23.6.2007 | 11:37
Yodahundur?
Ljótasti hundur heims krýndur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 15:56
Ja hérna
Má vera að ég sé eftirtektarlaus einfeldningur, en ég verð að segja að þessi niðurstaða kemur mér á óvart.
Ég man nefnilega alls ekki til þess að nokkurn tímann hafi verið farið með rangt mál í þessum fréttaflutningi, eins og fullyrt er í úrskurði siðanefndarinnar. Málið snerist einungis um það að hugsanlegri tilvonandi tengdardóttur Jónínu var veittur ríkisborgararéttur af Allsherjarnefnd með að því er virtist í besta falli undarlegum hætti. Þó svo að Kastljósið hafi auðvitað að hluta til beinst að Jónínu, þá minnist ég þess ekki að því hafi verið beinlínis haldið fram að hún hafi sjálf haft bein óeðlileg áhrif á gang mála. Hins vegar vöknuðu að sjálfsögðu grunsemdir um að svo væri, hjá mér og ýmsum fleirum. En er þá við fjölmiðlana að sakast? Mega þeir ekki fjalla um það þegar grunur vaknar um að óeðlilega hafi verið að málum staðið? Það er svo ekki eins og Jónína hafi ekki fengið tækifæri til að svara fyrir sig, né heldur meðlimir Allsherjarnefndar.
Ég minni á að ýmislegt var grafið upp eftir því sem á leið, og eftir stendur að mörgum spurningum er enn ósvarað, og Allsherjarnefnd er í mínum augum algjörlega rúin öllu trausti - ég get nefnilega ekki ályktað sem svo, út frá þeim gögnum og svörum sem fram hafa komið, að annað hvort hafi nefndin veitt þessari stelpu óeðlilegan forgang, eða þá vissu nefndarmenn ekki baun í bala hvern fjárann þau voru að gera. Já, þið hin 'vantrúuðu' getið röflað fram í rauðan dauðann um að það sé nákvæmlega ekkert óeðlilegt við að nefndarmeðlimir hafi hvorki tekið eftir því að stelpan var skráð á lögheimili Jónínu, né heldur því að móðir Jónínu var meðmælandi. Sjálfur get ég ekki litið á þetta öðruvísi en svo, að hafi nefndin ekki séð tengslin út frá þessum tveimur staðreyndum, þá var hún gjörsamlega vanhæf til að sinna sínu starfi.
Smá ráðgjöf til stjórnmálamanna sem vilja forðast 'ofsóknir' af því tagi sem 'aumingja' Jónína varð fyrir: Hafið kerfið þannig að það geti notið trausts almennings, en ekki þannig að það virðist vera byggt á geðþótta minnisleysingja eingöngu.
Trú mín á stjórnmálamönnum minnkaði allverulega í kjölfar þessa máls - það eru hreinar línur. Því miður.
Annars hef ég skrifað alveg feykinóg um þetta mál; hafið þið áhuga á að kynna ykkur mín sjónarhorn frekar ætla ég að láta mér nægja að vísa í eldri færslur. Þó verð ég jafnframt að skjóta því inn að ég lýsi yfir algjörri hneykslun minni yfir því að núverandi ríkisstjórn virðist algjörlega áhugalaus um að gera úrbætur á þessu undanþáguferli, sem er í mínum augum ekkert annað en handónýtt og illa skilgreint rusl sem er galopið fyrir misnotkun.
P.S. Jónína; af hverju í andskotanum varstu að veifa skjölum um mannréttindabrot í Guatemala, þegar þessi stelpa tilgreindi engar slíkar ástæður í umsókn sinni?
Siðareglur brotnar í umfjöllun um tengdadóttur Jónínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
18.6.2007 | 17:11
Klifun
Ég trúi því engan veginn þegar bandarísk stjórnvöld segja Írani vera að styðja andspyrnuhreyfingar í Írak. Því miður hafa þau misst allt mitt traust fyrir löngu síðan. Þetta lyktar allt of mikið af því að Bush og félagar vilji ráðast inn í Íran næst, og séu að leita að ástæðum til að réttlæta slíka aðgerð. Þess fyrir utan skil ég ekki alveg hver hvatinn á að vera fyrir stjórnvöld í Íran ætti að vera til að grafa undan ríkjandi stjórnvöldum í Írak, en þar sitja nú Shi'a múslimar við völd, líkt og í Íran. Auðvitað er væntanlega hugmyndafræðilegur mismunur þarna á milli, en ég hefði haldið að þessi stjórnvöld væru Írönum miklu mun þóknanlegri en stjórn Saddams, sem var ein af þeim fáum í álfunni sem var veraldleg og ekki grundvölluð á Sharia.
En auðvitað er þetta snilldarlegt bragð hjá Könunum. Með því að kenna Íran um vandræðaganginn í Írak fá þeir í senn blóraböggul fyrir klúðrinu í Írak, og enn eina átylluna til að ráðast inn í Íran næst.
Ég vona bara svo sannarlega að alþjóðlegasamfélagið verði vakandi í það skiptið, en gleypi ekki lygarnar möglunarlaust. Því lygar voru það árið 2003, og lygar verða það næst þegar Bush og kónar hans ákveða að fara í stríðsleik.
Sem betur fer styttist nú verulega í að Búskurinn þurfi að láta af völdum, og vinsældir hans hafa aldrei verið minni. Sagan mun líklega dæma hann sem einn versta forseta sögunnar. Það væri alla vega meira en mátulegt á hann.
Ekkert lát á óöldinni í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2007 | 16:44
Fýldur Steingrímur hefur þó sitthvað til síns máls
Alltaf skal Steingrímur vera í fýlu. Auðvitað meinar hann vel, en ég skil mjög vel af hverju margir hafa það álit á honum og flokksfélögum hans að þau séu alltaf á móti öllu. Í stað þess að hæla stjórninni fyrir þetta jákvæða skref og gleðjast með þeim öldruðum sem enn geta unnið og verða nú ekki lengur fyrir tekjuskerðingu, kýs Steingrímur að mála ákvörðunina í sem svörtustu frjálshyggjulitum; þetta kemur þannig út að hann hafi hreint engan áhuga á að afnema tekjutengingu aldraðra, af því að brýnna er að gera eitthvað í málum aldraðra örykja frekar!
Þarna hefði sumsé mátt vanda orðavalið mun betur; árétta það að þó svo að ákvörðunin sé góð, þá sé enn margt eftir óunnið ... en slík diplómatíska hefur víst aldrei verið sterkasta hlið Steingríms, og manni finnst eins og hæfileikum hans á því sviði mannlegra samskipta fari síhrakandi þessa dagana; að fýlan yfir því að Vinstri Græn komust ekki í stjórn leki gjörsamlega af manninum í hverju hans orði.
Annars er þetta auðvitað hárrétt ábending hjá honum; aldraðir öryrkjar hafa það ansi skítt, og stór ástæða fyrir því er sú undarlega kerfisregla að öryrkjar skuli hætta að kallast öryrkjar þegar þeir verða aldraðir. Í kerfinu eru því í raun ekki til neinir aldraðir öryrkjar. Mér þykir brýn þörf á því að flokka hina öldruðu aðeins betur niður, svo hægt sé að veita þeim þjónustu eftir þeirra aðstæðum og getu. Vonandi hefur stjórnin slík plön á prjónunum.
Hrátt frjálshyggju kosningaloforð á sýndarmennskuþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2007 | 16:55
Sálmur
Undirrót allra lasta
Ágirndin kölluð er
Frómleika frá sér kasta
Fjárplógsmenn ágjarnir,
Sem freklega elska féð,
Auði með okri safna,
Andlegri blessun hafna,
En setja sál í veð.
---
Gott hjá Samfylkingunni annars að láta í sér heyra. Mér er þó spurn; greiddu ekki fulltrúar flokksins í bankaráði atkvæði með hækkuninni? Mér skilst að þeir hafi 'náð' að lækka hana úr 250 þúsundum niður í 200 þúsund, en hví ekki að greiða atkvæði gegn hækkun alfarið, fyrst flokkurinn leggst núna svo gegn henni?
Önnur spurning: Finnst Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni sér virkilega stætt á að sitja í stjórn ríkisrekinnar stofnunnar, ofan á það að þiggja laun frá ríkisháskóla? Ég veit að þetta er óttaleg smámennska í mér, en ég hef alltaf furðað mig á því hvernig í fjáranum maðurinn getur samræmt það í kollinum á sér að vera últra-frjálshyggjumaður við það að hann þiggur nánast allar sínar tekjur úr ríkiskassanum. Hér mætti líka nefna til dæmis Ríkissjónvarpið, Námsgagnastofnun, og sitthvað fleira ... en á ferli prófessorins eru afskaplega fá dæmi þess að hann hafi fengið peninga frá einkaaðila. Kúnstugt.
Bankaráð Seðlabankans gagnrýnt á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.6.2007 | 01:24
Hvort ætli ...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2007 | 14:29
Vísindatortryggni
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
6.6.2007 | 11:06
Hætturnar leynast víða
4.6.2007 | 17:25
Bróðursgreinin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2007 | 16:26
Árétting
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)