Hræsnarar

Maður þreytist seint á að hneykslast á hræsninni í hinum amerísku ráðamönnum.

Þá sagði hún Írana vera mestu hindrunina í vegi fyrir því að Miðausturlönd þróist í þá átt sem Bandaríkjastjórn vilji sjá.

Er það virkilega, frk. Rice? Í alvörunni?

Enn og aftur er algjörlega horft framhjá gömlu góðu Sádi Arabíu, sérlegum vinum Kananna. Hér eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir um það eðla land:

- Í Sádi Arabíu ríkir ekki lýðræði, heldur konungsdæmi, sem er í 159. sæti á lýðræðislista tímaritsins Economist. Íran er þar í 139. sæti.

- Réttarkerfið í Sádi Arabíu er byggt algjörlega á Sharia, alveg eins og réttarkefið í Íran, þó réttarkerfið í Sádi Arabíu sé talið nokkru verra en í Íran. Í Sádi Arabíu er fólk þar af leiðandi reglulega grýtt til bana, afhausað, eða útlimir hoggnir af því. Sakborningar eiga ekki rétt á verjanda, og játningar þeirra eru oft fengnar fram með pyntingum. Svo má lengi áfram telja ...

- Konur njóta nær engra réttinda né virðingar í Sádi Arabíu. Til samanburðar má nefna að Íran er það islamska land þar sem staða kvenna er einna skást.

- Sádi Arabía var stofnuð í kringum wahhabisma, og sádastjórn hefur undanfarna áratugi ausið fé í að breiða út þetta afbrigði af Islam um heim allan. Fylgjendur wahhabisma hafa verið gagnrýndir fyrir íhaldssemi, þröngsýni, og almennt hatur og vantraust í garð alla þeirra sem aðhyllast ekki Islam (með sérstaka áherslu á gyðinga og upprætingu Ísraelsríkis) - hið fullkomna fóður fyrir verðandi hryðjuverkamenn.

- 15 af 19 af meintum flugræningjum 11. september 2001 voru Sádi Arabar (hinir voru frá Líbanon og Sameinuðu arabísku furstadæmunum). Osama bin Laden er síðan vitaskuld Sádi.

Tel ég þetta komið gott. Vonandi ætti þetta að nægja til að sýna fram á að Sádi Arabía er afturhaldssamara og andlýðræðislegra land en Íran, og jafnvel duglegra í að útbreiða hættulega hugmyndafræði um heiminn.

Kannski Rice eigi þá við að Íran og Miðausturlönd öll eigi að þróast í átt að því að verða líkari Sádi Arabíu ...  

P.S. Ég skrifaði víst áður færslu þar sem ég reifaði svipuð mál, en þessi færsla er aðeins hnitmiðaðari og nákvæmari. Mér finnst líka sérlega mikilvægt að hamra á samanburðinum milli Írans og Sádi Arabíu þegar utanríkisráðherra Bandaríkjanna dirfist að ljúga því að Íran sé verst allra Miðausturlanda, og sýnir þar enn og aftur að henni og hennar félögum er ****sama um sannleikann, þegar hann þjónar ekki þeirra hagsmunum.


mbl.is Íranar varaðir við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bandaríkjamenn hafa nú sjaldan verið taldir gáfaðir.. allavega ekki þeir sem eru við stjórnina..

Dexxa 8.1.2008 kl. 13:29

2 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

As an Islamic state, Iran's legislation, which is derived from a highly conservative interpretation of Islamic law, re-enforces male supremacy. For this reason, Iran is sometimes referred to as an Islamic patriarchy. This can be noted in the articles of the Iranian Civil Law as well as Iran's participation in international human rights conventions. For example, in 2003, Iran elected not to become a member of the UN Convention on the Elimination of All Forms of Discrimination Against Women (CEDAW) since the convention contradicted the Islamic Sharia law in Clause A of its single article.[38]

This creates numerous problems in issues regarding rape, where the female is at fault by default. In such cases, the act of sexual penetration must be attested by at least four male Muslim witnesses of good character. The ultimate punishments are reserved to the legal authorities however the law states that false accusations are to be punished severely.[39] According to these views, the principles are so rigorous in their search for evidence, that they create the near impossibility of being able to reach a verdict that goes against the suspect in any manner.[40] Legal imbalances such as this can be seen in the case of individuals such as Atefah Sahaaleh who was executed by the state for 'inappropriate sexual relations', however was most probably a rape victim.

Frábær réttindi ekki satt

Alexander Kristófer Gústafsson, 8.1.2008 kl. 15:01

3 identicon

Gaman að lesa um það hversu fáfróðir sumir hérna eru sem skrifa í athugasemdir. Þá sérstaklega þeir sem eru með botnslausa fordóma.

T.d. Bandaríkjamenn hafa nú sjaldan verið taldir gáfaðir.. allavega ekki þeir sem eru við stjórnina.

Og á hverju byggirðu það? Friends?, family guy?, myndböndum á netinu? eða fréttum hérlendis?

Einsog við vitum öll þá eru B.N.A. 100 sinnum stærri en ísland, hundrað tilfelli þar jafngilda einu tilfelli hér. Þýðir það að kaninn sé 100x gáfaðri? , nei.. Vel á minst, bandaríkin eru samansafn af öllum löndum heims, þú getur alveg eins kallað heiminn heimskann.

Og hvað fréttir varðar, alveg frá 1sta ári menntaskóla og langleiðina í háskóla er fólki kennt hvernig kommúnisminn er , og hvernig hann er ,,betri''. Eða að minnsta kosti vinstri flokkar, þetta fólk fer síðan t.d. útí fréttamennsku, og í lang flestum tilfellum hefur það fólk einhverja andúð gagnvart B.N.A. því að B.N.A. er andstæða kommúnismans. Þar af leiðandi sér maður eintómar neikvæðar fréttir í garð bandaríkjana, þær virðast í miklu uppáhaldi í augnablikinu. Endilega skoðiði erlenda miðla, ég hef skoðað marga trausta miðla, og þar er hvergi minnst á þessa síðustu setningu.

Nóg um það, en mér finnst merkilegt hvað íslendingar eru miklar hermikrákur og auðtrúa, fólk er orðið heilaþvegið af kommakúkafjölmiðlamennsku.

Jon 8.1.2008 kl. 15:20

4 Smámynd: Þarfagreinir

Alexander ... Nei, réttindi kvenna eru ekki frábær í Íran, en konur hafa þó haft kosningarétt þar frá árinu 1962, og konur hafa setið þar á þingi (á meðan Sádar hafa ekki einu sinni þing, og leyfðu konum ekki að kjósa í héraðskosningunum sem voru haldnar 2005 - fyrstu kosningunum sem haldnar voru í því ríki). Þetta kemur allt fram í því sem ég hlekkjaði yfir á. Sem og þetta, fyrst við erum að afrita og líma:

Saudi women face severe discrimination in many aspects of their lives, including education, employment, and the justice system and are clearly regarded as inferior to men. Although they make up 70% of those enrolled in universities, women make up just 5% of the workforce in Saudi Arabia,[3] the lowest proportion in the world. The treatment of women has been referred to as "gender apartheid."[4][5][6] Implementation of a government resolution supporting expanded employment opportunities for women met resistance from within the labor ministry,[7] from the religious police,[8] and from the male citizenry.[9] These institutions and individuals generally claim that according to Sharia a woman's place is in the home caring for her husband and family.

Segðu mér nú hvort þér sýnist konur hafa það verra í Íran eða Sádi Arabíu.

Málið snýst ekki um hversu gott eða slæmt Íran er (það er reyndar ekki beint frjálsasta land í heimi, og ég ælta mér ekki að verja það né mæra), heldur þá staðreynd að Sádi Arabía, sem Bandaríkin eru tengd sterkum viðskipta- og stjórnmálaböndum, er miklu mun 'verra' land en Íran, langt í frá fyrirmyndarríki. Það er því hrein og klár lygi og hræsni þegar bandarískir erindrekar halda því fram að Íran sé 'versta' landið í Mið-Austurlöndum, en þegja um öll hin (og þá sérstaklega Sádi Arabíu, sem nýtur sérstakrar verndar Bandaríkjann) sem eru litlu skárri, ef ekki verri. Mér blöskrar að horfa upp á slíkt.

Um gáfur ellegar heimsku Bandaríkjamanna ætla ég ekki að fjölyrða, enda er það ekki til umræðu hér, en get þó sagt að ég þekki vel gefna Kana, þannig að ekki geta þeir allir verið heimskir. Þess fyrir utan tel ég að bandarískum ráðamönnum sé fullkunnugt um ástandið í Sádi Arabíu - þeir kjósa bara að þegja um það, því það hentar ekki þeirra hagsmunum að það sé rætt of mikið.

Þarfagreinir, 8.1.2008 kl. 16:17

5 identicon

"Og hvað fréttir varðar, alveg frá 1sta ári menntaskóla og langleiðina í háskóla er fólki kennt hvernig kommúnisminn er , og hvernig hann er ,,betri''. Eða að minnsta kosti vinstri flokkar, þetta fólk fer síðan t.d. útí fréttamennsku, og í lang flestum tilfellum hefur það fólk einhverja andúð gagnvart B.N.A. því að B.N.A. er andstæða kommúnismans. Þar af leiðandi sér maður eintómar neikvæðar fréttir í garð bandaríkjana, þær virðast í miklu uppáhaldi í augnablikinu."

Ótrúlega skondið að heyra eilíft vælið í hægrimönnum um það sem er kallað í BNA "liberal media", eða öllu heldur "ófremdarástandið" í fjölmiðlaheiminum þar sem eintómir kommar vaða uppi. Hefur þér aldrei komið til hugar sá möguleiki að blaða- og fréttamennska sé á allan hátt að uppfylla hlutverk sitt með því að gagnrýna þá sem valdið hafa, þ.e.a.s. Bandaríkin í þessu tilfelli? Og eru Bandaríkin andstæða kommúnisma? Mér þykir þú segja fréttir. Skil bara ekki alveg hvar kommúnismi kemur inn í þessa umræðu.

Skoffínið 9.1.2008 kl. 00:04

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dóri minn, ég held þetta sé besta grein þín til þessa, og bendir þú réttilega á kaldhæðnina í þessum hrærigraut.

En þessi ofurviðkvæmi Jón sem telur bandaríkjamenn hafa e-ð á milli eyrnanna. Þá segi ég við hann, prófaðu að búa þar, þá muntu átta þig á hversu gáfaðir þeir eru.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.1.2008 kl. 15:37

7 Smámynd: Þarfagreinir

Þakka hólið, Haukur. Ég vandaði mig líka ...

Þarfagreinir, 13.1.2008 kl. 18:16

8 Smámynd: Sigurður Árnason

Það verður að gera sér grein fyrir að Íran er í vinnslu með kjarnorku, Þð eru Sádi-Arabar ekki að gera. Stjórnvöld í Íran eru að styðja við hryðjuverkamenn úti í heim en það gera borgararnir í Sádi-Arabíu, ekki stjórnvöld. Þetta er ásæðan fyrir því að kana telja Írana vera ógn og þeir eru það svo sannarlega með þennan geðsjúkling við stjórnvölinn.

Sigurður Árnason, 14.1.2008 kl. 00:46

9 Smámynd: Þarfagreinir

Þetta skiptir ekki höfuðmáli, Sigurður, þó þú kunnir að hafa eitthvað til þíns máls.

Ég var þarna að vísa til þess að það er ekki bara þessi ógn sem stafar af Íran, sem bandarísk stjórnvöld básúna, heldur líka hversu slæm og ómannúðleg stjórnin í Íran er - sú versta í Miðausturlöndum, jafnvel. Því er það algjör hræsni að þeir skuli sífellt þaga um Sádi Arabíu. Svo einfalt er það.

Þarfagreinir, 14.1.2008 kl. 01:52

10 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Þarfagreinir, snilldarpistill.

Jon, ef einhver hér er heilaþveginn ert það þú.

Áttar þig að minnsta kosti greinilega alls ekki á því að fólk sér alltaf bara biasinn hinum megin, ég og mörgu öðru vinstra fólki finnast fjölmiðlar hallast langt til hægri. Það sem þér finnst vera vinstrilitað finnst mér vera sannleikur. Og öfugt...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.1.2008 kl. 10:37

11 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

(munurinn bara sá að ég átta mig á því en þú greinilega ekki)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.1.2008 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband