá.


mbl.is Rauði krossinn kærður fyrir að nota rauða krossinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Google kemur til bjargar

Fundið á innan við mínútu: 

http://emvergeoning.com/?p=651 

 

Skemmtilegt þá notaði höfundur þessarar bloggfærslu líka Google til að komast að kjarna málsins. Það hefur þó líklega tekið hann aðeins lengur en það tók mig að finna bloggfærsluna ...


mbl.is Týndum Lego-kalli skolar á land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá ætti það að vera ljóst

Kafeel Ahmed kom aldrei til Íslands. Það er einungis saga sem hann spann til að útskýra fjarveru sína; að hann væri á Íslandi til að vinna að verkefni tengdu rannsóknum á gróðurhúsaáhrifunum. Vonandi fer fólk að skilja þetta; ekki síst...

Afkomandi Óðins?

Eftir að hafa lesið American Gods getur maður ekki annað en velt því fyrir sér ...  Þetta er alla vega með frumlegustu sjálfsmorðsaðferðum sem maður hefur heyrt af. Gott að manngreyið fannst; vonandi finnur hann meiri tilgang með lífinu eftir þessa...

Göfugt

Já, þeir eru göfugir Kanarnir. Dæla peningum í Sádi-Arabíu, sem er ekki lýðræðisríki fyrir fimmaura. Allt vegna þess að stjórnvöld þar eru þeim vinveitt og líkleg til að styðja þá í hvaða því rugli sem þeir kunnu að taka sér fyrir hendur í...

Mission Accomplished?

Já, svari hver fyrir sig. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það að mikið í 'tísku' að gagnrýna hernað Bandaríkjamanna í Írak og velta sér upp úr hversu ömurlegt ástandið er þarna núna, en staðreyndin er sú að fjölmargir höfðu miklar efasemdir um ágæti...

Endalaust okur

Ég horfði á Ísland í dag í gær (já, ég veit að þetta er ruglingslegt; mig svimar sjálfum við að skrifa þetta). Þar var meðal annars fjallað um þá ömurlegu staðreynd að verðlag hefur ekkert lækkað hér á skerinu þrátt fyrir að krónan hafi styrkst verulega...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband