Svart vatn

Á meðan utanríkisráðherrarnir takast í hendur fer fram rannsókn á ásökunum þess efnis að hið skinhelga fyrirtæki, Blackwater, hafi látið PKK vopn í hendur.

Einnig hafa komið fram ásakanir þess efnis að bandaríska ríkisstjórnin hafi stutt PJAK, hina írönsku félaga PKK. Slíkt kæmi auðvitað ekki svo mjög á óvart, þar sem PJAK berst gegn írönsku ríkisstjórninni, sem er núna aðaldjöfullinn í augum Kananna.

Síðan er það auðvitað ekkert launungamál að Kanarnir studdu herskáa kúrdíska aðskilnaðarsinna dyggilega í baráttu þeirra gegn stjórn Saddams Husseins á sínum tíma (það er að segja eftir að þeir leyfðu Saddam að beita efnavopnum gegn hinum sömu Kúrdum án þess að gera við það athugasemd, þegar Saddam var vinur Kananna og bandamaður gegn Írönum).

Nei, hlutirnir eru sjaldnast svart-hvítir ...


mbl.is Rice: PKK sameiginlegur óvinur Tyrkja og Bandaríkjamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þú ættir að hefja rödd þína oftar Þarfagreinir !  góð grein hjá þér.

Óskar Þorkelsson, 2.11.2007 kl. 21:51

2 Smámynd: Þarfagreinir

Takk kærlega fyrir hólið!

Ég hef verið latur við að blogga undanfarið, en ætla að reyna að bæta úr því. Ef svona athugasemdir hvetja mig ekki áfram í því, þá veit ég ekki hvað ... 

Þarfagreinir, 3.11.2007 kl. 16:02

3 Smámynd: Sigurjón

Þú ert gæðablóð og það líkar mér.

Skál og prump!

Sigurjón, 10.11.2007 kl. 04:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband