Undirsátar SMÁÍS

Af visi.is:

Rétt í þessu var Svavar Lúthersson, eigandi torrent.is, færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni. Hann var vakinn upp í morgun á heimili sínu í Hafnarfirði af fulltrúum Sýslumanns í Hafnarfirði, lögreglumönnum og Hróbjarti Jónatanssyni, lögmanni SMÁÍS, samtaka myndrétthafa á íslandi.

Talið er að heimsókn yfirvalda til Svavars tengist ásökunum um ólöglegt niðurhal á íslensku höfundarréttarvörðu efni.

Þegar Vísir náði tali af Svavari sagðist hann lítið geta tjáð sig um málið. "Ég veit ekkert. Þetta er bara að gerast. Þeir hafa varla talað við mig," segir Svavar og á þá við lögregluna. Hann viðurkennir þó að þetta hafi ekki komið honum á óvart. "Ég var nú frekar rólegur þegar þeir birtust," segir Svavar.


Nú staldraði ég við þessa setningu: "Hann var vakinn upp í morgun á heimili sínu í Hafnarfirði af fulltrúum Sýslumanns í Hafnarfirði, lögreglumönnum og Hróbjarti Jónatanssyni, lögmanni SMÁÍS, samtaka myndrétthafa á íslandi."

Er eðlilegt að lögmaður einhverra hagsmunasamtaka úti í bæ sé að taka þátt í lögregluaðgerð???

Hefur lögreglan nákvæmlega ekkert lært af DC málinu? Þar var farið fram með offorsi vegna þrýstings frá hinum sömu samtökum (þau samtök notuðu líka tálbeitu sem sagt er að hafi fengið fúlgur fjár fyrir vikið); tölvubúnaður gerður upptækur og menn færðir í yfirheyrslu, en nákvæmlega ekkert gerðist. Ekki rassgat. Hið versta við það húllumhæ allt saman var að þessum búnaði var aldrei skilað; hann rykfellur enn í einhverjum kompum hjá lögreglunni. Enn bólar þó ekkert á kærum.

Er þetta íslenska lögreglan í hnotskurn? Menn sem bregðast við þrýstingi hagsmunasamtaka og vita síðan ekki hvern fjárann þeir eiga í raun að gera?

Þetta er svartur dagur í Íslandssögunni, að mínu mati. Ef lögreglan hefði haft vit á því að sýna eitthvert sjálfstæði í þessu máli, og sleppt því að hafa lögmann SMÁÍS með í handtökunni, þá myndi málið horfa töluvert öðruvísi við ... en svo er víst því miður ekki.

Áhugverðir hlekkir: 

http://www.netfrelsi.is/korkur/index.php?showtopic=2862

http://www.netfrelsi.is/gamalt/2006/09/u_varst_handtek.php 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta er lögregluríki björns bjarnasonar í hnotskurn.. og svo vilja menn að íslenska lögreglan fái Tazers.. hí hí

Óskar Þorkelsson, 19.11.2007 kl. 12:11

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Eðal fíflaskapur.

Brjánn Guðjónsson, 19.11.2007 kl. 12:20

3 identicon

Hljómar eins og þeir hafi klúðrar DC++ rannsókninni... ekkert verður úr kærum og þess vegna sé á þessum tímapunkti reynt að þvinga í gegn lokun á torrent.is með svona hræðslu-taktík.

Svo er alltaf möguleiki að þeir taki hann á þriðju hæðina og sleppi Friðrik Skúlasyni á hann.

Shinobi 19.11.2007 kl. 13:38

4 Smámynd: Þarfagreinir

Já, þetta er svartur dagur:

http://visir.is/article/20071119/FRETTIR01/71119075 

Eitthvað segir mér að umferð Íslendinga á The Pirate Bay og öðrum svipuðum síðum eigi eftir að snaraukast á næstunni.

Þarfagreinir, 19.11.2007 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband